Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 355 flakki sínu og tók að lifa hinu einfalda, nægjusama lífi. Fyrst keypti hann sér búgarð nálægt bernskustöðvunum í Nordland, en loftslagið var of kalt fyrir hann, svo hann fluttist á búgarðinn Nör- holm nálægt Arendal syðst í Nor egi. Söguhetjan í „Markens Gröde ‘ er ekki förumaður, heldur bóndi, sonur moldarinnar, sem á enn í fari sínu þann einfaldleik, sem menningin hefur rænf fórnarlömb sín. ísak er í öllum greinum sjálf- um sér nógur og þess vegna er hann óbuganlegur. í skáldsögum sínum eftir fýrri heimsstyrjöld sneri Hamsun sér aftur að árásum á þjóðfélag samtím ans. „Konerne ved Vandposten' (1920) og „Siste Kapitel" (1923) eru bitrar þjóðfélagsádeilur þar sem spillingunni og úrræðaleysinu er lýst af óhugnanlegu raunsæi. Þar er enginn vonarneisti. En fjór- um árum síðar tók hann að nýju upp sönginn um förumanninn í öðrum dúr. Það var með skáldsög- unum „Landstrykere" (1927), „August“ (1930) og „Men Livet lever“ (1933). Söguhetjan í þessum bókum er August, ævintýramaður í ætt við Pétur Gaut, sem hefur flækzt land úr landi í leit að nýrri reynslu, en fyrir vikið týnt sál sinni. Hamsun var ekki lengur að- dáandi förumannsins, heldur leit á hann með augum hins nægju- sama og heimakæra bónda. Eigi að síður á skáldið erfitt með að gleyma því, að hann var sjálfur förumaður fyrir eina tíð, og hann leikur hið gamla lag einu sinni enn í elskulegri tóntegund í „Ring- en sluttet" (1936). í þeirri bók reynir hann að gefa sálfræðilega skýringu á förumanninum. Andúð Hamsuns á þjóðfélag- inu og þeim framförum, sem kynslóðin á undan hafði boðað, var djúprætt og árásir hans grimmilegri en árásir nokkurs ann- ars norsks skálds í samtíð hans. Fjandskapur hans við lýðræðið og þjóðfélagið nærðist einnig á hatri hans á Bretum og Bandaríkja- mönnum. Það þurfti því engan að undra þó hann tæki ástfóstri við Þjóðverja og þau öfl sem náðu tök- um á Þýzkalandi eftir fyrri heims- styrjöld. Árás Þjóðverja á Noreg og hernámið breytti í engu við- horfum Hamsuns, hann hélt fast við skoðanir sínar og studdi leynt og ljóst einhverja harðsvíruðustu ógnarstjórn sem sögur fara af. Til- raun skáldsins til að skýra afstöðu sína í bókinni „Pá gjengrodde Stier“ (1949) dregur lítið úr harm- leiknum, sem hann tók þátt í. En þessi síðasta bók hans sannaði svo ekki varð um deilt, að hann var einn mesti stílsnillingur norskrar tungu, þó hann væri á nítugasta aldursári þegar hann samdi hana. Hamsun lézt árið 1952. s-a-m. Leiðréttingar ÞAU leiðu mistök urðu í síðustu Les- bók að eftirnöfn tveggja biskupa í ávarpi Gísla Sveinssonar misprentuð- ust. Helgi biskup var THORDERSEN (ekki Thordarsen) og Þórhallur biskup var BJARNARSON (ekki Bjarnason). Þá vildi svo illa til í umbroti, að 6. lína í 6. erindi í Avarpi Fjallkonunnar skolaðist til og lenti milli þriðju og fjórðu línu fyrsta erindis. Eru báðir höfundar beðnir velvirðingar á þess- um rrpstökum og svo lesendur. Þar sem allir hugsa eins, hugsar eng- inn mikið. Enskur málsháttur. P Bjartsýnismaður er sá sem sér grænt ljós hvar sem hann fer. Bölsýnismað- urinn sér aðeins rauða stöðvunarljósið. En sá, sem er í sannleika vitur, er lit- blindur. Albert Schweitzer. Roberf Burns: V 0, nce mait' Laií thee Enn ertu, desember, dimmur sem skugginn, dapur ég heilsa þér, beygður sem reyr, Þú kallar fram minning og kvíða, er hnugginn kvaddi ég Nancy, að sæumst ei meir. Góðvinum sárt er, en gaman að kveðjast, geisli þar vonin á skilnaðarstund, en ógurleg hugsun um eilífð að skilja. angist in mesta, in Iogandi und. Wy Joyt Minn forni, frækni vinur, er fyrst við sáumst, — Jón! þitt hár var svart sem hrafninn og hvöss þín brá og sjón. Nú bliknuð er þín brá, Jón, en blessun stafar þó á fölva lokka hríms um haust, á hár þitt líkt og snjó. Við klifum saman fellið. við höfum komizt hátt, og harla glaða daga, svo marga, saman átt. Nú hratt skal ofan halda en hvor skal styðja hinn. Við brekku saman sofa þar hve sætt! Jón, vinur minn. Siguröur Norland Þýddi. » r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.