Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 8
424 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE * D 7 5 V K 2 * 7 2 * A G 10 9 7 4 A A K 8 2 V A 10 8 3 ♦ K G 5 + D 8 Suður komst í 3 grönd. Út kom T10 og A drap með drottningu. Nú mundi margur í S sporum hafa hrósað happi út af því að geta drepið drottningu með kóng. En er það rétt? Við skulum athuga spilið betur. S getur ekki unn- ið, nema því aðeins að hann fái lauf- slagina. Ef hann drepur og slær út laufi, er ekki víst að V hafi kónginn. A getur alveg eins haft hann og þegar hann hefir fengið slag, slær hann út tígli og þá fær V slagi á alla tígla sína, og spilið er tapað. Rétt er að gefa tíguldrottninguna. A slær tígli út aftur, og nú er sama hvað V gerir, spilið er unnið. N V A S A 10 9 6 ¥ D 9 7 6 5 ♦ D 4 4» K 5 2 A G 4 3 ¥ G 4 ♦ A 10 9 3 6 2 «63 SANDGER.ÐI. — Yzt á Rosmhvala- nesi er hin mikla veiðistöð Sandgerði. Sögn er að þar hafi áður heitið Sáð gerði, því að þai hafi verið akrar mikl- ir á landnámstíð. Sagt er og að þar hafi verið starengi mikið og frítt, en er nú löngu horfið. Þarna er einna skemmst á miðin á vetrarvertíð og hef- ir þar því verið gerð höfn og reistur innsiglingarviti. Svonefnd Býrarskers- eyri gengur fram milli Býarskerja og Sandgerðis og veitir höfninni nokkurt skjól. En þar er brimasamt og var siglingaleið hættuleg áður en vitinn kom. — Hér sést vitinn og höfnin í Sandgerði. (Ljósm. Á. Ó.) MÁLVERKASÝNING 1 ágústmánuði 1908, eða fyrir 50 ár- um, var málverkasýning í Góðtempl- arahúsinu í Reykjavík Rithöfundur- inn Jón Trausti sagði svo um sýning una í „Lögréttu": „Maðurinn, sem hef- ir málað heitir Jóhannes Sveinsson. Það er gamla sagan, sem hér endur- tekur sig. Maður með óslökkvandi löngun til þessarar listar, fær sér liti r" lé’ ' fei að mála tilsagnarlaust r tilsögn — heldur engin ini til að afla sér hennar. Tvennt er það sem mest ber á, er litið er á þessar myndir. Það er eðlisgáfan og lærdómsleysið. Hvað verður nú íslandi úr þessu listamannsefni?" — Þessi unglingur er nú listamaðurinn Jóhannes Kjarval. REGLUBUNDNAR PÓSTFERÐIR hófust milli íslands og Danmerkur fyrir 180 árum, eða árið 1778. Fyrstu 80 árin voru það seglskip, sem fluttu póstinn, en fyrir 100 árum kom fyrsta póstgufuskipið til Reykjavíkur. Það hét „Victor Emanuel" og var því vel fagnað. (Það var síðar skírt upp og kallað „Arcturus"). Með skipinu kom dr. Konrad Maurer og ferðaðist hann hér um land sumarið 1858. Hann kunni íslenzku og vildi helzt að allir töluðu við sig á íslenzku. Á einum bæ í Norð- urlandi urðu þeir félagar að vekja upp um miðja nótt. Og er bóndi kom út, vatt dr. Maurer sér að honum og sagði: „Blygðast má ég mín að gera yður þenn an óskunda". Þótti bónda svo merki- legt að vera þannig ávarpaður af út- lendingi, að hann sagði hverjum frá er heyra vildi. GENGIÐ NORÐAN KJÖL Nú eru rétt 50 ár síðan að fjórir menn fóru fótgangandi yfir Kjöl, frá Norðurlandi til Suðurlands. Það voru þeir Jóhann Sigurjónsson skáld, Magnús Matthíasson Jochumssonar, Stefán Björnsson og Lárus Rist kenn- arar við gagnfræðaskólann á Akur eyri. Þeir lögðu af stað frá ' ’"eyri 29. júlí, komu til Hveravalla 2. ágúst og náðu byggðum í Árnessýslu 4. ágúst. Jóhann var með leikritið Fjalla-Ey- vind í smíðum um þetta leyti, og fór hann þessa för til að kynnast öræfun- um. þar sem Eyvindur og Halla höfð- ust við i útiegð sinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.