Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.1958, Blaðsíða 5
LEÖBÓK MORGUNBLAÐSINS 26i er ekki útilokað að hún hafi kunn- að að tala. Hvaða skepna var þetta? Á vís- indamáli er hún nefnd „pithecan- tnropus erectus“, og er það nafn dregið saman úr grísku orðunum „pithecos“, sem þýðir api, „anthro- pus“ sem þýðir maður, og erectus“, sem þýðir uppréttur. Þessí skepna er líka kölluð „Java-mað- ur“, vegna þess að hollenzkur her- læknir, Eugene Dubois að nafni, fann bein úr henni hjá Solo-ánni á Java árið 1890. o—O—o JAVA hefir einhvern tíma verið tengo Asíu með landbrú. Þar eru þykk lög af eldfjallaösku, og djúpt í þeim fann dr. Dubois brot af höf- uðkúpu, tennur, brot úr kjálka og leifar af mjaðmarblaði. Allt ^annst þetta á örlitlu svæði, og þar sem engin önnur bein voru þarna, var eðlilegt að álykta að öll þessi bein væri úr sömu skepnunni. Á mjaðmarbeininu fannst óeðlilegur útvöxtur, sem sjúkdómafræðingar rannsökuðu nákvæmlega. Þeim kom saman um að þessi útvöxtur siafaði af skemmd í beininu, sem hefði gróið. Hér gat ekki verið um aðra skemmd að ræða, en þá er stafaði af sóttkveikjum. og svipað hefir komið fyrir á mönnum á þessari öld. Það varð svo mikið rifrildi út af þessum gömlu beinum, að dr. Du- bois firrtist, bjó um þau í kassa, flutti þau með sér til Hoilands og lofaði ekki neinum manni að sjá þau um 30 ára skeið. Árið 1923 fekk dr. Ales Hrdlicka frá Smithsonian Institute í Banda- ríkjunum, að skoða beinin. Og hann komst að raun um að þau væri afar merkileg, enda þótt dr. Dubois væri þá sannfærður um að þau væri úr Gibbon-apa. Síðan fóru fram rannsóknir á Java og fúndust þá enn fleiri bein úr „pit- hecanthropus“. Er nú yfirleitt talið að þessi skepna hafi verið ein af vorum fyrstu forfeðrum, og af henni megi Ijóst sjá hve stórkost- lega manninum hefir farið fram síðan. Mörg forn mannabein hafa fund- izt síðan víðs vegar um jörðina. Þar má nefna Heidelberg-manninn, elzta þekkta íbúa Norðurálfu, Pek- ing-manninn, elzta þekkta íbúa Asíu. Og svo hafa fundizt margar leifar af frummönnum í Suður- Afríku. Þeir hafa verið uppi fyrir svo sem milljón árum og hafa verið litlir vexti, ekki nema um 4 fet. Heidelberg-maðurinn og Peking- maðurinn líkjast mjög Java-mann- inum, en eru þó taldir hafa verið uppi miklu fyr. líklega fyrir svo sem 500.000 ára. En Java-maðurinn er sá eini sem ber merki sjúkdóms. En þegar nær dregur t. d. á stein- öld fyrir svo sem 100.000 ára, verð- um vér varir við að þeir sem þá voru uppi, hafa þjáðst af alls konar sjúkdómum. Árið 1857 fundust leif- ar af manni í kalkhelli í Neander- tnal skammt frá Dusseldorf í Þýzkalandi, og síðan hafa fundizt bein úr mörgum fleiri af sama kyn- stofni. Þessir menn hafa verið uppí á sama tíma og mammútar, masto- don, hella'birnir, loðnir nashyrning- ar, sagtennt tígrisdýr og ýmis önn- ur spendýr, sem nú eru aldauða. Neanderthal-maðurinn hefir ver- ið dýrslegur ásýndum, loðinn og ennislítill, hefir gengið upprétt- ur, en þó lútandi, líkt og gorilla- api. Tennurnar hafa verið eins og í mönnum, en hann hefir verið á mjög lágu stigi og líklega hefir hann ekki kunnað að tala, heldur gert sig skiljanlegan með urri og upphrópunum. Samt sem áður hafði hann komizt upp á að gera sér steinvopn, og hann hefir verið mikill . veiðimaður. Hann hefir kunnað að fara með eld og hafðist við í hellum. Hafa ævikjör hans verið mjög bágborin, einkum á ís- öld. Bein þessara manna sýna að þeir hafa þjáðst af beinkröm, liðagigt, hryggskekkju og tannskemmdum; ennfremur hafa þeir hlotið sár og meiðsl, sem ígerð hefir hlaupið i. Fyrir svo sem 20.000 ára hurfu þessir menn gjörsamlega, og flest- um kemur saman um að þeir hafi ekki verið forfeður þess mannkyns, sem nú er uppi. Manni verður þó á að efast um að það sé rétt, þegar maður virðir fyrir sér framkomu og útlit ýmissa manna í stórborg- unum. # o—O—o ÞAÐ getur hafa flýtt fyrir hvarfi Neanderthals-manna, að veðrátta hefir spillzt, lítið verið um sólskin, og konurnar því þjáðst af beinkröm og gengið illa að fæða Eins má vera að Cro-Magnon-mennirnir hafi brytjað þá niður, því að Cro-Magn- on-menn voru stærri og höfðu betri vopn. En þá hefir farið eins og á öllum öldum fyr og síðar, að sigur- vegararnir hafa tekið að sér konur hinna sigruðu og síðan getið með þeim börn. Það er því svo sem ekki óhugsandi að blóð Neanderthals- manna renni enn í æðum sumra. Cro-Magnon-mönnum skaut upp í Norðurálfu eftir seinustu ísöld. Þeir hafa verið mjög svipaðir því sem menn eru nú, nema hvað þeir hafa verið stórvaxnari og kjálka- meiri. Þéir fluttust inn í hellana, sem Neanderthals-menn höfðu búið í, og skreyttu veggina með merki- legum litmyndum af dýrum, veiði- ferðum og öðrum atburðum. Þeir gerðu sér hnífa úr tinnuflísum, handaxir og önnur vopn og áhöld, og þeir stóðu á allháu menningar- stigi. Þeir grófu dauða menn og tií- báðu guði. Þeir höfðu húsdýr. Þeir höfðu lært að hugsa. og þeir eru áreiðanlega forfeður þeirra manna, sem nú eru uppi ---**

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.