Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 4
40 LESBÖK MORGUNBLAÐSTN'S jörðum. Jarðvegurinn er frjór og víðernið mikið í mörgum sveitum. svo að óþriótandi möguleikar eru til aukinnar búsældar og marn- fjölgunar. Allur Revkholtsdalur getur orðið eitt tún, og hér blasir við augum mesta jarðhitasvæði landsins, og er nú ljóst orðið, hversu mikill auður er fólgin í hverunum, sem Erlendur á Sturlu- reykjum varð fvrstur manna fil að hagnýta. Allt þetta leggur Borgar- fjarðarhérað upp í hendur íbúa sinna. En með því er ekki ailt talið. Héraðið á líka sína fegurð, er ekki verður metin til fjár eða .miðuð við afrakstur. Heiðir jökl- ar og fagurmótaðir setia sinn tigna svip á yfirbragð héraðsins, og ber þó Eiríksjökull af, formfegurstur allra íslenzkra jökla. Strúturinn, Baula og Skessuhorn eru meðal hinna sérkennilegustu og fegurstu fjalla, litbrigði Hafnarfjalls undir sólarlagið eru einstæð. Grösugir dalir, lygnar og djúpar ár, fossar og flúðir, jafnvel hraun og hrjóstur eigá fegurð, er mótast óafmáanlega í hugi fólksins, er elzt hér upp eða festir hér bú. Og ekki má glevma skógunum, . sem í engu héraði landsins eru víðlendari en í Borg- arfirði, þótt til séu þeir stórvaxn- ari. í skjóli þeirra er liúft að una, við bjarkarilm og fuglasöng og létt- an þyt blævarins í laufþöktum krónum. AHt þetta orkar á hugi íbúanna og vekur þá til skáldskapar og andlegrar iðju. Það er engin til- viljun, að borgfirzkur bóndi hefur ritað bækur, er fela í sér einhverj- ar fegurstu náttúrulýsingar og skyggnustu frásagnir af íslenzku dýralífi, sem getur í íslenzkum bókmenntum. Það er ekki heldur tilviljun, að í Borgarfiarðarhéraði var faeddur og unp alinn einn sá mesti andans höfðingi, sem íslenzk Itírkja hefur átt á síðari öldum, Haraldur Nielsson. Honum var það líka sjálfum ljóst, að æskuum- hverfið hafði átt sinn þátt í að móta lífsskoðun hans. „Hvernig getur sá maðnr orðið annað en víð- svon. sem alinn er unn við bvílíkt útsvni“, varð honum eitt sinn að orði, er hann kom heim á Gríms- stöðum. Sannarlega hefur Borgar- fiarðarhérað vakið og nært hina andlegu höfðingslund, skáid- hneigðina og víðsvnina, friálslvnda hugsun og drenglund, engu síður en höfðingsskapinn í veraldlegum efnum. Ég hef því þá trú, að hér megi það rætast, sem Hannes Hafstein spáði í aldamótalióði sínu: „Menn- ingin vex í lundi nvrra skóga“. í Borgarfirði munu haldast í hendur ræktun huga og handar, dáðrík at- orka í hagpýtingu mikilla land- kosta og frjálsleg, framsækin menning, er ber fagra ávöxtu and leg»-ar iðiu. Borgfirðingafélagið hotnr sett sér að markmiði að efla menningu héraðsbúa, heima og heiman. Það hefur átt forgöngu um ýmislegt, er miðar að varðveizlu gamalla menningarerfða, og stvður einnig að því. er upp af þeim arfi skal spretta. Fræðabulurinn Krist- leifur á Kropni skráði margan fróðleik um menn og menningar- háttu, sem horfnir eru eða hverf- andi, og að mestu fvrir hans fram- lag varð Borgarfiörður. eitt hinna fvrstu héraða til að skrásetja sína héraðssögu. Miklu má bó enn við bæta, og er Borgfirðingafélagið einn líklegasti aðilinn til að standa að bví. að auka þá sögu. Skólamál- um sínum hafa Borgfirðingar nú komið í ágætt horf, með héraðs- skólann í Reykholti, sem er arftaki eins fvrsta albýðuskólans á land- inu, Hvítárbakkaskólans, er stofn- aður var af innfluttum hugsióna- og eliumanni, Sigurði Þórólfssvni, en síðan var studdur og uppi hald- ið af framsýnum áhugamönnum í héraðinu. Búnaðarskólinn stendur föstum fótum, og húsmæðraskól- inn blómgast við ágætan orðstír að Varmalandi, en við hlið hans er unp risinn fvrsti heimavistar- barnaskóli landsins, er heil svsla stendur að. og lofar þar bvriunin ágætu framhaldi. Borgarfjörður hefur flestum héruðum landsins betri skilvrði til að verða menn- ingarmiðstöð, og mætti fleira telia, er að bví stvður, þótt nú verði lát- ið staðar numið um það. Þannig mun blómgast í Borgar- firði sú höfðingslund, sem bjó í Snorra Sturlusvni og lyfti honum til þeirrar frægðar, er enzt hefur um aldirnar. Hún mun blómgast jafnt í garði stórbóndans sem á bæ einvrkians, höfðingslund hins örláta hugar og hinnar biartsýnu framsækni. Stefnan er mörkuð í ljóði hins aldna skálds á Ásbjarn- arstöðum: ..Yrking tungu, yrking jarðar á að vera Borgarfjarðar endalausa ævintýr." tfryggi loftferða f SKÝBSTXT um flupferðir í Banda- ríkjunum árið sem leið. seeir svo: J>að er nú orðið fimm sinnum öruggara að ferðast með farþegafluevélum Banda- ríkjanna, heldur en með bílum. Árið sem leið, var meira flogið en nokkuru sinni áður, bæði innan lands og milli landa. Samtals fluttu flugvélarnar 31 millión farþega, og vegarlengdin, sem flogið var, nam 18000 milljónum „far- begamilna“. Slvs við betta flug voru 0.48 á hveriar 100 milljón farþegaflug- mílur, en hjá bílum eru slysin um 2.80 með sama mælikvarða. BTBLÍAN Ameríslrur menntamaður, WíllÍBm Lvon Phelns. hefur sagt: „Ég *-l þrð ákaflera mikils virði, bæði fvri menn og konur, að stunda háskólanáir, en þó álít ég ómenntaðan mann betnr far- inn, ef hann hefur kvnnt sér biblíuna vel, heldur en háskólaborgara, sem aldrei lítur í biblíuna."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.