Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 2
266 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vísindin þekkja nú öfl, sem eiga rót sína að rekja til óefnislegs heims — utan við tíma og rúm. Það virðist æ ljósara, að það sem er fyr- ir utan hinn skynjanlega heim, er hið upphaflega — en úr því er efnis -heimur oKkar síðar tilorðinn. Fjórða víddin — og sú fimmta Einstein heldur því fram, að tím- inn sé fjórða víddin. Hinn þekkti enski eðlisfræðing- ur og stærðfræðingur J G. Bennet, forstjóri hinnar ensku ríkisstofn- unar, sem hefir með höndum sam- anburðarrannsóknir á heimspeki og náttúruvísindum, hefir unnið frek- ar úr hugmyndum Einsteins, og er kominn að þeirri niðurstöðu, að einnig sé til fimmta víddin í al- heiminum. Hann kallar hana „eilíf ð -arvíddina“, um leið og hann tekur skýrt fram, að „eilífð“ í þessu sam- bandi, eigi ekkert skylt við tíma- lengd. Þessi fimmta vídd er andlag eða sálræn vídd, í mótsetningu við hinar víddirnar, sem ná yfir efnis- heiminn. Bennet skilgreinir mis- muninn þannig, að þar sem í efnis- heiminum er til tilvera án verund- ar, er í fimmtu víddinni verundur án tilveru, þar sem efniskent efni er ekki til á þessu sviði. í sambandi við víddar-hugtökin, ber okkur að nefna uppfyllingar- kenningu (Komplementaritets- teori) prófessors Niels Bohr. Með uppfyllingarkenningunni sigraðist Bohr á viðfangsefni innan einda- eðlisfræðinnar, sem ekki var hægt að samræma rúm- og tíma- töflunni, sem vísindalegar náttúru- rannsóknir hingað til höfðu fylgt, en uppfyllingarkenningin hefir einnig átt mikilsverðan þátt í að skýra hinar heimspekilegu niður- stóður nýrra eðlisfræðilegra rann- sókna. Uppfyllingarkenningin fjallar meðal annars um það, að mótsetn- ingar eða andstæður, séu ekki tii, eins og við skiljum þær. Sérhver andstæðu-heild samanstendur af tveimur efnispörtum, sem fylla upp hvorn annan, og gera að einni heild, en við skynjum aðeins annan nlutann, eða annan helminginn, sem liggur innan hinna þriggja vídda, sem hugmyndaheimur vor nær yfir, en ekki þá heild, eða þann hluta, sem að baki liggur, eða hin- um megin er. Maðurinn hluti af æðri veru Að uppfyllingarkenningin hafi líka heimspekileg og trúarleg sjón- armið, er augljóst, segir hinn danski könnuður, Dr. Paul Goos, í fyrirlestrum um efnið: Trú í af- stöðu til nútíma vísinda, sem Dr. Goos hefir birt í bókarformi, og þar kemst hann að eftirfarandi niður- stöðu: Á grundvelli efnislegs og tölu- legs raunsæis, getum við í dag við- urkennt, að efnisheimurinn, með allt sitt tvískipta ástand, sé raun- verulega hluti hinnar sönnu og æðri víddar. Á sama hátt er hinn efnislegi maður hluti hins sanna manns. Hið líkamlega efni fæðist, lifir og deyr. Maðurinn deyr ekki — það sem deyr er hið forgengilega — hinn þriggja vídda efnislíkami — en tilvera æðri víddar mannsins heldur áfram. Hinn heimsþekkti franski líffræð ingur Lecomte du Noúy kemst að hliðstæðri niðurstöðu. Hann hefir samið margar bækur líffræðilegs efnis — sérstaklega er kunn ritgerð hans um eiginleika blóðsins og sáralækningar-aðferðina — en mesta athygli vakti hin kunna trú- arlega og heimspekilega bók hans. „Stefnumark mannkyns“, sem nú hefir verið þýdd bæði á dönsku og íslenzku. Þar setur hann fram „eiliíðarkenningu“ sína, þ. e. a. s. kenninguna um ákveðinn tilgang og markmið, bæði hvað snertir þró- un mannkynsins sem heildar, og hvers einstaklings. Hann bendir á, að þróunin, frá því augnabliki er hinn fyrsti lífsneisti tendraðist á þessum hnetti, hefir stefnt að einu marki: að gera mannsheilann að tæki andlegrar þróunar. — Eftir greinagóða skilgreiningu á líffræði- legum skilyrðum fyrir upphafi lífs- ins, kemst hinn heimskunni líffræð -ingur að þessari athyglisverðu nið- urstöðu: Leyfið mér að endurtaka, að engin staðreynd né getgáta er tii, sem skýrt getur uppruna lífs- ins, samkvæmt eðlilegri þróun. Að því er snertir uppruna lífsins, erum yið neydd til — hvort sem við vilj- um eða ekki — að viðurkenna hug- myndina um yfirnáttúrleg afskipti, sem vísindamaðurinn eins vel get- ur kallað Guð eins og eitthvað annað. Fyrir ráðvandan vísindamann er það ekki erfiðara að gera sér grein fyrir Guði, heldur en að gera sér grein fyrir rafeindinni. Sérhver til- raun hlýtur að verða í báðum til- fellum óraunsæ eða óframkvæman- leg. Rafeindin er óskiljanleg, efnis- lega séð, og þó er hún kunnari af áhrifum sínum og áþreifanlegri, heldur en nokkuð annað. „Aflstöð“ sem byggir upp líffærakerfið Önnur athyglisverð niðurstaða hinna nýrri vísindalegu rannsókna. er uppgötvun austurríska vísinda- mannsins og nóbelsverðlauna- mannsins Erwin Schrödingers á bví, að „aflstöð" sé til, sem verður að álítast stjórnandi og starfandi miðstöð við myndun lifandi líf- færa. Þessi kenning hefir síðar ver- ið tekin til nánari athugunar af hinum ameríska líffærafræðingi. prófessor Burr, sem með mælitækj- um hefir sýnt magnan lífsins. Um leið og hin lifandi lífsheild deyr, hverfur aflstöðin með öllu úr efn- inu. Prófessor Gustav Strömberg við Yale-háskolann, sem í mörg ár

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.