Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.1959, Blaðsíða 12
11 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hjarðarholti er á þessa leið: „Skógur hefur verið til forna góður, nú er hann fyrir nokkrum árum að segja aleyddur, svo varla eru litlar eftirleifar til eldiviðar." Vestfirðir Um skóga á Vestfjörðum er víða getið í Jarðabókinni, en hér verð- ur aðeins getið tveggja staða. Hagi á Barðaströnd. — „Skógur er þar nægilegur til eldingar, en ei til kolgjörðar eður raftviðar. Ann- ars á kirkjan kolviðarskóg í Móru- dal, en raftviðarskóg í Vatnsdal og í Trostansfirði. Þennan skóg brúk- ar kirkjunnar patronus til sinnar þurftar og kirkjujarðanna upp- byggingar, en ei lánar burt fyrir tolla“. Vatnsfjörður. — Á þessum slóð- um voru miklir skógar að sögn Grettissögu, en Árni getur þeirra á þessa leið: „Fjalldrapi hefur brúkast til eldiviðar, eyðist mjög og brúkast lítt“. Skagaf j ar ðarsýsla í Landnámu er hin kunna frá- sögn um Brimnesskóga, en um aldamótin 1700 er þeim lýst þannig: „Rifhrís er hér nokkuð til eldi- viðar. Sortulyng ánægjanlegt". Eyafjarðarsýsla Árni Magnússon lýsir skóglendi á Núpufelli þannig: „Skógur hefur áður verið mikill og góður, sem fallinn er meir en fyrir áttatíu árum“. En í kjölfar eyðingar á skóglendi fylgir sandfok, og farast Árna þannig orð um það: „Túninu spillir sandfok skað- lega, þó hefur það orðið hingað til með stórerfiði afræktað“. Leyningur. — „Skógur til kol- gjörðar er að kalla eyddur, en til tróðs og eldiviðar enn þá bjarg- legur“. Þingeyarsýsla Jarðabókin getur mjög margra staða í sýslu þessari, þar sem skóg- lendi eru mikil og góð, og birtast hér nokkrar frásagnir: Vaglir. — „Skógur til raftviðar ágæta góður, brúkast til búnauð- synja“. Háls. — „Skógur til raftviðar mikill og góður, og nýtir staðar- haldarinn sér hann til þeirra gagns- muna, sem hann fær við komið“. Illugastaðir. — „Skógur til raft- viðar bjarglegur og til kola og eldiviðar nægur, brúkast til hey- styrks og annarra búnauðsynja. Landsdrottinn leyfir og að betala hestagöngu með kolum eður timbri“. í Jarðabókinni er getið um skóga beggja vegna Fnjóskár á nær öllum býlum dalsins, en nú er vestur hluti dalsins skóglaus, svo sem alkunnugt er. Lundarbrekka. — „Skógur til kolgjörðar að mestu eyddur fyrir feyskju af sandfoki, en til eldiviðar bjarglegur“. Stóru-Laugar. — „Skógarpart takmarkaðan á jörðin fyrir vestan Fljótsheiði, sem Laugafleki kallast og meinast liggja 1 Helgastaða landi; sá skógur er mjög fallinn og varla til kolgjörðar nýtilegur". Skútustaðir. — „Skóg allan í Grænavatns landi á staðurinn, annað skógarítak í Villingafjalli í Brjámsneslandi, þriðja í Titlings- brekku í Vindbelgslandi. Þessir skógarpartar eru að kalla gjör- eyddir nema mjög lítið í Ara- hvammi, sem þó er að mestu fallið fyrir feyskju“. Rangárvallasýsla í Rangárþingi er víða talað um skóga. Jarðabókin segir til dæmis, að seytján bændur njóti skógar- ítaka í Næfurholtsskógum. En hér verður aðeins getið nokkurra sögu- staða. . Skarð. — „Skóg á hún, sem brúk- ast til eldiviðar, líka kolagjörðar, þó verður hann nú varla þar til nýttur. Fyrir síðasta Hekluhlaup mátti þar fá raftvið nokkurn, en fordjarfaðist þar eftir“. Oddi. — „Skógarítak eitt í Næf- urholtslandi, kallað Oddagljúfur, er brúkandi til eldingar, varla kol- gjörðar“. Stórólfshvoll. — Hún (kirkjan) á og tvö skógarítök í Næfurholts landi, eru kölluð Hvolsskógar. Er annað ítakið af blásturssandi for- eytt og að engu gagni, hitt að litlu til kolagjörðar; hefur því grandað yfirfall af vikri úr Heklu, hvar af skógurinn visnar upp; þar með hefur hann og eyðzt fyrir yrking manna smám saman“. Dímonarhólmi. — „Dímonar- hólmi hét býli við Dimon ogso í Stóradalslandi. Þess fyrsta byggð muna menn ei, byggingin hyggja menn annars haldizt hafi full tuttugu ár. Kann ekki aftur byggj- ast, því graslendið er mestallt af fyrir sandi og blástri og heyskapur enginn“. Þannig er lýsingin á Rauðuskriðum í byrjun átjándu aldar. Stóra-Mörk. — „Skóg á jörðin nú næsta gagnlítinn og til kolgjörð- ar ekki brúkandi nema með yfir- legu. Fyrrum var hann miklu betri. Hefur hann eyðzt af skriðum og brúkun manna“. Hólar (Eyvindarhólar) — „Skóg- ur er kirkjunni eignaður í Langa- nesi, sem kallast Hólaskógur í hennar máldögum, en nú er hann öreyddur og að svo litl” sem engu gagni. Árnessýsla Loks birtast hér lýsingar nokk- urra merkra sögustaða í Árnes- þingi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.