Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORG(JNBLAÐSINS I (Ljósm. Gunnar Rúnar) skóga í Dýrafirði, Geirþjófsfirði og Þorskafirði, og sagan segir, að Gísla hafi ætíð verið borgið, er hann komst undan óvinum sínum og til skóga. Um handtökd Grettis Ásmundar- sonar í Vatnsfjarðardal segir Grett- is saga: „Hann fór nú, unz er hann kom í Vatnsfjarðardal, og fór þar til sels; dvaldist hann þar maroar nætur og lá þar í skógum og svaf og uggði ekki að sér. En er smala- menn vissu það, fóru þeir til bæja og sögðu, að sá dólgur væri kominn í byggðina, að þeim þótti ekki dæll viðfangs. Söfnuðust þá bændur saman og höfðu þrjá tigu manna; leyndust þeir í skóginum, svo að Grettir vissi ekki til, og létu smala- menn halda njósnum, nær færi gæfi á Gretti, en þó vissu þeir ó- gjörla, hver maðurinn var.“ Skagafjarðarsýsla í Landnámabók er þessi frásögn um Þóri dúfunef: „í þann tíma kom út skip í Kolbeinsárósi, hlaðið kvik- fé, en þeim hvarf í Brimnesskógum unghryssi eitt, en Þórir dúfunef keypti vonina og fann síðan. Það var allra hrossa skjótast og var kölluð Fluga.“ Eyafjarðarsýsla Ljósvetninga saga getur um Eyr- arskóg hjá Gnúpufelli í Eyafirði, en um skógarhögg í Mjaðmárdal er þessi frásögn í Víga-Glúms sögu: „Halli hafði varðveitt bú Bárðar, meðan hann var utan og hafði látið höggva í skógi timbur í Mjaðmár- dal, er Bárður átti.“ Austfirðir Eftirfarandi frásögn um skóg- lendi í Hofshálsi er tekin úr Vopn- firðinga sögu: „Nú skulu fara af liði voru Egilssynir og Tjörvi hinn mikli með þeim upp þessum meg- in um Guðmundarstaði og svo í skógana bak Hofi, og skulu þér Rauðaskriður og Þveráreyrar. hafa kollaupa stóra....“ Um bústaðaskipti Hrafnkels Freysgoða segir svo í Hrafnkels sögu: „Hrafnkell færði nú bú sitt austur yfir Fljótsdalsheiði og um þveran Fljótsdal fyrir austan Lag- arfljót. Við vatnsbotninn stóð einn lítill bær, sem hét að Lokhillu. Þetta land keypti Hrafnkell í skuld, því að eigi var kosturinn meiri en þurfti til búshluta hafa. Á þetta lögðu menn mikla umræðu, hversu hans ofsi hafði niður fallið, og minnist nú margur á foman orðs- kvið, að skömm er óhófs ævi. Þetta var skógland mikið og mikið merkjum, vont að húsum, og fyrir það efni keypti hann landið litlu verði. En Hrafnkell sá ekki mjög í kostnað og felldi mörkina, því að hún var stór, og reisti þar reisi- legan bæ, þann er síðan hét á Hrafnkelsstöðum." Rangárvallasýsla í Brennu-Njáls sögu er skóga getið á nokkrum stöðum, þar sem nú er skóglaust með öllu og jafn- vel örfoka land. Rauðaskriður: — „Þeir áttu skóg saman Gunnar og Njáll í Rauða- skriðum; þeir höfðu ekki skipt skóginum, en hvor var vanur að höggva sem þurfti, og taldi hvor- ugur á annan of það.“ Þríhyrningshálsar: — Um sam- skipti Gunnars á Hlíðarenda og Starkaðar Barkarsonar farast Njálu þannig orð: „Aðra skóg- gangssök sel eg þér á hendur Starkaði, er hann hefur höggvið í skógi mínum á Þríhyrningshálsum, og skalt þú sækja þær sakir báð- ar.“ Hér er Njáll á Bergþórshvoli í ráðum með Gunnari. Þórólfsfell: — Viðarkolagerðar er þannig getið í Njálu: „Bergþóra mælti til Atla: „Far þú upp í Þór- ólfsfell og vinn þar viku.“ Hann fór þangað og var þar á laun og brenndi kol í skógi.“ Þórsmörk: — Um skóga í Þórs- mörk er aðeins þessi frásögn í sög- unni: „Síðan riðu þeir til Skaftár- tungu og svo upp á fjall, fyrir norðan Eyafjallajökul og ofan í Goðaland og svo ofan um skóga í Þórsmörk.“ Árnessýsla: — Islendingabók seg- ir frá Bláskógum við Þingvelli á þessa leið: „En maður hafði sekur orðið of þræls morð og leysings, sá er land átti í Bláskógum. Hann er nefndur Þórir kroppinskeggi.-----

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.