Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 15
LEbi: )K MORííUNBliAÐSINS 519 ÁLAGABLETTIR til þess að geta ákveðið hvort gömul fiðla sé ósvikin. Hann sér það undir eins og hann lítur á hana. Hann athugar lagið, smíðar- efnið, gljákvoðuna og handbragðið. áður en hann kærir sig um að opna kassann. Hann þarf að hafa glöggt auga, meðfæddan skilning á smíð- arlagi og ævilanga reynslu, til þess að hann geti kallast sérfræðingur á þessu sviði. Eg byrja ætíð á því að líta á bakið á fiðlunum, og þá sé eg venjulega undir eins hver smíð- að hefir. Svo athuga eg allan kass- ann, ff-götin á lokinu og útflúrið. Sé þetta gert er auðséð á auga- bragði hvort um eftirlíkingu er að ræða. Meiri vandi er að kveða upp úrskurð þegar um gamla og við- gerða fiðlu er að ræða. Þá þarf maður að gæta sín betur. En ef eg get ekki gefið úrskurð eftir svo sem þrjár mínútur, þá er eitthvað bogið við fiðluna.---- Það eru ekki nema örfáir slíkir sérfræðingar til í heiminum. En meðal þeirra má nefna, auk Her- manns, þá Francais í París, Hamma í Stuttgart, Hill í London, Möller í Amsterdam og Wurlitzer í New York. Þessir sérfræðingar benda á, að það sé ekki fullnægjandi að rann- saka efnivið og gljákvoðu fiðlanna efnafræðislega. Á aldur efnisins er ekki að treysta, því að slyngir fiðlu -smiðir ná sér oft í gamalt efni. Gljákvoðan, sem á að vera „fram- leiðsluleyndarmál“, fer að taka efnabreytingum eftir tvær aldir og því ekki á hana að treysta. Vörumerki hafa og litla þýð- ingu, enda þótt óbrigðult vöru- merki hækki mjög verð fiðlunnar. Falskt vörumerki getur ekki villt sérfræðingi sýn. Hann veit hver efnablöndun pappírs var fyrir 200 árum. Hann veit líka, að um skeið voru framleiddar í Þýzkalandi fiðlur með vörumerki Stradivari, og að þessar fiðlur voru ekki nema Féþúfa Á kotbæ einum vestur í Staðar sveit, skammt frá Búðum, er fólgið fé í þúfu einni í túninu. Þúfuna má ekki slá, því ef svo er gert, stendur þar ólán af. Kaupmaður einn á Búðum heyrði þetta, og vildi reyna hvað satt væri um þúfuna. Einn góðan sumardag fer hann til bæarins og hafði með sér menn nokkra. Ætlaði hann að grafa upp þúfuna, og var hann þó beðinn aff 5 dollara virði. Slíkt er nú ekki leyfilegt lengur. Fiðlusalar vita upp á hár hvar allar dýrmætustu fiðlur eru niður- komnar og hverjir eru eigendur þeirra. Því> var það 1919, er hinni frægu „Gibson“ Stradivari-fiðlu frá 1713, var stolið af hinum fræga fiðluleikara Bronidas Huberman á gistihúsi í Wien, og fiðlusala var boðin hún fáum klukkustundum seinna, þá þekkti hann hana undir eins og gerði lögreglunni aðvart. í heimsstyrjöldunum tveimur fóru margar frægar fiðlur forgörð- um og sjást sennilega aldrei aftur. Á sinni löngu ævi hefir Emil Hermann aðeins einu sinni rekist á dýrmæta fiðlu, sem enginn vissi um. Það var í skranbúð í Posen, sem þá var í Þýzkalandi. Þetta reyndist vera ósvikin Stradivari- fiðla. Rannsóknin á gömlu fiðlunum hefir leitt af sér harðar deilur stefnur og málaferli — og nú sein- ast hin miklu málaferli í Bern. Dómsmenn, lögfræðingar og sér- fræðingar eru önnum kafnir, en þeir sem þóttust eiga dýrmætar fiðlur, eru milli vonar og ótta. Fram að þessu hefir enginn árang- ur- náðst, aðeins umstang og erfiði. (Úr „Star Weekly Magazine", Toronto) gera það ekki. Stakk hann þá sjálf- ur upp þrjá hnausa, því enginn vildi gera það, en hann helt að sér mundi ekki verða slíkt að meini. En í sama bili líður yfir kaupmann og lá hann litla stund í óviti. Þeg- ar hann raknaði við, stakk hann enn upp nokkra hnausa. Fór það á sömu leið, að yfir hann leið, og lá hann þá mun lengur í öngvitinu, en hið fyrra sinn. Ekki lét hann þetta á sig bíta, og hvað sem hver sagði, fór hann enn til í þriðja sinn. Var þá liðið á dag. En þegai hann var búinn að stinga upp þrja hnausa enn, fell hann í þriðja sinn í öngvit og var það miklu ógurleg- ast. Var hann borinn heim eins og dauður og raknaði ekki við fyr en um morguninn. Vildi hann þá ekki reyna framar á þetta, enda voru þá allir fúsastir á að hætta, og voru hnausarnir lagðir niður og hefir enginn hreyft við þúfunni síðan. (Þjóðs. Jóns Árnas.) Andrahaus I Skarðslöndum fyrir vestan er ey ein, sem Hólaey heitir. Norður úr henni gengur höfði einn, hálf- klipinn frá eynni, og heitir hann Andrahaus. Hausinn er nokkuð víð- lendur ofan, og mjög grasi vaxinn, en sú er trú að ekki megi slá hann. Einu sinni lét bóndinn á Skarði, hver sem það nú var, slá hausinn og nirða af honum heyið. En haust- ið eftir vildi svo til, að margt af Skarðs-fénu flæddi og drapst, ekki einungis það, sem gekk í Hólaey og Andrahausi, heldur og það sem var í hinum eyunum. — Síðan hef- ir Andrahaus aldrei verið sleginn, og haft er það eftir Kristjáni Magnússen kammerráði, sem nú býr á Skarði, að aldrei skuli sér verða það að láta slá hann. (Krist- ján dó 1871). (Þjóðs. J. Á.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.