Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1956, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 665 Árekstrar himinhnatta Finnast brot úr annari stjörnu hér á jörÖ? Þorsteinn eltist langt fyrir ald- ur fram, og gerðist snemma gamall og lasinn. Og eftir að farið var að gefa með honum af sveit, flæktist hann manna á milli og var farið illa með hann. Var öll hans ógæfa talin stafa af leti einni saman, því vel gæti hann unnið ef hann nennti. Löngu síðar, nokkru fyrir andlát Þorsteins, eftir að Tryggvi Gunnarsson var orðinn verslunar- stjóri fyrir Gránufélagið, og því fjölkunnugri en almúginn, voru sendir menn á hans fund til að grennslast eftir hvaða „sort“ af leti það væri, sem Þorsteinn þjáð- ist af, með því Tryggvi hélt alltaf í hönd með Þorsteini og sendi hon- um gjafir. Menn þóttust þá orðnir vissir um, að ekki væri það „blóð- leti“, er Þorstein þjáði, heldur ein- hver önnur tegund eða „sort“ af leti, enn lakari. Tryggvi Gunnars- son kvað það vera þjóðleíi, er að Þorsteini gengi. Var þá farið til Einars Ásmundssonar í Nesi, til þess fróða og vitra manns, og að- spurður staðfesti hann ummæli Tryggva, að þjóðleti væri það! Þar með var Þorsteinn orðinn viðurkenndur þjóðletingi og siður hjá sumum að vitna til hans, ef börn voru löt eða óþæg og hræða þau á Þorsteini þjóðletingja eins og Grýlu eða Dúðadurti. Þá var Þor- steinn orðinn stirður og boginn í baki svo hann mjakaðist eða skreið áfram nærri tvöfaldur og dó hann úti við læk, — úr leti einni saman, að sagt var. En til þess að ungbörn aldar- innar lærðu iðni og ástundun en forðuðust dæmi freistinganna og letinnar, voru þau látin læra þjóð- kunna vísu, sem grafskrift Þor- steins þjóðletingja: Lati Steini á lækjarbakka, lá þar til hann dó, — ekki vildi hann vatnið saiafeka, var hann þyrstur þó. í SEINUSTU árbók Smithsonian Institution er grein eftir Ralph Stair, þar sem hann segir, að lík- indi sé til þess, að einhvern tíma hafi verið reikistjarna, sem snerist umhverfis sólina á milli þeirra Marz og Júpíters. Hún hafi verið á stærð við jörðina og yfirborð hennar hafi verið glerungur. Þessi stjama hafi svo rekizt á einhvern himinhnött — ef til vill tungl, sem fygldi Júpíter, sundrazt í smáagn- ir og milljónir af þessum ögnum sé að finna á jörðinni. Það eru steinar þeir, sem jarðfræðingar nefna „tektites", eða svarta dem- anta. Hafa þeir fundizt víðsvegar um jörðina. Þetta eru brot úr gler- ung þeim, sem eitt sinn þakti ina horfnu stjörnu. Mennirnir hafa þekkt þessa steina frá upphafi vega. Frum- stæðir menn hafa notað þá í örvar- odda, eða til skrauts. Þeir hafa hvergi fundizt djúpt í jörð, heldur aðeins við yfirborðið, og af því mætti draga þá ályktun, að ekki væri svo ýkja langt síðan að þessi ókunna stjarna fórst, miðað við aldur himinhnatta. Steinarnir eru mjög frábrugðnir þeim bergefnum, sem í jörðinni eru, og einnig venjulegu gleri, og þeir eru þannig lagaðir, að líkur benda til þess að þeir hafi farið með ofsahraða í gegnum gufuhvolf jarðar. Stair segir að sennilegast sé, að allar jarðstjörnur hafi upphaflega myndast úr geimryki, sem þjapp- aðist saman. Þegar þær stækkuðu, kom fram hiti í efninu, nógu mikill til þess að bræða það, svo að efnið varö fljótandi. Yið þaó drógust þyngri efnin inn að miðju og mynduðu þar kjarna, en léttustu efnin leituðu upp á yfirborðið, og gátu Hæglega orðið þar að glerung, eins og þessir „taktites" eru. Hvernig stóð á því að þessi ókunna stjarna fórst? Varla þarf að gera ráð fyrir því, að hún hafi verið byggð skyni gæddum verum, er hafi verið svo langt komnar í kjarnorkuvísindum, að þeim hafi að lokum tekizt að sprengja hnött- inn. Hitt er sennilegra að hring- braut hennar hafi smám saman breytzt vegna aðdráttarafls Júpí- ters, og fyrir það hafi hún rekizt á aðra stjörnu, eða þá eitt af tungl- um Júpíters, sem þá geta hafa verið fleiri en nú. Við sprenging- una hafa svo brotin þeytzt út í geiminn, nokkur hluti þeirra út fyrir sólhverfið; önnur hafa orðið að smástirni og sum hafa lent á jörðinni, og eru enn að beras* þangað. Hvað kosta auglýsingar? EIN litprentuð biaðsíða f ameríska tímaritínu „Life“ kostar 32.740 dollara. Venjuleg auglýsingasíða í „This week“ kostar 29.180 dollara. Hálftíma aug- lýsinga kvikmynd í sjónvarpi kostar 33.000 dollara. Litprentuð síða í sunnu- dagsblaði stærstu amerísku blaðanna, kostar 50.000 dollara. Litprentuð siða í kvennablaði kostar 16—17.000 doll- ara. Venjuleg auglýsing í útvarpi, sem ekki er lengri en svo, að hægt er að lesa hcna á mínútu, kostar 25.000 doll- ara ef hún er endurtekin 13 sinnum. (Úr Nsw Yark Túuasj.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.