Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Blaðsíða 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fv 216 arathöfn fór því fram á Norefjell * þ. 14. febr. kl. 10 við endamark brunbrautarinnar. Þar var fánum allra þátttökuþjóðanna komið fyrir og stóð hópur hverrar þjóðar undir sínum fána. í íslenzka hópnum voru þarna Gísli B. Kristjánsson flokksstjóri, Ásgeir Eyólfsson, Haukur Sigurðsson, Jón Karl Sig- urðsson og Stefán Kristjánsson- — Svo hafði verið gert ráð fyrir, að Ólafur ríkisarfi mundi setja þenn- an hluta leikanna, en þar sem hann var fjarstaddur vegna útfarar Georgs Bretakonungs, voru leik- arnir settir af formanni fram- kvæmdanefndarinnar O. Ditlev- Simonsen. Síðan var ólympíufán- inn dreginn að hún og leikinn ólympíusöngurinn. Að endingu var leikinn norski þjóðsöngurinn. Þann 15. febr., um morguninn fór áðalsetning Vetrarleikanna fram á Bislét-leikvanginum. Kl. 9,30 söfnuðust þátttakendur saman á leiksVæði Boltelökken-barnaskól- ans og 'fylktu líði. Setningarathöfn- in hófst kl. 10 og skömmu seinna hélt fýlkingin af stað til leikvangs- ins. Íslenzkí hcpurinn var einn af þeim minnstö. Fremst í honum fór norskur skáti sem bar spjald, áletr- að ÍSLANÐ. Næst kom Jón Krist- jánsson og bar íslenzka fánann. Þá kom fararstjórinn Einar B. Pálsson og síðan göngukennarinn og göngu- mennirnir, tveir og tveir saman, fyrst Tenman og Matthías Krist- jánsson, síðan ívar Steíánsson og Ebenezer Þórarinsson og loks Gunnar og Oddur Péturssynir. ís- lenzka hópnum var fagnað með bezta móti af áhorfendum, bæði á { leið til leikvangsins og þegar þang- að var komið. Kom þar vel fram sá mikli hlýhugur sem íslendingar njóta í Noregi. |? Setningarathöfnin fór fram svo f sem ólympíureglurnar mæla fyrir. Ragnhildur prinsessa setti leikana Ásgcir fer í gcgnum „hárnálina“ fyrir framan konungsstúkuna. í fjarveru Hákonar Noregskonungs- Nýung var það í Vetrarleikunum, að ólympíueldurinn var fluttur langt að og borinn af skíðamönn- um á skíðum. Var eldurinn tendr- aður í Morgedal á Þelamörk, við heimili Sondre Norheim. Hann lifði frá 1825 til 1897 og er talinn helzti upphafsmaður nýtízku skíða- íþrótta. ., Stórsvig karla Fyrsta keppni íslendinganna var stórsvig á Norefjell þ. 15. febrúar. Hæð brautarinnar var um 300 m. í brautinni voru 52 lilið. Brautin var í mjög góðu ástandi og keppn- isaðstæður jafnar. — Neðri hluti brautarinnar hafði verið hættuleg- ur síðustu dagana fyrir mótið vegna snjóleysis, svo æfingar voru þá mjög af skornum skammti, mest ein ferð í allri brautinni á dag. En þegar til keppninnar kom, hafði herhð og sjálfboðaliðar mokað miklum snjó í brautina og margs konar varúðarráðstafanir verið gerðar, svo að keppnin tókst mjög vel. í stórsviginu voru 85 keppendur, þar af voru þrír dæmdir úr leik. Bezti rástími var 145,0 sek. (Erik- sen, Noregur), en hinn lakasti 232,8 . sek. Meðaltal allra rástíma var 175,0 sek. Rástími íslenzku kepp- endanna var: Sek. Nr. 51 Haukur Sigurðsson .. 177,0 — 57 Jón Karl Sigurðsson. 181,5 — G3 Ásgcir Eyólfsson .... 186,4 — 63 Stefán Kristjánsson .. 192,5 Kcppen^um okkar hlekktist ekki á í leiknum, nema Ásgeiri, sem féll tvisvar. Brun karla Hinn 16. íebr. var keppt í bruni á Norefjell. Hæð brunbrautarinnar var hin sama og á fyrri Norefjell- mótunum, 710 m og lengdin 2435 m- Miklum erfiðleikum hafði það ver- ið bundið að gera brautina hæfa til æfinga og keppni, vegna snjóleysis. Þegar til keppninnar kom mátti þó segja, að sköpuð hefðu verið góð skilyrði og sæmilega jöfti. En æf- ingar í brautinni fyrir kejjpnina voru mjög takmarkaðar og ófull- nægjandi að margra dómi. Margs konar varúðarráðstaianir voru gerðar til þess að forða slysum, t. d. var komið fyrir hálmdýnum við varasamar beygjur og á trjám, sem þóttu hættuleg við brautina. í brunið voru skráðir 85 kepp- endur og luku 72 þeirra leik. Rás- tími fyrsta manns (Colo, Ítalía) var 150,8 sek, en tveggja hinna síðustu 253.5 og 370,8 sek. Meðaltal allra rástíma var 183,8 sek. Rástími ís- lenzku keppendanna var: Sek. Nr. 49 Haukur Sigurðsson .. 136,0 — 50 Stefán Kristjánsson . 186,1 — 52 Ásgeir Eyólfsson .... 138,3 — 54 Jon SigUJ^^n......... 190,1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.