Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1959, Page 4
356 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í bandarískri bókabúð Á HILLUM bókabúðanna stendur bók við bók, í skínandi fallegum nýjum kápum — stórar og litlar bækur, þykkar og þunnar, viða- miklar og lítilsigldar, merkar og ómerkar. Þegar jólaösinni lýkur í bókabúðunum, geta bókaútgefend- ur setzt niður og blásið mæðinni örlitla stund, þar til vorannir hefj- ast. Og þegar kemur fram í janúar, er röðin komin að gagnrýnendum og öðrum bókamönnum, að ó- gleymdum sjálfkjörnum bók- menntavitringum — klæddum snjáðum fötum og tottandi pípu — að líta yfir liðið ár og reyna að gera reikningsskilin fyrir árið. Þótt skýrslur segi aldrei allt, verður ekki fram hjá því gengið, að sala bóka í Bandaríkjunum 1958 sannaði einu sirini enn, að sjónvarpið hefur ekki útrýmt bóka- lestri, þótt gagnrýnendur linni ekki barlómi sínum og hrakspám. Þvert á móti jukust bókakaupin — kringum 300 milljón eintök af óinn- bundnum bókum eingöngu seldust á einu ári — þó að rúmlega átta af hverjum tíu amerískum fjöl- skyldum eigi nú sjónvarpstæki. Eitt hið markverðasta í sögu bandarískrar bókaútgáfu sl. tíu ár er hin aukna útgáfa ódýrra, óinn- bundinna bóka. Slíkar útgáfur eru fyrir löngu orðnar vinsælar í Ev- rópu, en tiltölulega stutt síðan þær fóru að títfkast að ráði í Bandaríkjunum. Þær eru nú seld- ar ekki aðeins í bókabúðum, held- ur og í blaðsölustúkum á flugvöll- um og járnbrautar- og áætlunar- bílastöðvum og í lyfjabúðum. Fólk kaupir þær líkt og tímarit, og að loknum lestri lenda þær hjá kunn- ingja eða ferðafélaga, svo að langt- um fleiri lesa þær en sala þeirra gefur til kynna. í þessari útgáfu eru prentaðar skáldsögur, allt fra ómerkilegum rómönum til verka James Joyces og Flaubertá, og önnur óskáldlegri rit, allt frá leið- beiningum í blómarækt til rann- sókna- og fræðirita eins og „Exist- entialisminn frá Dostojevsky til Sartres.“ Bókahillurnar eru sem sagt yfirfullar af hinum beztu og ómerkilegustu verkum í þessari útgáfu og öllu þa^- á milli, og ekki þarf að efa, að þar finna allir lestr- arefni við sitt hæfi. Síðastliðið ár yar athyglisvert vegna útgáfu margra nýrra skáld- sagna: 65 ný sagnaskáld kvöddu sér hljóðs þegar um vorið. Flestir þessir menn eru allungir, þeir eiga konu og eitt eða tvö börn, hafa fasta stöðu og búa í veðsettu húsi. Sumir skrifa í tímarit og spreyta sig nú í fyrsta sinn á því að skrifa skáldsögu. Fáeinir eru háskóla- kennarar og hefur borið þó nokk- uð á þeim á þessu svið’ um nokk- urt skeið. William Humphrey, ein- hver efnilegasti nýliðinn, hefur t. d. kennt í allmörg ár við Bard College í Annandale í New York- fylki. Skáldsaga hans, „Home from the Hill,“ er dapurleg saga í stil Williams Faulkners, og sögustað- urinn er smábær 1 Texas. Richard Bankowsky, höfundur sögunnar „A Glass Rose,“ sem fjallar um innflytjendafjölskyldu af pólskum uppruna, hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda. Hann kennir ensku við ríkisháskólann í Iowa. Flestir þessara nýju rithöfunda virðast hafa búið sig undir ritferil af jafnmikilli umhyggju og kost- Þessi unga stúlka virðist hafa áhuga á heimspekilegum efnum, enda hefur hún náð í eintak af einhverri bók bandaríska heimspekingsins Williams James.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.