Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 9
I E^ÓK MORGUNBiiA£>SiN b 45 „Egil! rauði" itrandaði undir snar- brattri og hrikalegri hlíð Grænuhiíðar, þar sem stórgrýti er i fjörunni. Örin bendir á flak togárans. (Myndina tók Gísli Bjarnason, skipverji á ,,Ægi“) vegna mjög erfitt að átta sig á hvar við Vorum staddir. Engin byggð er lengur við fjörðinn, svo að ekki höfðum við neinn stuðning af Ijósum úr landi. Þegar við álitum okkur vera út af Hesteyri var ákveðið að reyna lendingu. Kom björgunarbátur frá „Ægi“; mannaður tveim sjóliðum, upp að „Heiðrúnu“ og var ætlunin að flytja okkur ísfirðingana og skipverjana 9 af „Austfirðingi* í land í tveim ferðum. ERFIÐ FERÐ Erfiðlega gekk að hemja björg- unarbátinn við skipshliðina vegna sjógangs, en að lokum heppnaðist okkur að komast út í bátinn, sem lét mjög illa. Allmikil bára var við eyrina, og áleit ég bezt að taka land í ■ gamalli vör, sem Hesteyringar settu báta sína í áður fyrr. Reyndu Ægismenn að lýsa okkur eftir föngum, og tókst lendingin giftu- samlega. Um fimm-leytið um morguninn vorum við allir komnir í land, — ísfirðingarnir, sem voru níu að meðtöldum Úlfi Gunnarssyni lækni, skipverjarnir af „Austfirð- ingi“ og einn af „Ægi“. Vorum við nú staddir tíu til fimmtán kílómetra frá strandstaðn- um og erfið ferð fyrir höndum. Um tvær leiðir var að velja. Önnur var sú, að klífa fjallshlíðina og fara yfir svo nefnt Nóngilsfjall niður að bæjarhúsunum á Sléttu, ea þar var ætlunin að hvílast, Síðan að fara með sjónum út að strandstaðn- um. Á hinn bóginn gátum við þrætt fjöruna alla leið. Var það lengri vegur og við bættist, að fjaran er stórgrýtt og ill yfirferðar Einnig óttaðist ég, að við kynnum að ganga fram af klettum eða ætt- um erfiðara með að átta ókkur, ef við færum efri leiðina, þar sem enn var myrkt af nóttu og hríðin svo mikil, að við sáum vart fram fyrir fætur okkar. Síðan lögðum við af stað og vor- um þungklyfjaðir, enda þótt við hefðum aðeins nauðsynlegustu björgunartæki meðferðis. Urðum við öðru hvoru að krækja upp fyr- ir fjöruna vegna sjávargangsins,:— og ýmist að vaða djúpan snjó eða klöngrast utan í brattri fjallshlíð- inni. Það snjóaði látlaust^ og vind- urinn, sem við höfðum alla tíð beint í fangið, jókst stöðugt. Ferð- in gekk fremur seint, og byrðin var fariri að síga í, — en sem bet- ur fór var frostlítið. Að Sléttu komum við í birtingu, um níuleytið, og var þá komið rok. íbúðarhúsið, sem staðið hefur autt síðan fjölskylda mín fluttist það- an, veitti okkur nú augnabliks skjól. Kveiktum við upp i eldstóm og fengum okkur hressingu, en héldum síðan ferðinni áfram. Einn okkar varð samt eftir í húsinu, til þess að halda því hlýju, ef okkur heppnaðist að bjarga einhverjum af áhöfn „Egils rauða“ og koma þeim undir þak. Eftir tæpra tveggja stunda ferð komum við út undir svo nefnda Dali, og varð þá ekki komizt lengra með fjörunri. Þar er bsrgstandur langt í sjó fram, og verður ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.