Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 3
til sonar hans, Bjarna í Ási í Holt- um. Stokkseyri fylgdu þá 29 afbýli, og af hlut Þórdísar var landskuld alls 425 álnir, en auk þess fékk hún 32 fjórðunga af smjöri í leig- ur af kotunum og á þeim hvíldu og nokkrar kvaðir. Auk þessa mun Þórdís hafa erft fleiri jarðir en Stokkseyri, (þar á meðal Svigna- skarð í Borgarfirði, sem faðir henn- ar keypti af Þormóði Torfasyni), og Guðmundur maður hennar átti og nokkrar jarðir og var að kaupa aðrar. Bú höfðu þau gott og var þarna allmikill auður saman kom- inn, og hefir það ekki verið öfund- arlaust. Máttu efnaðir menn á þeim árum eiga von á því að aðrir reyndi með öllu móti að krækja í auð þeirra, eða gera þeim glettur og skráveifur. Þau Þórdís og Guðmundur eign- uðust 6 börn, en ekki eru komnar ættir nema frá tveimur dætrum þeirra. Markús sonur þeirra var elztur (f. 1693) en hann missti fljótt heilsu og andaðist „karlæg- ur“ rúmlega þrítugur. Sambýlismaður þeirra Guð- mundar og Þórdísar var Eyvindur nokkur Guðmundsson. Hafði hann ábúð á hinum helmingi jarðarinn- ar frá 1681. Kona hans hét Iðunn Jónsdóttir og áttu þau 3 börn. Af einhverjum ástæðum varð Eyvind- ur að fara frá Stokkseyri 1709. Kenna sumir um ósamyndi milli þeirra Iðunnar og Þórdísar. Fór Eyvindur nú að búa á Skipum. Hann var formaður og hafði frem- ur lítið bú, en mun þó hafa verið bjargálna. GALDRAMÁLID Nú var það sama sumarið sem Eyvindur fór frá Stokkseyri, að hann hittir Pál lögmann Vídalín í Eyrarbakkakaupstað og afhendir honum tvö galdrakver, sem hann sagði að Iðunn kona sín hefði fund- ið vorið 1708 „nálægt fjörunni á LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 207 Stokkseyri“. Páll lögmaður lét kver þessi í umslag í tveggja votta viður- vist og lét þá setja innsigli sín þar á. Umslag þetta hafði lögmaður svo með sér til Alþingis 1710, og var það opnað í lögréttu innan vébanda og segir svo í Aþingisbókinni um það, sem í var: „Fundust þar í tvö kver, annað 16 blaða formur 34 blöð að tölu, illa skrifuð, með mörgum óvenju- legum Characteribus (galdrastöf- um). En forskriftirnar og annað þar í milli, hafði lögréttan ekki tíma að yfirvega. Annað kverið var fyrst 4 blöð og á þeim nokkur Characteris, ítem nafn Þórdísar Markúsdóttur og þar hjá stóð: E. h. (eigin hendi). Item nafn Markús Guðmundsson og bæarnafnið Stokkseyri, skrifað með viðvan- ingslegri hendi. Síðan var í kverinu heilög kvæði, og töldu menn ekki þau blöð. Þar eftir voru síðast í þessu kveri 26 blöð 8vo, sem lög- réttan ei hafði tóm til að yfirlesa. En þær fáar línur, sem hr. lög- maðurinn Vídalín af þeim upp las, voru fávíslegar lækningareglur. Nú með því að beggja lögmanna og allrar lögréttunnar beþeinking var ein og samþykkileg, að því- líkt ekki eigi né megi líðast um- vöndunarlaust, en þessi fundur er hr. lögmanni Vídalín afhentur í Árnesþingi, og í sama héraði er einnig bæarnafnið Stokkseyri og kvenmanns og karlmanns nafnið, sem á kverinu skrifað stendur er til á þeim sama bæ, þá kölluðu lög- mennirnir sýslumanninn Vigfús Hannesson til viðurmælis, og með sameiginlegu ráði allrar lögrétt- unnar dæmdu nefndan sýslumann skyldugan til að meðtaka bæði fyrirskrifuð kver, og eftir hans sýslumanns embætti að gera lög- lega rannsókn í héraði yfirdrep- skaparlaust, hverjir þar kunni að finnast eigendur sagðra kvera og valdir í þeim ljóta ósið sem þau innihalda. Meðtók svo nefndur sýslumaður þessi bæði kver í lög- réttu og gengu með honum þaðan 2 lögréttumenn þess erindis að inn- sigla þessi forljótu kver þar til rannsóknin skeður“. Vigfús sýslumaður þingaði fjór- um sinnum í máli þessu heima í héraði. Þórdís og Markús sonur hennar neituðu því harðlega að þau hefði nokkuru sinni átt þessi kver né séð þau. Vændi Þórdís Eyvind um að hann hefði sjálfur skrifað, eða látið skrifa, nöfn þeirra mæðg- ina á kverin, en hann neitaði því harðlega. Varð það dómur sýslu- manns, að Eyvindur skyldi fría sig með lýrittareiði af ásökunum Þór- dísar, og lýsa yfir því að hann hefði afhent kverin með sömu ummerkj- um og þegar þau komu honum í hendur. Á hinn bóginn taldi sýslu- maður að þeim Þórdísi og Markúsi bæri nauðsyn til þess að fría sig með eiði undan galdragrun, en vís- aði því til ákvörðunar lögréttu hve dýr sá eiður skyldi vera. Lagði hann sv^ fyrir að Eyvindur og eið- vottar hans, Þórdís og Markús skyldi koma til næsta Alþingis. Málið kom svo fyrir Alþing 1711. Þórdís og Markús komu ekki þangað, en Guðmundur West kom á þingið og var hann talinn lögleg- ur forsvarsmaður þeirra. Þau Guðmundur og Þórdís höfðu sent þinginu skjal, þar sem þess var beiðst, að Markús Bergsson, systur- sonur Þórdísar (og síðar sýslumað- ur) væri þar verjandi af þeirra hendi, eða fengi einhvern annan til þess. En Markús skoraðist und- an því, enda þurftu þau enga vörn að færa fram á þinginu. Dómend- um kom saman um að fela Vigfúsi sýslumanni að tilkynna þeim Þór- dísi og Markúsi, að annað hvort yrði þau að áfrýa héraðsdómnum eða þá að sætta sig við hann. Og „ef þau vilja héraðsdóminn halda,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.