Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1958, Blaðsíða 12
516 LESBOK MORGUNBLAÐSINS LISTIR Frú Vigdís Kristjánsdóttir hafði sýn- ingu í Reykjavík á vefnaði og vatns- litamyndum (9.) Örlygur Sigurðsson hafði sýningu á málverkum í Reykjavík (13.) í Hafnarfirði var samsýning nokk- urra listmálara (13.) Fyrsta viðfangsefni Þjóðleikhússins á þessu leikári var „Haust“ eftir Kristján Albertson (21.) Ágúst F. Petersen hafði málverka- sýningu í Reykjavík (25.) FÉLAGSMÁL Verkamannafélagið Dagsbrún í Reykjavík boðaði verkfall (16.) Fyrir milligöngu sáttasemjara tókst að af- stýra því og samningar gerðir um 9— 9,5% kauphækkun (23.) Aðalfundur Stéttarsambands bænda var haldinn í Bifröst í Borgarfirði (4. og síðar) Stofnað var í Reykjavík Nemenda- samband Samvinnuskólans (6., 18.) Bæarráðstefna Vestur-, Norður- og Austurlands var haldin á Sauðárkróki (13.) Félag áfengisvarnanefnda var stofn- að á Snæfellsnesi (21.) Æskulýðsráðið helt námskeið fyrir forustumenn æskulýðsfélaga (21.) KIRKJUMÁLEFNI Gufudalskirkja átti 50 ára afmæli og var þess minnzt með hátíðlegri athöfn (7.) Fór fram fyrsta guðsþjónusta í hinni nýu kirkju Óháða safnaðarins í Reykja -vík (11.) Héraðsfundur Eyafjarðarprófasts- dæmis var haldinn að Möðruvöllum í Hörgárdal (13.) Brjánslækjarkirkja varð 50 ára og var þess minnzt með hátíðarguðsþjón- ustu (13.) Kirkjuhátíð var haldin að Reykhól- um (19.) Aðalfundur Prestafélags Austurlands var haldinn í Fáskrúðsfirði (25.) Nýtt pípuorgel vigt í Norðfjarðar- kirkju (28.) Brautarholtskirkja á Kjalarnesi átti 100 ára afmæli. Hafa farið fram á henni gagngerar endurbætur og í tilefni af- mælisins var héraðsfundur Kjalarness- prófastsdæmis haldinn þar (30.) FRAMKVÆMDIR Á rúmu ári hefir bæarstjórn Reykja- víkur útrýmt um 150 heilsuspillandi íbúðum í bröggum og skúrum (5.) Reykjavíkurbær er nú að láta gera tvö stærstu holræsi, sem til eru á ís- landi (5., 18.) Vegamálastjóri fór könnunarleiðang- ur yfir Sprengisand til að athuga um vegargerð þar milli landsfjórðunga (12.) 1 Þykkvabæ er mest kartöfluræktun hér á landi. Nú fengu þeir stórvirka uppskeruvél og reyndist hún vel. Þetta er í fyrsta skifti að slík vél er notuð hér á landi (17.) Ný prentmyndagerð hóf starfsemi í Hafnarfirði (17.) Skipaútgerð ríkisins héfir samið við hollenzka skipasmíðastöð um smíði á nýu strandferðaskipi, sem á að vera í förum milli Reykjavíkur — Þorláks- hafnar — Vestmanneya og Hornafjarð- ar (20.) Radíófjölsími milli Reykjavíkur og Borgarness var tekinn í notkun (20.) Stóri jarðborinn hefir að undanförnu verið hjá Reykjakoti í ölfusi að bora eftir gufu handa væntanlegri þunga- vatns-verksmiðju. Borað var niður í 650 m dýpi og kom þar upp gufugos (21.) FJÁRMÁL OG VIÐSKIFTI Stofnaður var Björgunarskútusjóður Austurlands (13.) Framfærsluvísitala í Reykjavík var 204 stig, hafði hækkað um 2 stig. Kaup gjaldsvísitala er 185 stig til nóvember- loka (14.) — Hætt er við að vísitala hækki nú óðum, því að verðhækkanir verða á öllum sviðum, svo um munar. Stórfelldar hækkanir urðu á mjólk og mjólkurvörum, 9—31% (10.) Verð á fiski hefir hækkað allt að 29% (11.) Verðhækkanir á brauði nema 11—16%. Verð á kindakjöti og slátri hækkað um 20% (19.) Verð á kartöflum, rófum og eggjum hækkað sem svarar 50% (23.) Þá hefir og verið leyfður aukinn milli- liðagróði, hækkun á verslunarálagn- ingu bæði í heildsölu og smásölu (18.) V*rð á síldarmjöli hækkaði um 54% (13.) Á 10 árum hefir ísland fengið 100 miljónir króna fyrir þjónustu við er- lendar flugvélar (16.) Styrkir voru veittir úr hugvísinda- deild Vísindasjóðs, þar á meðal 30 þús. kr. til orðabókarnefndar Háskólans (23.) Vöruskiftajöfnuður var hagstæður um 9.654 þús. kr. í ágúst (24.) Borgarlæknir í Reykjavík hefir mót- mælt því hve léleg sú mjólk er sem send er utan af landi til Reykjavíkur (28.) MENN OG MÁLEFNI Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri var heiðraður af Alþjóðasambandi flug- málafélaga (3.) Jóhann Þorsteinsson kennari var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.