Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 22
226 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS geta boðið venjulegri Himalaya- klifurtækni byrginn. Þó að hæðin sé vitanlega erfið, að því er þessa tinda snertír, er það samt ekki hún, sem þvergirðir fyrir framrás sækj- endanna. Þarna eru mörg fjöll, sem eru svo torfær, að ómögulegt mundi reynast að klífa þau í yfir 8000 metra hæð. En af því að hæð- in er minni getur klifurgarpurinrf neytt tækni sinnar til að komast yfir erfiðan skriðjökul, upp bratt- an hamravegg eða eftir hvassri egg. Það er í þessari hæð, sem maður getur notið hinnar miklu ánægju klifursins í stórfengari og harð- leiknari fjallaveröld. Þriðji flokkur Himalayaleiðangr- anna hefur það aðalmarkmið að finna ný fjöll. Þessir leiðangrar verða að ýmsu leyti mest lýandi, en veíta hins vegar ef til vill mesta ánægjuna. Þeir útheimfa að mað- ur beri mjög þunga byrði yfir leið- ir, ser. *o oft eru bæði erfiðar og hætt v ir. Hér er líka þörf mik- illar 1 i í því að kunna að velja beztu ðina, líka þarf mikinn tækni n dugnað, en umfram allt eru gerðar miklar kröfur til þess að maðurinn hafi ráð undir rifi hverju og sé úrræðagóður. Óvænt atvik geta orðið til þess að matar- birgðir og eldsneyti fari forgörðum og fónn snúist á svipstundu upp í beiska baráttu fyrir lífinu. Hver flokkurinn þessara þriggja hefur til síns ágætis nokkuð. En leiðangurinn sem við gerum út í ár telst til beggja síðastnefndu flokkanna. Rannsóknarsvæði leiðangursins nýa Hér um bil 32 kílómetra í loftlínu austur af Everest eru tveir risa- vaxnir tindar, sem heita Makalu I og Makalu II, og .milli þeirra og drjúgan spöl suður á bóginn er fjöldi jökulskalla og dulinna dala. Þetta svæði vissu menn yfirleitt ekkert um fyrr en 1951, er okkur Eric Shipton tókst eftir talsverða erfiðleika að komast upp í hátt fjallaskarð, en þaðan var hægt að sjá inn í Hongudal, sem er stór dalur og fullur af skriðjöklum. Við gengum niður í dalinn og komumst upp í skarð í fjallshryggnum fyrir austan hann. Þar sáum við yfir miklar víðáttur með tindum, stór- um hjarnbreiðum og bröttum skriðjöklum og bak við þetta allt gnæfðu Makalutindarnir. Við höfðum ekki nauðsynlegan útbúnað þá til að geta haldið áfram, en þegar við snerum aftur bund- um við fastmælum að kanna land- ið einhvern tíma síðar, allt austur að rótum Makalutinda. Þessi stutta ferð varð merkilegur atburður í lífi mínu. Ekki aðeins vegna þess að ég fékk tækifæri til að sjá ókunnugt landsvæði fyrstur manna, heldur líka vegna þess að ég var í för með Eric Shipton — líklega mesta land- könnuði Englendinga nú á dögum, manni sem var orðin þjóðsöguhetja á Nýa Sjálandi og meðal allra klif- urgarpa, fyrir það hve mikill fjall- göngumaður hann væri. Við fengum tækifæri árið 1952. Brezki leiðangurinn til Cho-Oyu komst ekki að aðalmarkinu og skifti sér í smærri deildir, er skyldu klifra í fjöll og kanna landið. Eric Shipton, Charles Evans, George Lowe og ég fórum ásamt hóp af Sherpa-burðarmönnum yfir í Hongudal og áfram austur í skarð- ið okkar áleiðis til Makalu. Við höfðum bækistöð hátt uppi í fjalli og gengum þaðan á þrjá tinda, sem enginn hafði komið á áður og síðan niður á Barun-skriðjökulinn mikla, fyrstir manna. Komumst við efst upp í jökulinn áður en monsun- vindarnir byrjuðu með mikilli snjó -komu, en við urðum að snúa við yegpa ; þess - að við vorum orðnir matárlitlir. Ökkur kom saman um að reyna að komast niður Barun- dalinn, þó við hefðum ekki hug- mynd um hvernig landslagi var háttað þar og hvernig snjóalögin voru þar niðri í giljum og gljúfr- um. Þegar við vorum loksins komnir skriðjökulinn á enda tók við sann- kölluð paradís. Við gengum marga kílómetra glórautt haf af samfelld- um breiðum rauðra azalea-blóma. Gegnum breiðu monsúnvindský- anna sáum við öðru hverju inn í afdali með ósnortnum skriðjöklum og hring úr ísi þöktum tindum. — Barun breyttist smám saman í U- myndaðan dal með þéttvöxnum barrskógi. Niður snarbrattar hlíð- arnar steyptust óteljandi smáfoss- ar, eins og hangandi silfurþræðir á svörtum grunni. Þetta er fallegasti dalurinn sem ég enn hef séð. Þegar við komum lengra niður á við tóku við djúp heljargljúfur, sem þvergirtu fyrir að lengra yrði komizt. Við urðum að snúa við og krækja upp í 4000 metra hátt f jalla- skarð og þá leið komumst við úr dalnum og vestur yfir fjallgarðinn. Hér var rhododendron í fullum blóma og í grasi vöxnum hlíðun- um, sem fyrir skömmu voru komn- ar undan snjó, var samfelld voð af prímúlum, með öllum regnbogans litum. Þegar við fórum um skarðið sáum við sem snöggvast inn í Iswa- dalinn. Efst í dalnum sáum við mikla skriðjökla og háa tinda og við lent- um í kappræðum um hvernig þetta svæði samrýmdist þeir^i heildar- mynd, sem við höfðum hugsað okk- ur af þessu lélega mælda svæði. En við fórum úr Barun í þeirri sannfæringu, að þarna væru ágæt svæði til að kanna og klifra á. Nýi leiðangurinn og hlutverk hans Leiðangur okkar í ár á að kanna Barun, og hann verður undirbúinn af New Zealand Alphine Club. En

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.