Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1954, Blaðsíða 23
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 227 við teljum hann sem tilraun til þess að halda áfram starfi Everest- leiðangranna, og við höfum fyrst og fremst notið heilræða og haft samvinnu við John Hunt og félaga okkar úr förinni 1952. Ennfremur höfum við fengið þýðingarmikla aðstoð hjá Himalayanefnd kgl. vís- indafélagsins brezka og hjá Alpa- klúbbnum. Af tíu meðlimum sem verða í þessum leiðangri, tóku þrír þátt í Everestleiðangrinum í fyrra, nfl. Charles Evans, George Lowe og ég — og við þekkjum Barun, allir þrír. Bæði Evans og Lowe unnu frá- bær afrek í Everest-leiðangrinum: Evans komst á suðurtindinn, sem er 8748 metra yfir sjó, og Lowe kleif fyrstur manna hinn erfiða Lhotse-hamar og hjálpaði síðan til að koma upp efstu bækistöðinni, í 8504 metra hæð. — Engir hinna manna í leiðangrinum í vor hafa verið í Himalayafjöllum áður. — Læknir leiðangursins verður Eng- lendingurinn Michael Bell, sem hefur klifrað mikið í Alpafjöllum. Norman Hardine og Bill Beaves verða verkfræðingar fararinnar og starfa sem stendur í sínu fagi í Englandi, en JimMcFarlane, Geoff. Harrow, Colin Todd og Brian Wilk- ins fara til Nepal beina leið frá Nýa Sjálandi. Þetta eru allt klífurgarp- ar, sem hafa dugað ágætlega í erf- iðum ferðum um ókannaðar slóðir og í jökulgöngum í skriðjöklunum á Nýa Sjálandi. * Við höfum gert áætlun um til- högun starfsins meðan verið verð- ur í ferðinni. Fyrsta mánuðinn ætl- um við að kanna land, gera upp- drætti og klifra. — Við erum svo heppnir að hafa þrjá duglega land- mælingamenn í ferðinni, og þess vegna ætlum við að mæla vand- lega það land sem við förum um. Þennan mánuðinn verður leiðang- urinn í þremur flokkum. Einn létt- búinn þriggja manna flokkur á að fara inn í Iswa-dal, kanna skrið- jöklana þar, klifra upp tindana upp af dalnum og reyna svo að komast þaðan í næsta dal, sem við höld- um að sé annaðhvort Hongu eða Barun. Annar þriggja manna flokkur á að kanna hið torvelda svæði, sem er sunnan og austan við Makalu. Þeir fjórir menn sem nú eru af- gangs eiga að komast upp eftir Barun með mestan hluta birgðanna og setja upp bækistöðina, sem nota skal meðan svæðið milli Everest og Makalu verður rannsakað. Þegar líður að lokum mánaðarins eiga allir félagarnir, sem nú verða vænt -anlega orðnir vanir þunna loftinu og í fullu fjöri, að hittast við þessa bækistöð og ráðast nú á örðugustu hjallana: Baruntse — 7254 metra, Chamlang — 7319 metra og Ama Dablan — 6797 metra, en þetta eru þrír helztu tindarnir á Hongu — Barun-svæðinu. Allir þessir tindar eru hinir ferlegustu ásýndum, en við vonum að geta sigrazt á ein- um þeirra, að minnsta kosti. Bar- untse er tröllslegur tindur undir jökli. Þegar við athuguðum hann sæmilega árið 1952 virtist eina færa leiðin á hann liggja eftir brattri egg, undir klaka, sem liggur í boga upp á hátindinn. Sú leið er engum fær nema þeim, sem er leikinn í að klifra klaka. — Chamlang er mikið fjall, sem hefur aldrei verið kannað nánar, en úr fjarlægð er ekki hægt að sjá neina líklega leið þangað upp. Ama Dablan er tví- mælalaust erfiðast, og okkur stóð stuggur af að sjá eggjarnar í íjall- inu eins og sagarblað með hyldýpi á báðar hliðar, þegar við fórum til Everest. Þaðan virtist ekki viðlit að komast upp á tindinn, en frá Hongu sá ég stað, sem ef til vill gæti komið til mála, og síðan hefur mig langað til að reyna þessa leið. Okkur er fullljóst að við eigum erfitt verkefni fyrir höndum, en ég er harðánægður ef okkur tekst að ganga á einn af þessum tindum. Útbúnaður okkar er í aðalatrið- um sá sami sem við notuðum í Everestferðinni, en þó með nokkr- um breytingum, sem við teljum nauðsynlegar samkvæmt fenginni reynslu. Til þess að súrefnisnotk- unin, sem óhjákvæmileg er í há- fjöllum, geti tekið umbótum, vona ég að við getum haft með okkur nýar gerðir af súrefnisflöskum til reynslu. Það verða súrefnistæki af líkri gerð og við höfðum á Everest, en hafa verið gerð miklu léttari en áður, án þess að gæðin eigi að þurfa að rýrna. Hinn 25. marz eigum við að hitt- ast í Jogbani, á landamærum Ind- lands og Nepals, og þar hittum við tuttugu af gömlu kunningjunum okkar, Sherpa-burðarmönnunum, undir forustu hins seiga Dawa Tensings, sem er einn af beztu mönnum Tensings hins fræga. Og — hver veit nema við rekumst á síðasta bæli „yeti“ — hins hræðilega „snjómanns“, í einhverj- um afdalnum. En hvað sem því líður þá leggj- um við í nýu ferðina með fullu trausti til gamalla vina og í von um að upplifa æfintýri á nýum og ókunnum slóðum. (Sk Sk. þýddi). Gömul kona hafði fengið smið til þess að hjálpa sér eitthvað, og nú vildi svo til að einhver þungur hlutur fell ofan á',fót smiðsins. Hann rak upp ösk- ur, hoppaði um á öðrum fæti og kross- bölvaði svo og tvinnaði saman blóts- yrði, að gamla konan hafði aldrei heyrt annað eins. — Góði maður, sagði hún, hvar hafið þér lært þennan munnsöfnuð? — Slíkt er ekki hægt að læra, það er meðfætt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.