Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 4
508 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sandur einn, enda stefndi hlaupið kringum skerið, suður úr Grjótum, fyrir vestan Skálmarbæarhraun. Jafnskjótt sem þeir fóru úr sker- inu, kom hlaupið fram Kúðafljót, milli Skálmarbæarhrauna og Leið- vallar. Var ótrúlega mikið flug á því, er það kom fram fljótið. Fyllti það upp bilið milli Leiðvallar og hraunanna, svo það tók upp í miðj- ar brekkur fyrir vestan Leiðvöll. Þegar þeir komu til Skálmarbæar- hrauna var flóðið komið þar fast að bænum. Var það því þeirra fyrsta verk að bjarga öllu úr bæn- um, sem hægt var að flytja burtu. Gekk það vel, enda voru þar að verki um 20 karlmenn. Fluttu þeir það upp á hraunbrúnina, sem er þar fyrir ofan bæinn. En heimilis- fólk allt og aðkomumenn gistu um nóttina í fjárhúsi nokkru, sem er lengra uppi í hrauninu. En eigi varð þeim svefnsamt um nóttina. Alltaf var kolniða myrkur, nema þegar eldingar komu og leiftur, en þá varð furðulega bjart. Þrumur kváðu við í sífellu og dynkir miklir, en þess í milli heyrðist dimmur vatnsniðurinn allt í kring. Jafnan dreif vikur, smágerðan, og olli hann mestu um myrkrið. Þegar morgna tók þótti vænlega áhorfast að eigi helzt myrkrið, heldur birti af degi Þegar bjart var orðið sáu þeir að vatnsflóðið mundi runnið af að mestu, en eftir sátu hrannir mikl- ar og hrikalegar jökulborgir. Fóru þeir nú að vitja um bæinn, og hafði vatn runnið allt í kring um hann um nóttina. Nú var vatnið hlaupið burt, en eftir sat á stéttinni við húsið mittishá jakahrönn. Letu þeir nú eftir hestana og fóru gangandi suður að Skálm. Reyndist hún vatnslítil; óðu þeir hana og helt svo hver heim til sín sem hraðast. Urðu menn fegnir komu þeirra, og þótti sem þeir væri úr helju heimtir. 1 Meðallandi var hættast komið fólkið á Söndum. Stendur bærinn á hólma í Kúðafljóti. Var því eng- in leið til undankomu önnur en flýa yfir fljótið, en þar skall vatns- flóðið að baki, er fólkið var ný- sloppið austur yfir“. Aðrir en þeir, sem nú hafa verið taldir, lentu ekki í bráðum lífs- háska, og þetta mikla hlaup, er kom svo skyndilega, varð ekki neinum manni að bana, og þótti það mikil mildi. En margar skepnur fórust, 37 hross og mörg hundruð sauðfjár, aðallega úr Meðallandi og Álftaveri. Undir kvöldið breyttist veður mjög á þessum slóðum. Gerði þá öskufall eða ískalda sandslyddu. Reiðarslögin voru látlaus og komu þau úr mökknum, svo ótt og títt, að enginn mundi annað eins. Varð mönnum ekki svefnsamt við slíkar hamfarir náttúrunnar, enda var aðbúnaður margra ekki góður þessa nótt, þar sem fólkið hafði orðið að flýa heimili sín og leitað á hæstu staði til þess að forða lífinu. FRÁ REYKJAVÍK sást mökkurinn skömmu eftir að gosið hófst og bar hátt við heiðskíran himin. Er þó rúmlega 150 km. bein loftlína hér á milli. Var mökkurinn hvítur að Sjá og hnyklaðist hærra og hærra. Þegar dimma tók sáust eldglampar og eldstrókar í mökknum. Mátti svo að orði kveða að allt austur- loftið hafi sýnzt sem eitt eldhaf þegar dimmt var orðið. Seint um kvöldið safnaðist múg- ur og margmenni saman hjá Skóla- vörðunni til þess að horfa á þessa furðusjón, og stóðu margir þar langt fram á nótt. Mun engum þeirra geta gleymzt, meðan líf end- ist, hve stórkostlegt og ægifagurt var að horfa á þennan hrikaleik náttúrunnar. Mökkinn bar norðan við Hengla- fjöllin og áður en myrkrið skall á, var nokkra hríð svo að sjá sem eldhjálmi hefði verið steypt yfir hann. En þegar dimmdi hófst slíkt flugeldaskrúð, að enginn maður hafði séð annað eins. Voru það leiftrin í guíumekkinum. Þutu eldingarnar í bendu hver um aðra og voru oft tugum saman á loftinu í senn. Voru sum leiftrin svo björt, að náttmyrkrið rofnaði í svip og sást þá glöggt fjallahringurinn í austri, en menn fengu ofbirtu í augun. Einstaka sinnum brá fyrir eldrauðum bjarma, og þóttust menn vita að hann væri upp af eldinum í gígnum. Áður en tók að dimma höfðu menn reynt að mæla hve hár gufu- strókurinn mundi vera, og komst fær reikningslistarmaður að þeirri niðurstöðu, að hann mundi vera um 12 km. á hæð, eða 36.000 fet. En þó virtist mönnum sem hann hækkaði enn eftir það. — Þetta kvöld sáust leiftrin í gos- inu mjög víða um land. í Vest- manneyum munu þau hafa blas- að einna bezt við, enda varð þar oit bjart sem um miðjan dag, þeg- ar mest gekk á. Eins mun hafa verið í Rangárvallasýslu og Árnes- sýslu og einnig um Borgarfjarðar- hérað. Á Snæfellsnesi sást gosið mjög greinilega og þangað heyrð- ust svo miklir dynkir, að þeir heldu vöku fyrir mönnum um nótt- ina. Líkt var á Hólmavík að þang- að heyrðust gosdynkirnir og bloss- arnir sáust vel. Um allt Norðurland, vestan frá Húnavatnssýslu og austur í Öxar- fjörð, sáust eldblossarnir, vegna þess hve loft var bjart. En næstu nótt lagði gosmökkinn norður, og kom þá öskufall á Akureyri, í Bárð- ardal og Mývatnssveit Pollurinn á Akureyri var nýlagður og varð svellið grátt af öskunni. En dag- inn áður hafði verið svo mikið öskufall á Rangárvöllum, að menn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.