Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 373 Sprengingin var líkust gosi, en hjaðnaði jafnharðan. grófu sig niður í Maude-ey og það- an út undir klettinn. Síðan voru grafin tvö göng upp í hann og efst í þeim komið fyrir 1375 lestum af þrúðtundri (nitramex 2H) og göng- in síðan fyllt af sandpokum, svo að sprengingin færi ekki sem skot eft- ir þeim. Akveðið var að sprengja klettinn að morgni 5. apríl s. 1. Voru þá gerð -ar margar varúðarráðstafanir til þess að koma í veg fyrir slys, því að menn vissu ekki hve öflug sprengingin mundi verða, né held- ur hvernig hún mundi haga sér Öllum var bannað að vera nær sprengistaðnum en 5 km, nema hvað blaðamenn fengu að vera í prömmum skammt frá sprengi- staðnum, og urðu þó allir að undir- rita áður yfirlýsingu um, að þeir gerðu þetta á eigin ábyrgð, og ætti enga kröfu á ríkið þótt illa færi. Úr tveimur næstu þorpum, Bloedel og Duncan Bay, voru allir íbuar fluttir, og sterkur lögregluvörður var haldinn á öllum vegum þar í nand, en flugvélum bannað að koma þar nærri. Lítið eitt norðar með sundinu er bær, sem heitir Campbell River. Þar var mikill viðbúnaður. Þar eru 3500 íbúar og höfðu þeir glugga á húsum sínum opna til vonar og vara, ef mikill yrði loftþrýstingur af sprengingunni. Tíu sjúkrabílar voru þar á götunum og margar hjúkrunarkonur viðbúnar að hjálpa ef slys bæri að höndum. í Vancouver, sem er stór borg á meginlandinu um 150 km fra sprengistaðnum, var og mikil eftir- vænting hvernig sprengingin mundi ganga. Þar sást varla maður á ferð á götum úti, og var það óvanalegt í góðu veðri á laugar- dagsmorgun. En fólkið kaus að vera heima hjá sér, eða þá í búð- unum, og hlusta á útvarp og sjón- varp frá sprengingunni. Annars var búist við því að drunur frá sprengingunni mundu heyrast þangað. Um morguninn var þykkt loft og lágskýað, og vegna þess voru verk- fræðingarnir að hugsa um að hætta við sprenginguna. Þeir óttuðust að skýin mundu stöðva loftþrýsting- inn og af því gæti orðið ófyrirsjáan -legar afleiðingar. En svo tók að létta og klukkan SV/2 var komið svo bjart veður að þeir afréðu að fresta ekki verkinu. Rafmagnsleiðsla hafði verið lögð út í Maude-ey og með rafmagnsstraumi skyldi kveikt í þrúðtundrinú. Svo var sfutt á hnapp. Sam- stundis heyrðust þungar drunur, og svo kom gos upp úr sjónum, vold- ugt og æðisgengið og náði fljótt 800—1000 feta hæð. Það var sjór og mylsna úr klettinum og nokkrir stórir steinar inn á milli. Efst var sem grænleitt ský, er náði þvert yfir sundið. Rákettum var skotið upp í loftið og voru þær látnar mæla loftþrýstinginn, sem varð af gosinu. En þetta stóð ekki nema örstutta stund. Gossúlan fell jafn skyndilega og hún hafði risið, en súr eimur fyllti loftið allt um kring. Flóðöldur risu og bárust þvert yfir sundið til beggja landa, en þær voru ekki nema um 8 feta háar og ollu ekki neinu tjóni. Prammarnir, sem blaðamenn voru í, skoppuðu upp og niður og nokkrum smástein- um rigndi yfir þá, en ekkert slys varð af því. Jarðskjálftamælum hafði verið komið fyrir víðs vegar, en svo undarlega brá við, að þeir höfðu varla hreyfzt. Það er ef til vill ekki rétt að segja, að fólkið í Campbell River hefði orðið fyrir vonbrigðum. Senni -lega væri réttara að segja að það hefði sloppið vel, því að það heyrði ekki sprenginguna og sá ekki gosið. Þegar það vissi að allt hlaut að vera um garð gengið, iokuðu menn gluggum sínum, hjúkrunarkonurn- ar fóru heim, og sjúkravagnarnir hurfu af götunum. Það var sannar- lega gott, að ekkert óhapp skyldi. koma fyrir, en — það var nú samt sem áður leiðinlegt að verða ekkert var við þessa stórkostlegu spreng-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.