Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Page 19

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Page 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 223 Ingemar W^izelius fréttaritari Dagens Nyheter í Ziirich, i; J D S S 011 sextugur Fjdrmdlasérfræðingur og reyfarahöfundur, sem hefir „þrjdr bækur í höfðinu" Basel, miðvikudaginn 3. febr. 1954. — Eitt af því, sem mest hefur glatt mig um dagana er að bank- inn í Basel hefur beint starfsemi sinni að því, allt frá árinu 1^44, að koma í veg fyrir kreppu að styrjöld- inni lokinni. Við mæltum með þeirri fjármálastefnu, að vaxtakjör yrðu hreyfanleg og mönnum yrði auð- veldað að leggja fyrir peninga, og það er áreiðanlegt, að þeir, sem farið hafa eftir ráðum okkar, hafa staðið sig bezt. Við getum nefnt sem dæmi Þýzkaland, Ítalíu og nú að síðustu Austurríki. ÍVIAÐURINN, sem þannig kemst að orði, er Per Jacobsson. Hann varð sextugur 5. febrúar. Rúmum helmingi ævi sinnar hefur hann eytt erlendis sem sérfræðingur í efnahagsmálum, fyrst hjá Þjóða- bandalaginu í Genf og síðan 1931 hjá Alþjóða-greiðslubankanum í Basel. Hann er nú einn af mest metnu og áhrifaríkustu sérfræðing- um Evrópu í efnahagsmálum. Þeim, sem lítt eru kunnir banka- málum, kann að finnast lítið til þess starfs koma að vera „ráðu- nautur“ í banka, en aðalbankar þjóðanna — og því óbeinlínis rík- isstjórnirnar — eru viðskiptavinir Alþjóða-greiðslubankans. Bankinn í Basel hefur gengt þýðingarmiklu hlutverki í endurreisnarstarfinu í Evrópu eftir styrjöldina, og Per Jacobsson hefur öðrum fremur markað stefnu hans. — Þegar á allt er litið, virðist mér Evrópa gamla hafa staðið sig vel, og þrátt fyrir þau mistök, sem orðið hafa, hefur fjármálastefnan náð góðum og réttum árangri — auðvitað með aðstoð Bandaríkj- anna —, heldur Per Jacobsson á- fram. Efnahagsástandið er satt að segja orðið svo gott, að mig langar stundum til að draga mig í hlé frá hagnýtum störfum og helga mig í þess stað hagfræðirannsóknum. Ég hef þrjár bækur í höfðinu. Ég vildi gjarnan skrifa um orsakirnar að kreppunni miklu eftir 1930, um verðgildi peninganna og um reynsluna í efnahagsmálum eftir heimsstyrjaldirnar tvær. Síðastlið- in ár hefur verið að færast líf í hagfræðibókmenntirnar á nýjan leik; á styrjaldarárunum og erfið- leikaárunum þar á eftir, hafði eng- inn tíma til annars en glíma við vandamál líðandi stundar. Nú eru líka kreppan eftir 1930 og kenn- ingar Keynes svo langt að baki, að við getum farið að draga sam- an höfuðatriðin úr þeirri reynslu, sem við höfum fengið. Fékk stöðu erlendis af hreinni tilviljun. — Hvað olli því, að ég staðfest- ist erlendis? Það var hrein tilvilj- un. Gustav Cassel hringdi til mín dag einn í apríl 1920 og spurði, hvort ég vildi ekki taka að mér starf á skrifstofu Þjóðabandalags- ins — sem þá var enn í London — í staðinn fyrir Fabian van Koch, sem hafði veikzt. Ég átti að starfa þar í þrjá mánuði. Ég hafði þá fyrir nokkrum mánuðum lokið embættisprófi og var mjög freist- andi að fá tækifæri til að fara ut- an og litast lítið eitt um eftir hina löngu innilokun styrjaldaráranna. Ég varð að taka ákvörðun á stund- inni, og tók boðinu með þökkum. Hinn 19. apríl var ég kominn til London með farangur til þriggja mánaða dvalar, en átta ár liðu, þangað til ég kom heim aftur. Doktorsritgerð Per Jacobssons, sem aldrei komst á pappír, átti að fjalla um gullvandamálið, og er þvi eitt þeirra verkefna, sem hann vildi nú gjarnan taka fyrir á fræði- legum grundvelli. Hann leggur á það áherzlu, hvað áhrifin frá náms- árunum í Uppsölum hafi ráðið miklu um æviferil sinn. — Ég naut nefnilega þeirrar ómetanlegu heppni að geta lært þjóðhagfræði, þegar Davidson, Wicksell, Cassel og Heckscher kenndu samtímis við háskólann, því að ekkert land hefur nokkru sinni átt slíkum úrvalsmönnum a að skipa við sama skóla í einu. Zorn gaf 20.000 eftir viskísjússinn — Félagslífið í Uppsölum var líka þýðingarmikið fyrir mig, ekki hvað sízt stjórnmáladeilurnar. Ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.