Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sterk eru þau, að bau geta borið fullorðinn elg í kjaftinum. Annars eru brúnu birnirnir mjög mein- lausir. Á eyunum eru loðselir og sæljón. Þrjú þjóðabrot, eða þjóðflokkar, eiga heima í Alaska. Á Aljúteyum eru Aljútar og eru um 4000 að tölu. Þeir ala refi og hreindýr, og veiða fisk og sel. Eyarnar eru mjög sæ- brattar og eru hús þeirra í snar- bröttum hlíðum, og verða þeir að hafa staura undir annarri hliðinni. Þessir staurar eru stundum allt að 40 feta háir. Nafnið Alaska er komið frá Aljútum, dregið af nafn- orðinu „alashka“, sem menn segja að þýði „stóra Iandið“. Um 15.000 Indíánar eru í Alaska og eru þeir flestir af þeim þjóðflokki sem nefnist Tlingits. Þeir eiga heima í suðaustanverðu landinu og eru smiðir góðir og út- skurðarmenn. Eru kunnar „totem“- súlur þeirra, eða ættarmeiðir, alla vega útskornir trjástofnar til virð- ingar og vegsemdar ættinni. Þá eru Eskimóar og eru þeir fjölmennastir. Áttu þeir fyrrum heima um allt landið og lifðu á veiðum. En á seinni árum hafa þeir horfið til borganna og sezt þar að, vegna þess að þeir eru eftirsóttir verkmenn. Sérstaklega eru þeir taldir snillingar við allar vélar. í tímaritinu „The National Geograp- hic Magazine“ stóð nýlega: „Hinir hvítu Alaskabúar hafa mikið dá- læti á Eskimóum og virða þá, enda eru Eskimóar mjög vel greindir og eru ágætir vélamenn, bílstjórar, viðgerðamenn flugvéla og jafnvel flugmenn“. Og hjá einu flugfélag- inu hafa þeir fengið þennan vitnis- burð: „Þótt hvítur vélfræðingur hafi gefizt upp við hreyfil þá er Eskimóa leikur að koma honum 1 gang“. —★— Indíánahöfðingi Borgirnar í Alaska eru ekki frá- burgðnar öðrum álíka stórum borgum annars staðar, nema hvað húsin eru flest úr timbri. Juneau er höfuðborgin og hafn- arborg. Þar eru um 7000 íbúar. Hún stendur undir 3000 feta háu fjalli, og er kennd við Joe nokkurn Jun- eau, sem fann gull á þessum stað 1880. Þá hófst þangað aðstreymi gullleitarmanna og varð það upp- haf borgarinnar. Nú er þeirri „gull- öld“ lokið. Anchorage er stærsta borgin í landinu, og þar eru íbúar um 94.000, en þar með taldir hermenn og fjölskyldur þeirra, alls um 27.000. Af nafni borgarinnar mætti ráða að hún væri hafnarborg, en svo er ekki. Hafnarborg hennar er Seward, sem er um 180 km. sunn- ar, og þaðan eru allar vörur fluttar með járnbraut til Anchorage. Fairbanks er næst stærsta borg- in. Þar eru um 11.000 íbúar. Hún stendur inni í landi og er endastöð þjóðvegarins mikla. Þar hefir her- inn miklar framkvæmdir og lifa borgarbúar á því. Nome er einhver kunnasta borg- in í Alaska og er það vegna gulls- ins, sem fannst þar um aldamótin. Nú þykir hún ekki nema svipur hjá sjón. Þar eiga heima um 2000 manna, aðallega Eskimóar. Gull finnst hér enn, en nú er orðið svo dýrt að grafa það úr jörð, að það borgar sig ekki. —★— Alaska verður að flytja inn 95— 98% af nauðsynjavörum sínum, og afleiðingin er sú, að þar er mikil dýrtíð. Er talið að þar muni vera um 33.6% dýrara að lifa heldur en í Seattle. En vegna þess hvað allar vörur eru dýrar, er kaupgjaldið óvenjulega hátt, eða 15—40% hærra heldur en í hinum ríkjun- um. Tvær járnbrautir eru í landinu, en lítið um vegi, og eru þeir sam- tals ekki nema 1700 km. langir. Þá er þó ekki talin þjóðbrautin mikla, sem gerð var á stríðsárunum, þegar Bandaríkin óttuðust innrás Japana í Alaska. Sú braut nær frá Dawson Creek í British Columbia til Fair- banks og er um 2500 km. löng. Búist er við því að iðnaður muni aukast í Alaska eftir að landið hefir fengið sjálfstjórn. Þeir sem nú taka við ráðum þar, þekkja betur en þjóðþingsmenn Bandaríkj anna þarfir landsmanna og hverjar auðlindir þar eru. Þar er t. d. mik- ið af allskonar málmum í jörð. Það sem helzt mun standa landinu fyrir þrifum, er fámennið. í þessu stóra sjálfstæða ríki eru ekki nema 210.000 íbúar. En mikil verkefni bíða alls staðar. Nú sem stendur lifa menn þarna aðallega á fiskveiðum, niðursuðu, námagrefti, loðdýraveiðum og loð- dýrarækt, búskap og siglingum. Nokkur gullgröftur er hér enn. Nú er hann rekinn nxeð nýtízku vélum í stað þess að áður var gullþvottur og menn söfnuðu gullsandinum í vasa sína. Ferðamannastraumur til x v

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.