Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1951, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.1951, Blaðsíða 4
432 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Vegurinn hjá Haldi utnn við IHiðhlíð frá ísafirði til Bolungarvíkur þriðja hvern helgidag um eða yfir tuttugu sumur, og hlekktist aldrei á. Hann gekk einnig mjög oft þessn leið á vetrum. Sjera Sigurgeir, núv. biskup, gekk einnig mjög oft hlíðina um átta ára skeið. Á Óshlíð er beitiland gott og skjól svo að segja fyrir öllum áttum. Er því sauðfje látið ganga þar sjálfala, einkum haust og vor. Hafa því fjár- menn verið mjög mikið á hlíðinni, en aldrei hafa heyrst neinar sagnir um slys á smölum þar. ekki heldur á fienaði. svo að orð sje á gerandi. Eins og áður segir. þá er ekki ólík- legt að fleiri slys hafi orðið á Óshlíð, en þau er hier eru talin. En þó að þau væru ekki fleiri. þá eru þau samt of mörg og stór. Það ber því að gera alt. sem hugsanlegt og mögulegt er til þess að koma í veg fyrir slys barna og helst að fyrirbyggja þau. Háttsett- ur og glöggur embættismaður, sem líka er kunnugur vestra. hefur stung- ið upp á því, að sett yrði reglugerð um umferð á Óshlíðarveginum. Þetta gæti verið gott, ef til væri vandað og vel fram fylgt. En þó að lög oe regl- ur, þekking og lærdómur sje alt bless að og gott, það sem það nær. þá má reynslu og skynsamlega varúð aldrei vanta, ef vel á að fara. Þeir voru ekki lærðir. áraskipaformennirnir gömlu, og höfðu engar prentaðar reglur til þess að fara eftir, en þeir kunnu þó að sigla af sjer báru og taka land í brimi. en eitthvað svipað lag þurfa þeir að kunna, sem stýra ökutækjum á Óshlíðarveginum. Sumarið 1927 gengu nokkrir menn upD á Óshyrnuna. Þar uppi á hamra- brúninni sáu þeir sprungu, er náði yfir nokkurra tugametra svæði. Var sprungan svo sem um húsbreidd frá fremstu nöf Óshlíðarmegin. Virtist hún mjög djúp, en ekki nema um hálft til eitt fet á breidd. Mun lítill vafi vera á því, að sje þetta stykki ekki ennþá hrunið, að það geri það fyrr eða síðar. Ætti því að fara þarna upp og aðgæta þetta, og gera ráð- stafanir ef með þarf og unt er. Menn hafa líka verið að tala um, að sprengja úr klettunum yfir hættu- svæðunum, t. d. á hverju vori áður en umferð hefst. Ekki skal um það dæmt hjer hvort betta er hægt eða hvort það kæmi að nokkru gagni, en þó svo væri, þá er ekki líklegt að því væri mikið að treysta. Þótt nú um langan aldur hafi ver- ið litið svo á, að mestur hluti Ós- hlíðarinnar væri hættulitill vegna grjóthruns, þá hafa áður orðið þar skriðuföll á ólíklegustu stöðum. í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir svo um Seljadal m. a.: „--------Þar eru tvenn uppsátur, er kallast annað Rómur, en annað Selvör. í Rómnum eru 3 vermanna- búðir, aðrar 3 eru af grjóti afteknar. —-------í Rómnum er háski fyrir búðirnar sökum grjóthruns úr fjalli.“ Seljadalur er svo gömul verstöð að hennar er getið í fornsögunum. Búðir þær, sem eyddust, hafa að sjálfsögðu aldrei verið bygðar upp aftur. En í Seljadal voru búðir uppi- standandi fram á annan eða þriðja áratug þessarar aldar. Þar bjó síðast, með fjölskyldu sinni, maður að nafni Pjetur Níelsson, en skömmu eftir að hann fluttist þaðan kom bjarg eitt mikið í búðartóftina. Þarna hafði þó ekki komið steinn úr fjallinu í marg- ar aldir. Um Kálfadal segir Jarðabókin m. a.: „--------Þar er verstaða og standa nú 6 búðir, en ein, hin 7unda er ný- lega (þetta er skrifað 1710) af grjóti aítekin.---------Hætt er hjer bæði skipum og búðum fyrir grjóthruni úr hlíðinni og hefur nokkrum sinn- um skaði að orðið." í Kálfadal voru menn í veri nokk- uð fram á þessa öld, en á síðari tím- um hefur aldrei heyrst að nokkur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.