Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 2
126 LESBÖK MORGUN"LADSINS ' . ______________ • Articulations-kennsla. — Drengurinn þrýstir hendinni á barkakýli kennarans til að finna hljóðið frá raddböndum hans. eru mállausu börnin þarna í skólan- um í' Stakkholti 4 að öllu eins og önnur börn, að því einu undanskildu, að þau vantar heyrn og haía af þeim orsökum ekki lært að tala. Þau eru að vísu eitthvað örlítið seinni að þrosk ast, þau eru ef til vill eitthvað til- finninganæmari og óþolinmóðari en aðrir jafnaldrar þeirra, en að öllu jöfnu eru þau eins broshýr og kát og kátustu krakkar og jafn algerlega á- hyggjuiaus og alheilbrigð börn.. Að minnsta kosti á meðan þau eru !enn oí ung til að skilja að fullu erfiðleik- ana, sem málleysið óhjákvæmiiega á eftir að valda þeim. Mállaus börnæru í fáum orðum sagt eins og börn eru flest: meðal þeirra má finna jafnt skýrleiksbörn sem skussa. Um orsakir heyrnarleysis er það að segja, að ýmsir sjúkdómar geta valdið því. — Þannig hefur nýverið komið í ljós að ef kona fær rauða hunda 3 fyrstu mánuði meðgöngutím- ans getur það valdið ýmiskonar vönt- un hjá barninu, t.d. heyrnarleysi. Stakkholt ý Málleysingjaskólinn í Stakkholti 4 er í tveimur sambyggðum húsum, sem standa andspænis Hampiðjunni. Þetta eru þrifaleg hús, en ekki svip- mikil, sýnilega bygð á þeim tímum þegar fáir gerðu stærri kröfur til skólahúsa, en að þau hefðu sæmilegt þak og sæmilega útveggi og sæmilega traust gólf fyrir barnsfæturna. Húsin eru þokkaleg að sjá og meira ekki, en þau eru hrein, og þar er góð stjórn og þau eru miðstöð málleysingja- fræðslunnar á íslandi, skóli og heim- ili nítján mállausra barna víðsvegar af landinu. Það kann að koma dálítið einkenni- lega fyrir sjónir, að mjer datt einna helst í hug einhver „æðri“ mennta- stofnun, þegar Brandur skólastjóri sýndi mjer námsstofur og vistarverur barnanna nítján. — Síður en svo að háttalag barnanna og framkoma bæri nokkurn keim af hátíðleik, eða úr svip þeirra mætti lesa heimspekilegan þankagang og stórbrotin örlög: þarna voru á ferðinni brosandi börn og kurteis börn og skelfingar ósköp for- vitin börn; en það, sem skipaði þeim á annan bekk en jafnaldra þeirra úti á götunni, var, að það var eins og flest það, sem þarna fór fram, þá stuttu stund, sem jeg dvaldist þar, hefði eitthvað sjerstakt hálfhulið markmið, hefði jafnvel verið vand- lega hugsað og löngu ákveðið. Og því datt mjer í hug virðuleg menntastofn- un, að þótt leikur barnanna virtist áhyggjulaus og dutlungar þeirra í kennslustofunum jafn óskiljanlegir og jafnaldra þeirra, var þó einhver þoku- kend alvara yfir þessu öllu samhn, svo maður gekk þess ekki dulinn, að ef vel væri leitað mætti finna ætlunar verkið innan um leikana og lokatak- markið bak við barnabrosin. Ef til vill hefur það verið heim- sóknin í svefnstofu yngri barnanna, sem fyrst skaut þessari hugsun upp i huga mjer: röðin af hvítu járnrúm- unum, fatahengin með litlu húfunum og litlu kápunum hlið við hlið, glösin með tannburstunum, öll jafnstór og öll eins á litinn; þetta var allt svo skipulegt og ,.fullorðinsleet“. Eða ef til vill hefur það verið eitthvað annað. Jeg veit það ekki, en þetta með „æðri“ menntastofnunina skaust upp í koll- inn á mjer þarna í Málleysingjaskól- anum, og þaðan hefur því ekki verið þokað síðan. Þolinmœðisverk Að lýsa kennslunni í Málleysingja- skólanum eftir stutta heimsókn er ærið vonlaust verk. Kennsla þeirra mállausu er mikil þclinmæðisvinna og flóknari vinna en svo, að ókunnugur geti gert henni nokkur skil í stuttri blaðagrein. En með því að stikla á því stóra, mætti ef til vill gefa örlitla hugmynd um starfsemina í sam- byggðu húsunum tveimur andspænis Hampiðjunni. Fyrst er þá það, að þegar rætt er um málleysingjakennslu, er fingra- málið um það bil eins úrelt og gamli Ford. Þessi aðferð þeirra mállausu til að „tala“ er að smáhverfa, það er reynt að fá málleysingjana til að nota

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.