Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1956, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSENS r'f'TT' Úr sögu neftóbaksins NEFTÓBAK^ er fyrst getið í ritum munksins Ramon Pane, sem var með Kólumbusi á annari ferð hans t íl Vesturheims árið 1494. Ramon tók pá eftir því, að Indíánar muldu lauf ör- smátt og sugu duftið upp í nefið 1 gegn um pípur. Síðan barst neftóbakjð til Evrópu og var þá talið ágætt meðal við höfuðverk, kvefi og ýmsum slík- um lasleika. Á Ítalíu var það kallað nasahreinsun (clvsteríum nasi). En í Frakkiandi var það kallað „herbe á ia reine“ og sýnir það að snemma hefir það þótt sæma heldra fólki að taka í nefið. Tók þá og brátt að kveða svo miög að þessari tóþaksnotkun, þæ^i við hirðir konunga og í kirklum. að Urban páfa VIII. þótti þetta svo mikil siðspilling, að hann ákvað að bann- færa alia þá, er notuðu tóbak í kirkj- um. Seinna aflétti Benedikt páfi XIII. þessu banni, því að hann tók sjálfur í nefið. í Tyrklandi og Rússlandi var neftóbakið algjörlega bannað og lögð sú refsing við notkun þess, að nefið skyldi skera af hverjum þeim, sem sekur gerðist. Á dögum Önnu Englandsdrottn- ingar fór neftóbaksnotkun svo mjög l vöxt þar, að heldri menn hættu yfir- leitt að revkja pípu. Báru allir á sér neftóbak og spændu þvi upp í nefið með litium silfurskeiðum. Mátti þá sjá margan göfugan mann með fell- ingamar í brjósthlíf sinni fullar af tóbaki. Napóleon tók mikið í nefið. Það er mælt að hann hafi alltaf verið að taka í nefið meðan orustan hjá Water- loo var háð. Og Talleyrand, æðsti ráð- gjafi hans, ráðlagði öllum stjórnmála- mönnum að taka í nefið. Það stillir skapið, gerir hugsunina skírari og fjörgar menn, sagði hann. Á 18. öld náði neftóbaksnotkun há- marki sínu, en um miðja öldina fór að draga úr henni og var þá farið að nota eins mikið af piputóbaki og vindlum. Og um 1859 hófst öld reyk- inganna fyrir alvöru og voru vindlarn- ir síðan mest í tizku, þangað til sígar- etturnar komu. Það er nú tæplega réttnefni lengur aS tala um neftóbak. Réttara væri að tala um skorið tóbak, þvi að lang- flestir taka það nú upp i sig. Ameríku- menn kalla þá tóbaksnotkun „dipping" og er hún algeng um öll Bandaríkin. Svertingjamir í Suðurríkjunum nota ósköpin öll af skornu tóbaki. En það gera lika írar í Boston og New York og Norðurlandamenn í Minnesota og Dakota. í sjálfri öldungadeild banda- riska þingsins standa jafnan tvær koll- ur fullar af skornu tóbaki, önnur handa demókrötum og hin handa reoublik- önum. „Það evðist jafnan mikið af tóbaki, þegar kalt er“. seeia bingverð- irnir. „þvi að allur fjöldi þingmanna hressir sig þá á þvi“. Það má vera að sérstakar ástæður hafi orðið þess valdandi. að menn hættu að taka í nefið. en tróðu skornu neftóbaki i þess stað i vörina. Viða hagar svo til þar sem margir menn eru í vinnu, að þar er mikil eldhætta, og revkingar þess vegna bannaðar. Þar hafa menn vanist á að nota skorið tóbak og þótti betra að láta það í vörina en taka það í nefið. Þeir sökn- uðu ekki pípunnar eða vindlinganna jafn mikið. ef þeir höfðu tóbaksbragð í munninum. Menn eru vanafastir og vilja helzt alltaf sama tóbakið og fara þar eftir umbúðunum. Hafa tóbaksframleiðend- ur því ekki þorað að breyta um um- búðir og er tóbakið enn selt í flösk- um. piáturdósum. pappaumbúðum, eða í sérstökum hylkjum, sem búin eru til úr barka nautgripa. Það var tekið upp á því einu sinni fyrir löngu að nota þessi barkahylki, vegna þess að skortur var á pappa. En fólk hefir felt sig vel við þetta og enn selzt mest af tóbaki í slíkum umbúðum. Það er víst vegna þess, að mönnum finnst tóbakið gevmast betur í barkahylkjun- um og jafnvel batna við að vera í þeim. Minnir það á að tóbaksDung- arnir þóttu um eitt skeið beztu tóbaks- ílátin hér á landi, og tóbakið batnaði við að vera í þeim. Það er einkennilegt i öðru eins aug- lýsingalandi og Bandaríkjunum, að mjög lítið kveður að auglýsingum um skorið tóbak. Þótt allar aðrar teg- undir tóbaks séu auglýstar kappsam- lega, er það hrein tilviljun að sjá auglýsingu um skorið tóbak. Sumir tóbaksframleiðendur hafa hvað eftir annað verið komnir á fremsta hlunn með að auglýsa í stórum stíl. en hafa jafnharðan horfið frá því aftur. Þeir eru hræddir um að þeir kunni að vekja tortrvegni nevtendanna með því, þar sem kunnugt er að menn vilja alltaf hafa „sama tóbakið", en mundi gruna að einhver nýung væri á seiði ef farið væri að auglýsa. Annars er ekki nema um tvær tegundir af skornu tóbaki að ræða í Bandaríkjunum: þurt tóbak og blautt tóbak. Þurra tóbakið er afar sterkt og líkist mest skozku neftóbaki, en blauta tóbakið er stæling á dönsku neftóbaki. Framleiðendur þvkiast þó hafa ýmsar levnilegar aðferðir við framleiðslu þess, en það er aðeins fyri>-sláttur. Skorið tóbak er framieitt úr stórum og safaríkum tóbaksblöðum, sem eru dvrari en það tóbak. sem notað er I sígarettur. Þetta tóbak vex aðallega í Tennessee. Kentucky og Vlrginia. — Meðferð blaðanna er aðal galdurinn við framleiðslu neftóbaks. Það þarf að gerja þau og geyma 1 2—3 ár, bæta 1 þau ýmsum efnum til að gera ið einkennilega kryddbragð, og svo þarf að þurka þau við háan hita áður en þau eru söxuð. C^D®®®6^_? f skýrslu barnaverndarnefndar Bandaríkjanna stendur: — Þetta ár hafa um 18 milljónir unglinea á aldr- inum 10—17 ára aldrei komist f kast við lögregluna út af neinum yfirsión- um. — Þetta er skemmtilegri skýrsla heldur en ef hún væri um afbrot bama. Blaðamaður heimsótti litla ey vestan við írland og gaf sig á tal við einn af eyarskeggjum. — Ég býst við því að þegar illt er f sjóinn, þá hafið þið ekkert samband við land, og fáið engar fréttir af því, sem er að gerast í umheiminum? sagði blaðamaðurinn. — Já, það er alveg satt, sagði frinn, en það er jafn illt fyrir ykkur, því að þá fáið þið engar fréttir héðan. ★ Gift kona: Við maðurinn minn höf- um alveg sömu viðhorf til allra hluta, en hann var 12 ár að sannísrast um það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.