Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1958, Blaðsíða 2
418 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sá sem les af filmunum, lætur hana standa til hliðar við sig á borðinu. í henni er spegill, sem stækkar og endurkastar lesmálinu á borð eða vegg, og ekki þarf að vera myrkt í herberginu til þess að speglunin komi fram á hvítu blaði. Áður hefir aðferðin verið sú, er menn hafa gert „mikro- filmur“ af bókum og skjölum, að myndirnar hafa verið teknar á 100 metra langa filmræmu og húr. svo vafin upp sem kefli. Lands- bókasafnið hefir um nokkur ár átt slíka ljósmyndavél. í lesvélinni er líka útbúnaður fyrir þessi kefli, svo hægt er að lesa af þeim alveg eins og af filmublöðunum En blöðin eru miklu heppilegri heldur en lengjurnar. Mönnum getur orðið talsverð leit að ein- hverjum vissum blaðsíðum á lengjunni, en á filmblaðinu sjálfu stendur hvaða síður þar sé, og er ekki andartak verið að finna þá síðu, sem leitað er eftir. Lesvélin hefir einnig þann kost, að hún ex mörgum sinnum ódýrari en eldri lesvélar og mörgum sinnum fyrir- ferðarminni og handhægari. — Hefirðu ekki gaman að því að sjá Morgunblaðið í þessari út- gáfu? spurði Finnur og kom með tvö filmblöð. Á þessum tveimur blöðum var Morgunblaðið 17. júní 1958, sínar 10 síðurnar á hvoru blaði, allt lesmálið, og myndirnar svo skírar í lesvélinni, að þær gáfu ekkert eftir myndunum í blaðinu sjálfu. Það voru ekki nema 6 vik- ur síðan þetta blað var prentað hér í Aðalstræti, og nú var það komið á „mikro-filmu“ í Lands- bókasafni. — Ég sendi blaðið út til mynd- unar, sagði Finnur, til þess að ganga úr skugga um hvort hægt væri að varðveita íslenzku blöðin á þennan hátt. Eins og önnur blöð eru þau prentuð á lélegan pappír, og það var ekki víst að læsileg mynd næðist af þeim. En reynslan hefir nú orðið sú, að myndin er ágæt. Mér er ekki kunnugt um hvernig hún hefir verið tekin, en með henni fékk ég blaðið aftur al- gjörlega óskemmt. Líklega hafa verið teknar myndir af opnum, eða tveimur og tveimur blaðsíðum í senn, og þeim svo raðað á film- blöðin. Eins og þú veizt endist pappír- inn í blöðunum okkar illa, hann gulnar með aldrinum og verður stökkur og þolir lítt að vera hand volkaður mikið. Var ekki annað sýnna en blöðin mundu slitna og lesast upp til agna er stundir líða, en hér er fundið ráð til þess að geyma þau. Þessi filmblöð geta enzt von úr viti, og eru miklu end- ingarbetri en filmlengjurnar, því að við geymslu harðna þær og hættir til að springa og brotna þeg- ar þær eru raktar og vafðar upp Blöðin liggja alltaf flöt og ekkert reynir á þau, þess vegna eru þau líklega alt að því óforgengileg. En hér er ekki aðeins um það að ræða að varðveita dagblöðin frá tortím- ingu. Ef þau eru ljósmynduð, losnar maður við að binda þau og það má vel vera að myndirnar verði lítið dýrari en bandið, og veit ég það þó ekki, því að ég fékk ekki að borga neitt fyrir þessa til- raun. En hvað heldurðu að muni svo sparast mikið og dýrmætt rúm í bókahyllum, af maður losnar við blöðin? Einn árgangur af Morgun- blaðinu er nú fimm eða sex stór bindi, en sé hann „mikro“-mynd- aður, kemst hann fyrir í jafn mörgum umslögum!------------- Hvað er svo fleira merkilegt við þessa nýjung? Það, verður tæplega talið í stuttu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.