Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 16
520 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE ÞETTA er spil úr heimsmeistarakeppn og áttust við Bandaríkjamenn og ítali A 10 7 5 4 V 10 6 4 ♦ — * G 10 7 5 4 2 A Á V K D 3 ♦ Á K D 4 3 2 * K 3 * KDG32 V G 2 * G 7 6 5 * Á 9 * 986 V Á 9 8 7 5 ♦ 10 8 * D 8 6 Bandaríkjamenn voru A-V (hvorugii í hættu) og sagnir þeirra voru þessar: A s V N 2 1. pass 2 t. pass 3 t. pass 3 hj. pass 4 hj. pass 5 hj. pass 6 hj. pass pass pass Sögnin var skynsamleg, en spilið er tapað vegna þess að spaði kom út og S hafði 4 tígla, en N engan. Á hinu borðinu sögðu ítalir 3 grönd og unnu auðvitað. SVANUR Á HEIÐI. — Við fyrstu sýn mun sumum finnast sem mynd þessi sé tekin af tjörninni í Reykjavík, en svo er ekki. Myndin er tekin inni á öræfum, skammt frá Geldingaá, sem er innan við Gljúfurleit upp með Þjórsá. En inni í óbyggðunum má víða heyra svanasöng á sumarkvöldum, því að þar eiga svanir sér bústaði, frjálsir og óháðir. Ljósm. vig. Eg veit hvar álft frá veiði fer, af víði köldum svifin, og fjöður hálf þar engin er og ekki sauri drifin. Á breiðum vængjum fer hún frjáls með fjallabeltum háum og speglar mjallahvítan háls í heiðarvötnuin bláum. , (Þorst. Erl.) LITLI-GEVSIR Hjá Reykjum í Ölfusi er mesti fjöldi af hverum. Þar er Litli-Geysir fyrir of- an túnið norðanvert. Hann hefir áður gosið miklu meira en nú (1883). Fyrir hér um bil 20 árum gaus hann hér um bil 20 fet í loft upp, og við landskjálft- ann 1829, er sagt að hann hafi gosið engu minna en Geysir hjá Haukadal. Sagt er að Litli-Geysir hafi áður verið fyrir innan ána í Hveragerði, en hann færði sig 1597 við Heklugos. í annál- um Björns á Skarðsá segir: „Þá hvarf stóri hverinn í Hveragerði fyrir sunn- an Reyki, og kom upp annar fyrir ofan túnið á Reykjum, sem er enn í dag, og gýs mjög, þó eigi sem sá hinn stóri hafði áður gosið, því um veginn hafði ekki verið óhætt að ferðast, sem lá mjög nærri honum, svo sem nú má sjá vöxt og merki til, því þar er enn eftir hverastæðið vítt með vellandi vatni“. Líklega eru skálar þær, er menn kalla Árnahveri, leifar af hinum forna Litla-Geysi. (Þorv. Thoroddsen) FRAFALL ÞORLÁKS BISKUPS Sjöunda dag jóla 1656 (gamlársdag) bar svo til á Hólum, að 2 menn gaml- ir voru grafnir í einni gröf. Stóð yfir grefti þeirra biskupinn herra Þorlákur Skúlason og fleira fólk. Tók hann þá að fá kulda og verk í fæturna; varð varla vermdur, svo heitt yrði; tók þá kuldinn að leggja fyrir lífið. Lagðist þá og var þjónustaður áttadag, en deyði 11. dag jóla, 4. janúar. Áður hann deyði gaf hann Hólakirkju krossmark- ið, sem þar er yfir kórdyrum og prédikunarstólinn fyrir leg sitt, og kvað það ekki skyldu reiknast henni annan veg; hafði hann keypt kross- markið fyrir '20 dali, en stólinn fyrir 30. — (Vallholtsann.). GULLBRUÐKAUP áttu þau Páll Melsted sagnfræðing- ur og frú Þóra hinn 13. nóvember 1909. Þennan sama dag átti brúðguminn 97 ára afmæli. Hann var þá orðinn stein- blindur og karlægur. Þeim hjónum var flutt ávarp frá fjölda bæarbúa og svar- aði Páll því liggjandi í rúminu og höfðu menn orð á hvað honum mælt- ist vel. EKKERT TJASL Nökkvann ljóðs fyrir njóta stáls negli eg saman með orðum. Stuðlar hljóðs og stofninn máls stendur samt í skorðum. (Þórður á Strjúgi)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.