Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1955, Blaðsíða 7
Z LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ar fáránlegustu kenningar og stað- hæft að þeir hafi sannað þær vís- indalega. Svo var um þýzkan mann, sem Gottfried Bueren heitir. Fyrir tveimur árum kom hann fram með þá kenningu, að sólin væri hol að innan og innan í henni væri annar hnöttur kaldur, allur þakinn hinu mesta kjarngresi. Hann var svo sannfærður um þetta að hann veðjaði stórfé um það, að vísindin mundu fallast á þessa skoðun sína. Þýzka stjörnufræða- félagið tók veðjaninni, en bauð að hann mætti velja hverja þá vís- indamenn er hann vildi í dóm. Síðan lagði félagið fram sannanir fyrir því, að kenning Buerens væri villukenning, og dómstóllinn dæmdi hann til að greiða veðmál- ið. Það vildi hann ekki. Þá var honum stefnt fyrir reglulegan dómstól og þar var hann aftur dæmdur til að greiða veðféð, á- samt málskostnaði. Það er heldur eklci langt síðan að annar Þjóðverji, Valentin Herz, kom fram með þá kenningu að jörðin snerist í þveröfuga átt við það sem menn hafa haldið. Og svo kom Argentínumaðurinn Antonio Duran Novarro fram með þá kenn- ingu að jörðin sé holur hnöttur, geisilega stór og mennirnir lifi innan í honum. f miðju tómarúm- inu innan í þessum hnetti sé allar sólir og stjörnur. Þá hefir eigi lítið verið talað og skrifað um erfðakenningar og margir hafa haldið því fram, að áunnir eiginleikar gangi að erfð- um. Svo vissir hafa þeir verið um þetta, að þeir hafa ætlað að sanna að halalausar mýs geti fæðst, ef halinn hefir verið höggvinn af for- feðrunum í nógu marga liðu. En þetta hefir aldrei tekizt, enda er það fásinna ein. Það varð því þeldur en ekki vatn á mylnu þessara manna, þegar austurríski vísindamaðurinn Paul Kammerer sagði að sér hefði tekizt að láta afkvæmi erfa áunna eig- inleika foreldranna. Ritaði hann bók um þetta og þóttist þar sanna að umhverfi gæti breytt eiginleik- um og gert þá arfgenga. Þóttu til- raunir hans afar merkilegar. Rúss- ar buðu honum að koma austur til Moskvu, og brezkir vísindamenn lofsungu vísindalegt afrek hans. En svo sprakk blaðran. Amerískur vísindamaður tók að sér að rannsaka uppgötvun Kamm- erers og uppgötvaði þá að svik voru í tafli. Þegar allt komst upp, framdi Kammerer sjálfsmorð. Eftir það tók enginn mark á honum nema Rússar. Þeir sögðu að hann hefði orðið píslarvottur vís indanna. Létu þeir gera kvikmynd, er þeir nefndu „Salamandra" til þess að heiðra Kammerer og sýna fram á að hann hefði fallið fyrir samsæri presta og auðvalds, er vildu öll sönn vísindi feig. Upp frá þessu varð það einn aðal hyrningarsteinninn í vísindum Rússa, að áunnir eiginleikar gengi að erfðum, þrátt fvrir það þótt líf- fræðin kenni að slíkt geti ekki átt sér stað. En rússneska stjórnin hafði ákveðið að svona skyldi þetta vera, og þeir, sem mótmæltu því, eins og inn kunni erfðafræðingur Vaviliov, fengu að veslast upp í fangabúðum. En þeir, sem fellust á þessa kenningu, voru hafnir til skýanna, eins og Trofim Lvsenko. Og um eitt skeið var talið þar eystra að tilraunir hans mundu bera þann árangur, að hægt væri að breyta freðmýrum og vindbörð- um öræfum í frjóvsamar lendur með nýtízku gróðri. Nú er þessi skollaleikur á enda. Tilraunir Lysenkos hafa allar far- ið út um þúfur. í staðinn fyrir að hann ætlaði að framleiða harðger- ar nytjajurtir, er hefði getað gjör- 1 1 17. júní 1955. Fornkvæðalag TJm Kjöl er leið, sú er kunn og greið var fræknum lýð á fyrrl tíð, þó urðu skil um alda bil, er hvarf of fal Hvinverjadal. Sú fjalla slóð mun friálsri þjóð enn hæfa bezt, hún heimtar mest. Vorn brevtir hug að bræða bug um fjöll og nes fram með vöðlum hlés, Bezt leið er bein hér breið op- hrein háiöklum hjá, mörkuð hnjúkum blá, að sönnu svöl. har samt er völ á nógum yl, beri nauðsyn til. Hér við Bláhvera má byeeð vera, gróðurland gera, gnóet uppskera. Geðjast eestum bað í beim eróða stað, bjart er heima hlað, þótt hríði að. Mætast mitt á leið milli jökla heið, nóttlaus norður átt nú og suðrið blátt. Þessi eya á engu síðri bá leið frá strönd að strönd enn stærri lönd. SIGURÐUR NORLAND. I breytt búskap í Iandinu, er land- búnaðurinn í Rússlandi nú í kalda koli, og þeir eru hættir að guma af afrekum Lysenkos. (Úr „Science Digest")

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.