Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 12
672 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS eftir atómþnnga þeirra. Kom þá í ljós, að öll frumefni sem höfðu meiri atómþunga en 82, voru geislavirk. Það vofu þyngstu frum- efnin. Það er einna líkast því að þessi efni sé ofhlaðin atómum og verði því hvað eftir annað að losa sig við alfa-eind, sem svarar til eins atóms í frumefninu nr. 2, en það er helíum. Rutherford og Soddy komust nú að því, að þegar eitthvert atóm losnar við alfa-eind, þá lækkar atómþungi þess og því heldur áfram þangað til það er komið niður á atómþyngd 82, en þá er það orðið að blýi. Blý er því frumefni, sem verður til við að geislavirkt frum- efni er orðið óvirkt, hefir útgeislað sér algjörlega. 1905 Einstein kom nú fram með þá kenningu að efni og orka sé í raun- inni eitt og ið sama. Efni getur breyzt í orku, og því ætti orka eins að geta breyzt í efni. 1911 Rutherford tók sér fyrir hendur að skjóta alfaeindum á þynnur úr ýmsum efnum. Það kom í Ijós, að alfaeindirnar fóru þvert í gegn um þynnurnar, en aðeins fáeinar urðu fyrir nokkrum trafala. Þar með fann hann að allt efni er mjög sundurlaust. Atómið er kjami, ó- skiljanlega miklu minni heldur en nokkrum manni hafði til hugar komið. Kjarninn er hlaðinn að- hverfu rafmagni, en umhverfis hann snúast fráhverfar rafeindir. Nær allt efni atómsins er í kjarn- anum. 1912 Nú heldu menn að allir atóm- kjamar væm myndaðir af sams- konar eindum. Mismunur á tveim- ur frumefnum stafaði aðeins af mismunandi tölu einda í kjarnan- um. Samkvæmt því hefði þá atóm- þyngd hvers frumefnis átt að vera margföldun á atomþyngd vetnis, sem er léttast. En svo er ekki. Klór- atóm vegur t. d. 35.457. Þá kom Soddy fram með kenninguna um ísótópa. Hann sýndi fram á, að í klór væri tvennskonar atóm, sem vega 35 og 37, en hlutföllin eru þannig er þau blandast saman, að fram kemur atómþungi 35.457. Mis- munurinn á þessum atómum er sá, að annað hefir tvær fráhverfar raf- eindir. Síðan hafa menn fundið æ fleiri ísótópa meðal allra frumefna. 1913. Bohr bjó sér nú til líkan af atómi og hann kom fram með kenninguna um brautir rafeindanna í atóminu. Hann sýndi fram á, að breyting á þessum brautum er orsök þess að atómið gefur frá sér ljós, eða dreg- ur í sig ljós. 1919 Rutherford varð fyrstur manna til þess að kvarna úr atómkjarna með alfa-eindum. Og með því hafði hann búið til atóm annars frum- efnis en þess, er hann skaut alfa- geislunum á. 1920. Þá fann Rutherford „hornstein" atómkjarnans, foreindina, sem er hlaðin aðhverfu rafmagni. Með þessum rannsóknum Bohrs og Rutherfords var því svo slegið föstu, að allt efni væri byggt upp af tveimur eindum: rafeindum sem hafa fráhverfa hleðslu, og foreind- um sem hafa aðhverfa hleðslu. For- eind vegur um 2000 sinnum meira heldur en rafeind, svo að það eru foreindirnar, sem ákveða þunga atóms. Frumefni 1, yetni, er með eina foreind í kjarnanum og um hana gengur ein rafeind, eins og jarðstjarna umhverfis sól. Frum- efni 2, helíum, er með tvær raf- eindir, er snúast umhverfis kjarn- ann, og þess vegna hlaut það þá líka að hafa tvær foreindir í kjarn- anum. En nú er atómþungi helíums 4, og þess vegna hlutu að vera í því tvær aðrar eindir, eða tvær for- eindir með tveimur rafeindum. Þriðja frumefnið, lithium, er sam- sett af þremur rafeindum, er ganga umhverfis kjarna með þremur for- eindum og fjórum aukaeindum, því að atómþyngd þess er 7. Sjötta frumefnið, kolvetni, er samsett af 6 rafeindum er snúast, 6 foreindum og 6 öðrum eindum í kjarnanum, því að atomþungi þess er 12. í 17. frumefninu, klór, eru 17 rafeindir sem snúast umhverfis kjarna, sem í eru 17 foreindir. En nú eru klór- efnin tvö; í öðru þeirra eru 18 en hinu 20 aukaeindir í kjarnanum. Atómþungi klórefna er því 17+18 =35 og 17+20=37. Um nokkurra ára skeið létu menn sér nægja þessa útlistun á eðli atómanna, að þau væri gerð úr rafeindum og foreindum, og svo þriðju eindinni, sem menn kölluðu nevtrónu (sameinaðri rafeind og foreind). Þetta kom alls ekki í bág við ina eldri kenningu, að náttúr- an væri óbrotin og einföld í sam- setningu. En nákvæmar mælingar sýndu, að þetta gat ekki verið alveg rétt og menn fóru að véfengja atóm- kenningu þeirra Bohrs og Ruther- fords. í hverju atómi væri fleiri eindir og foreindir. 1925. Út af „kvanta“-kenningu Plancks og kenningu Einsteins um að orka og efni væri ið sama, kom de Broglie nú fram með spánýa kenn- ingu og var hún fólgin í því, að allt efni væri ekki annað en bylgjur. Þessi kenning hafði síðar merki- legar afleiðingar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.