Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 419 máli, enda óvíst að mönnum sé það ljóst enn. Fyrst má þá geta þess, að hér er öllum bókasöfnum opnuð leið til þess að eignast gamlar og ófáan- legar bækur, sem enginn bókaút- gefandi treystist til að gefa út. Og þau þurfa ekki, fremur en þau vilja, að fá bækurnar 1 heilu lagi þau geta fengið kafla og kafla úr þeim, nokkurs konar sérprentanir. Þessar „mikro“-bækur eru ekki rúmfrekar. Geyma má þær í litl- um stokkum eða skúffum eins og spjaldskrá. Og vegna þess að 4 blöðin er letrað hvað á þeim stend- ur, þá eru þau einna líkust spjald- skrá, sem auðvelt er að ganga að. Þetta kemur sér vel, þar sem húsa- kostur er lítill, og yfirleitt er húsa- kostur allra bókasafna hér á landi allt of lítill, en stækkun húsa- kynna óviðráðanleg vegna kostn- aðar. Það væri því ekki lítill bú- hnykkur fyrir þessi söfn, að geta aukið bókakost sinn margfalt, án þess að þurfa að bæta við sig hús- næði fyrir hann. Allar bækur eru forgengilegar, en hér er fundið ráð til þess að bjarga dýrmætum bókum áður en tímans tönn nagar þær upp til agna. Og kostnaðurinn við það er talinn hverfandi lítill á móts fúð hitt, að afrita þær, eins og gert hefir verið. Afritun er nú orðin svo dýr, að slíkt má kalla frágangs- sök. Þá er ekki síður mikils um það vert að geta bjargað gömlum hand ritum og skjölum frá tortímingu. Öll skjöl hverju nafni sem nefnast, eru forgengileg. Þótt pappírinn í þeim sé sterkur, hættir skriftinni við að mást. og fölna, því að ekki var alltaf gott blekið, sem notað var. Hér í söfnunum eru fjölda mörg skjöl, sem ef til vill verða orðin ólæsileg eftir nokkra áratugi. Ef um merk skjöl er að ræða, er sjálfsagt að endurnýa þau á Lesvélin er lítil handhæg og ódýr. „mikro-filmu“ svo þeim sé forðað frá tortímingu. En það væri líka heppilegt að ljósmynda þannig fjölda annara skjala, svo að þau geymist þar sem auðhlaupið er að þeim hvenær sem er. Og þetta á ekki aðeins við um skjöl í söfnum, heldur einnig skjöl ótal fyrirtækja og opinberra stofn- ana. Hverja þýðingu hefði það t.d. fyrir Reykjavíkurbæ, ef allt skjala- safn hans væri komið á „mikro- filmur“ og því öllu raðað sem hand hægri spjaldskrá? Það mundi eigi aðeins spara vinnubrögð stórkost- lega, heldur einnig húsrúm. Sama gildir um skjöl fyrirtækja, sem eiga skjöl sín í otal fyrirferðar miklum bindurum, en gæti orðið svo fyrirferðarlítil, að skrifstofu- stjórinn gæti haft þau öll í skúff- um inni í skrifstofu sinni, án þess að verða var við nokkur þrengsli af þeim. Þetta á við um verslunar- fyrirtæki, atvinnufyrirtæki, alls konar stofnanir, lögfræðiskrifstof- ur o. s. frv. Það er eigi aðeins hægt að gera „mikro-filmur“ af prent- uðu máli, heldur einnig vélrituðu og skrifuðu með penna. Fyrir vísindamenn getur þetta haft afar mikið gildi, þeir geta komið sér upp safni þeirra bóka. er þeir helzt þurfa, og í þetta safn geta þeir bætt „sérprentunum“ af ýmsum greinum bæði í blöðum og tímaritum. En svo geta þeir einnig fengið filmur með fróðleiksgrein- um, sem aldrei eru gefnar út, held- ur liggja einhvers staðar í handrit- um. Sennilegt er, að áður en langt um líður, hafi flest bókasöfn feng- ið sér „mikro“-myndavélar, og bá er opin leið til nánara samstarfs milli þeirra. í hverju safni eru til dýrmætar bækur og handrit, sem ekki má ljá öðrum söfnum. Það er of mikil áhætta að láta slíka dýr- gripi frá sér fara, eða senda þá landa á milli. En nú gerist þessa ekki þörf lengur. Söfnin geta beð- ið hvert annað að senda sér filmur af þessum bókum eða skjölum. Hvert safn, er fær slík tilmæli, læt- ur þá taka „mikro-filmur“ af því, sem óskað er eftir og sendir þær. Bækurnar og skjölin eru kyr á sín- um stað, en þó hefir nú annað safn fengið eintak af þeim. Sama máli gildir ef einstaklingar óska eftir að fá eintak af einhverri bók, ritling, skjali, grein eða mynd. þá lætur viðkomandi safn gera af því filmu og sendir hana. Allt slíkt er hægt að senda í pósti, því að ekki er þunganum fyrir að fara á móts við bækur. Og ekki þarí heldur að vátryggja slíkar send- ingar fyrir stórfé, einsog vera mundi, ef fágætar bækur væru sendar langar leiðir. Þessi nýu „bókasöfn" eru og þægileg að því leyti, að menn geta flutt þau með sér hvert sem þeir fara. Það er býsna stórt bókasafn eða skjalasafn, sem hægt er að koma fyrir í einni handtösku. Hér er aðeins drepið á fátt af mörgu. Menn vita ekki enn hve yfirgripsmikið þetta getur orðið með sívaxandi tækni. Ef til vill er þess ekki langt. að bíða, að hægt verði að sjónvarpa um allan heim. Þegar svo er komið, getur t.d. ein- hver í Japan símað til bókasafns eða skjalasafns í Bandaríkjunuxn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.