Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 213 keppnina, þar sem ég hafði nær ekkert tækifæri til þess að sjá aðra leika. Skíðakeppnin var skipulögð af Skíðanefnd vetrarleikanna. For- maður hennar var Rolf Bloch-Han- sen, en samstarfsmenn hans voru einkum þeir sem annars sjá um Holmenkoll-mótin. Sérfræðingar Alþjóða-skíðasambandsins höfðu eftirlit með skíðabrautunum. Það tókst vel að skapa keppend- um jafna aðstöðu, að svo miklu leyti sem slíkt er hægt á sviði skíðaíþróttarinnar, og úrslit þóttu réttlát. Þetta var þó erfiðleikum bundið, því að snjór var ekki næg- ur frá náttúrunnar hendi í sumum skíðabrautunum, einkum svig og brunbrautum. — Með miklum mannafla (herliði) tókst þó að sigr- ast á þeim erfiðleikum með því að flytja snjó í þær brautir og frysta hann. Þetta olli þó óvissu um fram- kvæmd á bruni og stórsvigi og æf- ingaskilyrði voru þar ekki nægi- lega góð. Bitnaði það ekki sízt á íslenzku svigmönnunum, sem áttu meira en flestir aðrir undir því að Um framkvæmd Vetrarleikanna Það sem öðru fremur einkenndi Vetrar-Ólympíuleikana í Oslo, var það að nú fóru þeir fram í stórborg, en ekki í litlum f jallabæum eins og alltaf hingað til. Tugir þúsunda af áhorfendurn gátu því notið leik- anna og það voru áhorfendur, sem báru óvenjugott skyn á hina íþrótta legu hlið þeirra. Hins vegar mátti nú sakna nokkuð hins stórfenglega ramma, sem snævi þakin Alpafjöll sköpuðu um alla leikana í St. Mor- itz, enda þótt skiðakeppnin nú færi fram á tilkomumiklum stöðum eins og Norefjell og Holmenkollen. Hið ytra skipulag leikanna var yfirleitt gott- Helztu annmarkar virtust vera á sviði umferðar og flutninga og sneru aðaUega að ahoríendum. Neðii hluU svigfcrautarúmar í Rcdkleiva. Skíðagöngumennirnir, frá v. til h.: Gurnar Pétursson, Oddur Pétursson, Ebenezer Þórarinsson, Matthiasar Kristjánsson, Jón Kristjánsson, Ívar Stefáns- son og göngukennarinn Johanr.es Tenman. Hvarvetna var manni tekið frekar sem góðum gesti en ferðamanni. Mjög víða fann maður mikla vel- vild í garð íslands og íslendinga. Hin tæknilega framkvæmd keppninnar var mjög góð, að því er almennt var talið. Ég get þó ekki dæmt um annað sjálfur en skíða-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.