Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 15
LESBOK morgunblaðsins 139 Annað kemur hjer líka til greina, sem bæði er Bandaríkjunum til sóma og getur skýrt hið góða samkomulag á Samoa. Bandaríkin senda ekki .þang að aðra en úrvalsmenn að mannkost- um og skyldrækni, og á það eigi að eins við um liðsforingjana, heldur alla. Þess vegna hleypur aldrei snurða á þráðinn í sambúð þeirra við eyja- skeggja. Innlendu höfðingjarnir hafa frjáls- ar hendur um alla stjórnsemi sinna mála. Það er að eins þegar um hags- munamál allra eyjaskeggja er að ræða —- eða hagsmuni Bandaríkjanna — a3 landstjórinn er hafður með í ráðum, og hann reynir þá að leysa málin af lempni og árekstralaust, en aldrei með valdboði. Árangurinn af þessu er sá, að eyjar skeggjar una vel hag sínum, og þeim f jölgar, en slíkt er einsdæmi á Suður- hafseyjum. Þeir eru jafn frjálsmann- legir og áður og finna alls ekki til þess að þeir lúti erlendu valdi. Gamlir siðir og rótgrónar venjur fá að haldast. Enn í dag er þar enginn maður með mönnum, nema hann hafi gengið undir hina kvalafullu tatover- ingu. Allir karlmenn, sem hafa náð 18 ára aldri, eru útflúraðir frá knjám upp að mitti, og er engu líkara en að þeir sjeu í skrautlegum sundbuxum. Hver ættflokkur hefur sín einkenni í þessu hörundsflúri, og á því þektu sjófarendur hver annan hvar sem bát- ar þeirra hittust í Kyrrahafinu, hvort sem það var á Tonga, Fídji eða Tahiti. Trúboðarnir hafa reynt að kveða þenn an sið niður, og segja að hann beri vott um villimennsku og heiðindóm. En hvað eiga íbúarnir á Samoa að hugsa þegar þeir sjá amerísku sjólið- ana í Pago-Pago, alla útflúraða með myndum af skipum, hafmeyjum, hjörtum, kínverskum drekum og ekk- erum? Er ekki von að þeim finnist boðskapur trúboðanna skrítinn? Hvað sem öllu líður, þá eru hinir trúheitu Samoa-menn svo gjörfulegir, hraustir og harðgerðir að þeir bera af öðrum eyjaskeggjum í Kyrrahafi. Þó hefði kynstofninn alls staðar getað verið eins, ef hvítu mennirnir hefði ekki að eins hugsað um það, að raka saman auðæfum á sem skemmstum tíma. Þeim hefur farið þar líkt og manninum, sem slátraði hænunni, sem átti gullegg. Samoa-búum er aðeins ein hætta búin. Ferðamannastraumurinn er far- inn að beinast þangað. En það er segin saga í þeim höfnum, þar sem ferða- mannaskipin koma, þar breytast íbú- arnir í slæpingja og óorðheldna menn. Ferðaskrifstofurnar velja ekki ferða- fólk með sömu umhyggju og Banda - ríkin velja þá menn, er þau senda til nýlendnanna, og frá ferðamönnunum kemur sjúkdómshættan. Um leið og Samoa-búar komast til fulls að því hvaða gildi cent og dollar- ar hafa, þá er lokið hinu komínúnist- iska þjóðskipulagi þar — hinu eina, sem blessast hefur í veraldarsögunni. Það er ekki fyr en menn hafa kynst þeirri bölvun, sem peningunum fylgir, að þeir geta ekki um annað hugsað en peninga. (Úr „Monsunens sidste Rejse“, 1938). V V V DR. Guðbrandur Jónsson hefur skýrt mjer frá því, að myndin af Friðrik Trampe greifa, sem birtist fyrir skemmstu í Lesbókinni, muni ekki vera af honum, heldur einhverjum öðrum úr þeirri ætt. Draga menn þá ályktun af einkennisbúningnum, sem er einkennisbúningur ,,Sorenskriver“ en það embætti hafði Fr. Trampe aldrei á hendi. A.Ó. V Mannþekking Á því þekkirðu „gentlemanninn“ hvernig hann umgengst þá sem hann getur ekki haft neitt gott af. Siíjlincjcilineí IJ Frh. af bls. 131 að gera? Þeir fá ekki að fara á land í amerískri höfn ,og þess vegna verða þeir að vir.na þangað til þeir koma heim aftur. Skip, sem sigla til Grikklands géfa sjómönnunum þar kost á því að vinna af sjer fargjald til Bandaríkjanna. Sumir eru jafnvel látnir borga með sjer. En þegar til Bandarikjanna kemur fá þessir menn auðvitað ekki að setjast þar að, eins og.þeir ætluðu sjer, og verða að dúsa á skipinu þang- að til það kemur aftur til Grikklands — einhvern tíma. Yfirmenn fást á skipin vegna þess að ekki er krafist neinna skilríkja af þeim. Engin lög eru um það í Pan- ama að skipstjórar og vjelstjórar þurfi að hafa lokið prófum til þess að taka, að sjer slík störf. Viðhaid skipanna er alveg í sam- ræmi við það hvernig þau eru mönn- uð. Þess vegna er nú f jöldi þessara skipa ekki annað en fljótandi líkkist- ur. Engin slökkvitæki eru til á þeim, svo ekki er hægt að kæfa eld, ef hann skyldi koma upp. Bandaríkjamenn líta illu auga þenn an flótta skipa sinna úr landi, en fá ekki að gert. Það er einkum tVennt, sem þeim sárnar — fyrst og fremst það að dýrmætur skipastóll skuli þannig lenda í niðurníðslu og í öðru lagi það, að nú verða vandkvæði á því að ala upp nægilegan fjölda æfðra sjómanna á þeim skipum, sem eftir eru. Þess vegna gerir nú CIO og fleiri fjelög kröfu um það, að sett sje lög um það, að skip, sem Bandaríkjamenn eiga, verði að sigla undir fána Banda- ríkjanna, og komið verði þegar í stað fyrir frekari skipaflótta úr landi. En með því yrði sögu „panamiska" skipaflotans“ brátt lokið og þetta hneiksli í sögu siglinganna afmáð. ^ ^ ^ ^

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.