Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 359 ar daga. Önnur er fræðirit, „Painting in America, the Story of 450 Years,“ eftir E. P Richard- son, forstjóra Detroit-listastofn- unarinnar. Hitt heitir „Three Hundred Years of American Painting,“ eftir Alexander Eliot, ritstjóra listaþáttar tímaritsins „Time.“ Þessi síðarnefnda bók er yfirfull af gróusögum — það er sparðatínsla, allt að því þvaður- kenndar smásögur, sem setur svip á þetta tímarit. í henni eru 250 prýðilegar litprentanir og er varla hugsanlegt að kynnast þessum listaverkum betur nema með því að heimsækja amerísk listasöfn. Thomas Hess gefur andríka en umdeilda skilgreiningu á nútíma- myndlist í bókinni „Abstract Pain- ting: Background and American Phase.“ Hinn þekkti málari Nath- anieí Pousette-Dart talar með heimsborgarabrag um. bandrískar listastefnur í bókinni „American Painting Today.“ Sérfræðingar við hin ýmsu söfn landsins völdu 50 málara, sem þeir töldu, að hefðu átt mestan þátt i að „móta amer- íska list á 20. öldinni,“ og er ferill þeirra rakinn í „New Art in Amer- ica,“ sem gefin er út undir umsjá John I. H. Baur. — o — Það vakti nokkra undrun, þegar skáidsaga James heitins Agees, „A Death in the Family,“ hlaut Pulitzerverðlaunin 1958, en ekki skáldsaga James Goulds Cozzens, „By Love Possessed," sem verið hafði skærasti eldkólfur á bók- menntahimninum, og út af því log- uðu harðar ritdeilur, sem enn lifir í. Agee, sem dó af hjartaslagi árið 1955, 44ra ára að aldri, var blaða- maður, kvikmyndarithöfundur og glæsilegur rithöfundur. í bók þess- ari dregur hann upp hljóðan og bjartan heim barns og sýnir hvern- ig hann sundrast við óvæntan og óskiljanlegan dauða föður þess. Persónur hans eru sannfærandi og falla vel í umhverfið, og málið er lifandi og kröftugt og nálgast oft orðkynngi‘bundins máls. „By Love Possessed“ er mjög ólík að efni og byggingu Þetta er marg- brotin saga karla og kvenna — hvernig ástin getur eflt þá eða þær til dáða eða brotið niður. Heimur sögupersónanna ei smábær, sem höfundur lýsir vandlega fyrir les- endum og þá einkum þungamiðju hans, dómshúsinu og áhrifum lag- anna. Sumir gagnrýnendur lofuðu Cozzens fyrir siðgæðisraunsæi og þrosxað lífsviðhorf; aðrir for- dæmdu hann fyrir þröngsýni. Flestum kom þó saman um, að þessi síðasta bók hans væri klaufa- leg á köflum, og stíllinn væri ef til vill lakari en í sumum fyrri skáldsögum höfundar. svo sem „Guard of Honor,“ sem hlaut Pul- itzerverðlaunin 1949. Þetta er sennilega einnig ástæðan fyrir því, að Cozzens auðnaðist ekki heldur að fá National Book Award 1958 fyrir sagnaskáldskap; þau verðlaun hlaut John Cheever fyrir fyrstu skáldsögu sína, „The Waps- hot Chronicle." Cheever er fjöru- tíu og fimm ára og mikið dáður smásagnahöfundui („The House- breaker of Shady Hill and Other Stories“ kom út árið 1958). í þess- ari bók skrifar hann af kímni, hreinskilni og fjöri um ævi fjöl- skyldu í Nýja Englandi. Þar kem- ur fram nýtt viðhorf um það, hvernig tilfinningum og trú 19. aldarinnar farnast í heimi 20. ald- arinnar. Sagnfræðilegar skáldsögur, þar sem blandað er saman mismunandi magni af staðreyndum og skáld- skap, eiga enn stóra lesendahópa. Þó hefur ekkert verk af þessu tagi átt slíkum fádæma vinsældum að fagna og „Gone With the Wind“ eftir Margaret Mitchell. Nýr flokk- ur sagnfræðirita hefur nú hafið göngu sína og hækkar stjarna hans ört. Hann einkennist einkum af næmri endurtúlkun á liðnum at- burðum, byggðri á áreiðanlegum og ýtarlegum fræðiritum, sem sam- in er af skapandi rithöfundum. Hingað til hafa Ameríkanar haft orð fyrir að líta aðeins til fram- tíðarinnar, en nú virðast þeir vera að gera hreint fyrir sínum dyrum og eru farnir að sýna mikinn áhuga á liðinni sögu þjóðarinnar, hug- sjónum þeim, mönnum og atburð- um, sem gerðu Bandaríkin það sem þau eru í dag. Ótrúlega blómleg var uppsker- an í þeim bókaflokki, aem fjallar um Ameríku nútímans. Þekktast slíkra þjóðfélagsrita ei verk Dav- ids Riesmans, „The Lonely Crowd ‘ sem vann það einstæða afrek í sögu bókaútgáfu að verða fyrsta metsölubók í þessum bókaflokki. í þessari bók tekur höfundur sér það mikla verk fyrir hendur að skilgreina ameríska skapgerð, og margar nýyrðamyndanir hans í þessu sambandi hlutu svo góðar undirtektir meðal almennings, að nú eru þær notaðar í daglegu tali manna. Samfélagsrannsóknir hafa heillað félagsfræðinga, allt ’frá því er Robert og Helen Lynd riðu á vað- ið rfieð greinargerðir sínar um „Middletown“ og „Middletown in Transition.“ Meðal seinni verka á þessu sviði er fjörleg frásögn Augustes Spectorskys í bókinni „The Exurbanites“ af ævi, ástum og efnum íbúanna í úthverfum New York-borgar. í „Madison Avenue, U.S.A.“ dregur Martin Mayer upp skýra mynd af banda- rískri auglýsingastarfsemi, vefur inn í hana þá spennu og marg- breytni, sem einkennir þetta ó- venjulega starfsvið, jafnframt því sem hann skýrir í grundvallar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.