Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 16
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE + A D G V G 10 6 4 ♦ A 7 5 4 + 62 + 9 6 5 4 ¥ A 8 3 ♦ D 8 3 + D G 10 N V A S + - ¥ D 9 7 5 ‘ ♦ G 10 9 i + 9 8 5 3 + K 10 8 7 3 2 ¥ K ♦ K 2 + Á K 7 4 Suður gaf. Sagnir voru þessar: S V N A 1 sp. pass 3 sp. pass 4 gr. pass 5 hj. pass 6 sp. pass pass pass Út kom L D og S sýndist spilið unnið. Hann tók slagi á ás og kóng i laufi og trompaði svo eitt lauf, kom sér inn á T K og trompaði annað lauf. Þá kom S Á og nú sást að öll trompin voru hjá V. Hann hlaut því að fá slag á tromp og þar með var spilið tapað. S hefði unnið ef trompin hefði verið 1—3 eða 2—2 hjá mótstöðu- mönnum en það hefði hann átt að rannsaka strax, með því að slá út trompi. Þegar hann sér að A er tromp- laus, verður hann að breyta um spila- aðferð. Hann slær þá út hjarta og V fær þann slag. Síðan getur hann pint H D út úr A og fær þá einn slag á hjarta, en í hann fer lauf af hendi. Sóla r- d a g a r Að undanförnu hefir verið mikið sólskin á suðvesturlandi. Yfir Grænlands- jökli hefir verið háþrýstisvæði og hefir valdið hægri norðan og norðaustanátt hér, með heiðríkju hvern dag. En um nætur hefir verið frost og hefir gróðri því lítt farið fram. En kvenþjóðinni í Reykjavík finnst sumarið vera komið. og gengur léttklætt, þrátt fyrir kuldann, eins og hér má sjá. — Hægra meg- in við stúlkurnar tvær má líta eina af þeim nýungum sem hér hafa fest rætur. Er það járnstólpi með tímamæli. Hjá þessum stólpum geta menn lagt bílum sinum, sett peninga í mælirinn, og svo segir mælirinn sjálfur til um það hvenær leigutíminn er útrunninn. Venjulegast greiða menn gjald fyrir hálftíma, eða eina klukkustund. Þykir þetta gefast vel. — (Ljósm. Ól. K. Magnússon). ENN UM MANNSÆVINA Það eru víst til æði margar útgáfur af þulunni um mannsævina, er enn lifa á vörum manna. Hér er ein: Tíu ára, talið barn, tvítugur umboðsgjarn, þrítugur þrekinn maður, fertugur fullþroskaður, fimmtugur fellir aí, sextugur brúkar staf, sjötugur hárahvítur, áttræður er ónýtur, níræður niðjaháð, tíræður grafarsáð. REIÐ A STAG 1 Eyafirði bar svo við um haustið (1704), að prófasturinn séra Þórður Oddsson að Völlum kom heim, nokkuð drukkinn, og bar þar að sem stag var millum húsa. Hesturinn var á rennsli, en strenginn bar undir brjóst prests- ins, svo að hann fleygðist af hestln- um, fell til jarðar og stundi sárt, and- aðist innan fárra daga (Hestsannáll). Séra Þórður var sonur séra Odds Ey- ólfssonar í Holti undir Eyafjöllum. Hann varð fyrst kennari við Skálholts- skóla og síðan kirkjuprestur þar. Síð- an var hann kennari við Hólaskóla einn vetur, en tók við Völlum 1699. Hann var talinn fyrir öðrum mönnum og hinn ásjálegasti sýnum. Kona hans Valgerður Jónsdóttir, andaðist af harmi eftir hann. Dóttir þeirra, Ragn- heiður, átti Eggert Bjarnason að Skarði á Skarðsströnd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.