Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 1
42. tbl. J. M. Eggertsson: Þorsteins þátfur þjóðletingja ORSTEINN .~:ír.ISSON þjóð- letingi var £.;d vr 23. júlí 1840. Móðir hans var G. rún, dóttir Tómasar Steinssonar hímnisskálds, búanda á Borgum í Grímsey, og konu hans Guðrúnar Benedikts- dóttur, er drukknaði af skreiðar- skipinu „Straumönd“, þá er það fórst með farmi og allri áhöfn (12 manns) á leið til lands úr Grímsey 4. desember 1817. Faðir Steina stórletingja, eða Þorsteins þjóðletingja öðru nafni, var Grímur nokkur, kallaður „Grímseyj arstrákur", sá er mest hló þá er líkkistum var „snúið“ úti fyrir kirkjudyrum í Grímsey, eins og siður var þar í þann tíma — og hafði lengi verið — og líkmenn ekki á eitt sáttir um „snúninga“- fjöldann. Þorsteinn var frumburður móður sinnar og altalað var, að hún hefði haft hann í óhóflegu eftirlæti, með- al annars kennt honum tóbaks- brúkun — ungbarninu. Átti móðir- in að hafa snarað að syni sínum neftóbaks-kyllinum og sagt honum, „að prísa sig sælan“, strax meðan hann var í vöggu, og drengurinn þá ekki beðið boðanna, en troðið tóbakinu í sig og á. Þessari óhóflegu tóbaksbrúkun var síðar um kennt hve illa gekk að koma í Þorstein kristindómin- um, auk þess að hann stamaði óskaplega. Endaði þetta með því að Þor- steinn komst aldrei í kristinna manna tölu. Þorði enginn prestur að eiga það á hættu að „staðfesta" hann kristilega eða „konfirmera“, af því hann gat ekki nefnt Guð, Drottinn eða Jesú án þess að grett- ast allur í framan og stama óskap- lega, tútna allur út og ranghvolfa í sér augunum. Töldu trúverðugir, að illur andi hefði í hann farið úr tóbakinu auk letinnar, sem hann var frægur fyrir alla ævi. Að öðru leyti virtist Þorsteinn ekki vera óskírari eða heimskari en aðrir menn. Þorsteini er þannig lýst af sam- tíðarmönnum hans, að hann var röskur meðalmaður á hæð og gild- ur að sama skapi, svaraði sér vel og rekinn saman um heróarnar, er voru dálítið lotnar eða kúptar. Hálsinn var tiltakanlega stuttur, en mjög gildur og var til að sjá eins og höfuðið stæði fram úr bring- unni, er hann gekk lotinn. Hann var mjög hárprúður, hárið mikið og fagurt, dökkt á lit og brúnt al- skegg, sem tók niður á bringu. Hann var tiltakanlega vel eygður, móeygður og fremur stóreygður; augnaráðið stillt, blíðlegt og eins og biðjandi og ógleymanlega fag- urt. Slíkum mönnum sem Þorsteini, er ekki varð komið í kristinna manna tölu, var eins og að líkum lætur ekki skipaður neinn æðrl sess í þjóðfélaginu á þeim tímum. Þeim var draslað út til hverskonar erfiðisverka og skítvinnu eins og unnt var. Föt þeirra og flíkur ein- ungis tötrar, aðeins til að hylja nekt líkamans og skýla eitthvað fyrir sárasta kuldanum. Þorsteinn var þrifinn að eðlis- fari og meinilla við lús. Sat hann löngum við lúsaleit á sjálfum sér, ef hann hafði ekki öðrum störfum að gegna, eóa hreinsa aí sér Jdut- 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.