Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 6
422 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS konungur til sögunnar. Mjög er það nú dregið í efa, að honum hafi fyrst og fremst gengið það til að verja trúfrelsi mótmælenda, held- ur er talið að hann hafi ætlað að notfæra sér klofninginn og glund- roðann meðal þýzku höfðingjanna og gerast sjálfur keisari yfir öllu landinu, þegar kaþólskir hefðu ver- ið brotnir á bak aftur. Sigurför Gústafs Adolfs er alkunn. Hann hefur hér nyrðra jafnan verið tal- inn einhver hin göfugasta hetja sem Norðurlönd hafi alið. Hefur því sérstaklega verið haldið á loft hér norður frá, hve mildur og mannúðlegur Gústaf hafi verið og allt öðru vísi á því sviði en höfð- ingjar samtímans, enda hafi hann ekki leyft hermönnum sínum rár og sjálfur verið manna óeigin- gjarnastur. En ekki er alveg ófróð- legt að kynnast því, hvað sagnrit- arar Munchen-borgar frá þessum tíma hafa af konungi þessum að segja, eins og hann kom þeim fyrir sjónir, eftir að hann hélt innreiÖ sína í borgina 17. maí 1630, að her- toganum flúnum. Borgarstjórnin bjóst í fyrstu til varnar, en sá bráð- lega að ekki mundi duga. Voru þá reyndir samningar við Svíakon- ung. Var hann lengi tregur og var það fyrst eftir „allra auðmjúkustu bænir vorra ráðsherra“, að kon- ungur lofaði að þyrma borginni við bruna og ránum, ef honum yrðu greiddir 300 þúsund dalir. Þetta var stórfé, og var peningum, gulli og djásnum úr dýrum málmum safnað saman meðal borgaranna Létu flestir allt, sem þeir áttu af slíku, en þó borgarbúar tíndu allt upp úr hirzlum sínum tókst ekki að safna nema 40 þúsund gyllinum Gústaf Adolf gekk um borgina og þótti hún harla fögur. En ekki hélt hann loforð sitt um að borgin skyldi sleppa við rán og leyfði her- mönnum sínum að fara þar ráns- hendi að vild. Konungur kom brátt auga á listaauðlegð borgarinnar sjálfrar, en umhverfið þótti hon- um minna í varið. Sagði hann að borgin væri „eins og gullinn söðull á horaðri bikkju“. Sérstaklega þótti honum mikið koma til her- togahallarinnar. Sagði hann að sér þætti mest fyrir því, að geta ekki skotið undir hana hjólum og dregið hana á burt með sér. En til þess að verða ekki af allri dýrðinni, rændi konungur hlífðarlaust því, sem honum sýndist, af gripum hallar- innar og bókum úr safni hennar. Gömlu sagnaritararnir, sem þá voru uppi í Munchen og rituðu um þessa atburði, láta mjög af því hvílík skelfing hafi af Svíum staf- að og voru dagar þeirra í borginni lengi hafðir í minni og þóttu hinir verstu. Blómatími og styrjaldarrústir Svo liðu aldirnar og á ýmsu gekk. Bráðasóttir geisuðu og eyddu næstum því borginni af mannfólki. En alltaf rétti hún við aftur og fögur var hún sem forðum. Árið 1777 var aldauða karllegg- ur Wittensbachanna á hertoga- stóli í Múnchen. Var þá kallaður til ríkis Karl Theodór, kjörfursti af Pfalz, en hann var af ætt þess- ari. Karl Theodór var mesti eyðslu- seggur. Pfalz-búar voru fegnir að losna við hann. Þeir sögðu að hann „kastaði peningunum út um glugg- ann, rétt eins og væru þeir fóður“ En Karl Theodór prýddi Múnchen á margan hátt og honum er að þakka hinn svonefndi „enski garð- ur“, sem er mjög fagur og borgar- búum til yndisauka. Er hann enn til í sinni gömlu mynd. Mikill frægðarljómi stendur um nöfn hertoganna, sem sátu í Múnchen á 19. öld og ber borgin í mörgu svip verka þeirra. Höfðu þeir þá fengið konungstitil. Lúð- vík I byggði listasafnið. Glypto- tek, sem var fyrsta saínhús lands- ins. Einnig hóf hann byggingu ann- ars safnhúss, sem nefnist Alte Pinakotek. Eru söfn bessi í röð hinna fegurstu í neiminum og er þar saman komið það, sem hertog- ar og höfðingjar borgarinnar höfðu safnað saman um aldir. Söfn þessi eru árlega heimsótt af ótölulegum fjölda fólks víðs vegar að úr heim- inum. Er þar að finna ýmsar perl- ur myndlistar Evrópu frá mörgum öldum. Fleiri söfn eru í borginni, svo sem Stadtische Galerie eða bæjarsafnið og er þar m. a. að finna hið fræga safn Kandinskys, en hann var hinn fyrsti, sem mál- aði svokallaðar „abstrakt“-myndir Er safn Kandinskys ný til komið og er mjög umtalað meðal lista- fólks. Alls eru talin vera 22 söfn og sýningarsalir í borginni. Múnchen er einnig mikill hljóm- listarbær og hefur lengi verið. Lúðvík II var mikill velunnari Ric- hards Wagners. Ekki varð þó úr að Wagner byggði leikhús sitt r Múnchen, en í borginni er að finna tvö söngleikahús og ýmis önnur leikhús. Tvö af þremur söngleika- húsum hennar eyddust í stríðinu. Tókst að bjarga innviðum og skrauti úr söngleikahúsi hertoga- hallarinnar og var lokið við að endurbyggja það nú í sumar og opnað þegar hátíðahöldin hófust. Er þar mjög fagur hljómlistarsal- ur og furðulegt, hvernig nútíma- menn hafa farið 'að endurbyggja svo gamlan sal. Víðs vegar um Múnchen eru listaverk og ýmis af þeim hin feg- urstu. Nokkur eru þar eftir hálf- landa vorn, Thorvaldsen, og gata ein er við hann kennd. Styrjöldin síðasta lék Múnchen mjög illa. Meira en þriðjungur borgarinnar lá í rústum eftir 66 loftárásir. Sjást þess miklar menj- ar, þrátt fyrir þrotlaust starf við endurbyggingu. Ýmis fögur hús brunnu og hrundu, meðal annars

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.