Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 Ur ríki náttúrun Bambus BAMBUS er stórvaxin grastegund, náskyld hveiti, byggi og höfrum, en fjölmargar tegundir eru til af því, sumir segja 1000. Aðalheim- kynni bambus eru í austanverðri Asíu. Þar eru oft stórir skógar af því. Það er til svo mikilla nytja, að það er stundum kallað pálmaviður fátæklinganna. Bambus er mjög bráðþroska . Þegar er plantan hefir fest rætur vex hún svo ört, að sumir segja að hægt sé að sjá hana vaxa, aðrir segjast heyra hana vaxa. Þótt fjar- stæðukennt þyki, getur þó hvort tveggja verið rétt, því að plantan getur hækkað um 2 fet á sólar- hring, og vex þó aðallega á nótt- inni. Þannig rýkur plantan upp og er alltaf jafngrönn. Eftir 6—8 vik- ur er hún orðin 50 feta há eða meira, en þá hættir hún að lengj- ast. Næstu sex árin leggur hún all- an vöxtinn í gildleikann og harðn- ar þá jafnt og þétt og er seinast orðin svo hörð, að gott stál þarf til þess að bíta á hana. Þetta á við um stærstu tegundirnar. Sums staðar í Asíu lifa heilir þjóðflokkar svo að segja eingöngu á bambus. Úr fræunum gera þeir brauð og úr safa þeirra gera þeir sér drykk. Ung bambusblöð eru etin, eins og hvert annað grænmeti og það er hægt að salta þau, sjóða niður eða sykra svo að þau geymist lengi. Hús sín byggja þeir úr bambus og flest áhöld og innan- stokksmuni. Úr þeim eru líka gerð- ir hattar, hlífðarföt, körfur, diskar og óteljandi aðrir hlutir. Bambus fylgir þeim frá vöggu til grafar — ungbörn eru höfð í vöggum úr bambus og í gröfina fara menn í bambuskistum. Fiskimenn gera sér fleka úr bambus, fara á þeim út á ár og sjó og veiða þar fisk á bamb- usstengur. Ef menn eiga kindur, geitur eða nautgripi, þá eru þessar skepnur fóðraðar á bambusblöðum. Bambus er bæði sterkt og þan- þolið. Þess vegna er það mikið not- að í girðingar, loftnetjastengur og ýmislegt annað, þar sem þanþol kemur til greina. Um styrkleika þess er það að segja, að víða í Austurlöndum eru gerðar brýr yfir stórfljót, eingöngu úr bambus. Á stríðsárunum sprengdu bandamenn járnbrautarbrú fyrir Japönum á einhverjum stað. En Japanar voru ekki lengi að gera við hana. Þeir smíðuðu nýa brú úr bambus og eftir henni fóru járnbrautarlestir þangað til hægt var að gera brú úr enn traustara efni. Um styrkleika bambus er það einnig að segja, að það þolir hátt upp í sama þunga og jafn gilt járn, áður en það brotnar. Þess vegna tóku Kínverjar upp á því fyrstir manna, að nota bambus til steypu- styrktar í staðinn fyrir járn. Jap- anar komu á eftir, og nú er það víða algengt að hafa bambus 1 steinsteypu. Jafnvel í Bandaríkj- unum, þar sem nóg járn er til, eru menn farnir að nota bambus á þennan hátt. Kunnast er bambus um allan heim vegna þess að það er notað í veiðistengur. Þar er ekki aðeins um að ræða hinar ódýrustu steng- ur, heldur jafnvel þær allra dýr- ustu og beztu, því að þær eru gerð- ar úr svonefndum Tonkin-bambus, sem klofinn er í örþunnar flísar og þær síðan límdar saman aftur. Fyrir mörgum öldum komust bæði Kínverjar og Japanar upp á það, að búa til pappír úr bambus. Og nú lítur svo út sem sá iðnaður muni færast stórkostlega í aukana á næstu árum. Það hefir komið í ljós, að bambus er miklu betri til pappírsgerðar heldur en timbur, og er nú þegar hafizt handa í Bandaríkjunum að rækta bambus í stórum stíl til þess að gera úr hon- um pappír. Er talið að hægt sé að fá 6—7 sinnum meira pappírsefni af hverri ekru með því að rækta þar bambus í staðinn fyrir greni. Stafar þetta af því hvað bambus- inn nýtist betur og sprettur miklu örar en grenið. En svo þykjast Bandaríkjamenn sjá sér nýan leik á borði með þessu, því að hægt sé að rækta bambus á stórum svæð- um, sem nú eru uppblásin, einkum í Suðurríkjunum, þar sem enginn annar gróður getur þrifist. Bambus er afar harðger jurt og nægju- söm. Og hún getur þrifist þótt grimmdarfrost komi á vetrum, ef klaki í jörð kemst aðeins ekki nið- ur fyrir rætur hennar. í Kína vex bambus víða í háum fjöllum, þar sem köld er veðrátta og jarðvegur ófrjór. Þess má geta til gamans, að þeg- ar Edison fann upp rafmagnsper- ur, þá reyndi hann fyrst að hafa kolþráð í þeim. Eftir margar til- raunir komst hann að því, að kol úr bambus var langbezt. Fyrstu rafljósaperurnar, sem notaðar voru, voru því með þræði búnum til úr bambuskolum. Lífsnauðsynjar Vitur maður hefir sagt, að hver mað- ur þurfi að eiga rúm og skó, því að hann sé í hvorutveggja til skiftist alla sína ævi. o—o—o — Konan mín hefir hræðilegt minnL — Glesnnir hún öllu jafnharðan? — Þvert á móti, hún man alla skap- aða hluti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.