Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS pH|;jf.4T i 133 Hjónin Ólöf og Valdimar Briem með Ólaf son sinn fyrir utan gömlu baejardyrn ar á Stóra-Núpi. *' «nsro.xwi'«i>a9>'»,marm.íik <»mwrwwcvtnwnr-mwtna> ir, eitthvað á þessa leið: Jeg held þau megi þakka Guði fyrir, að hann ljetti á þeim einhverju af byrðinni. Nóg hafa þau með barnahópinn sinn samt. — Slíkan hugsunarhátt, sem þarna kom fram, vítti sr. Valdimar harð- lega. Hann tók mjög hart á því, ef menn notuðu ljótan munnsöfnuð. Og gekk eftir því, að heimilisfólk sitt væri heflað og kurteist í orðum. Á fyrstu búskaparárum hans, með- an hann bjó á Hrepphólum, blómgað- ist hagur hans vel. Hann átti gott og gagnsamt bú, er hann flutti að Stóra- Núpi. Síðasta árið hans í Hrepphól- um, það var harða vorið 1882, missti hann þó 50 sauði, inn á eystri Hreppa manna afrjett. Hafði hann fengið að reka sauðina þangað, því miður. — Hefðu þeir verið heima, hefðu þeir vafalaust komist af. En þrátt fyrir þetta mikla áfall var sr. Valdimar með efnaðri bændum sveitarinnar þegar hann kom að Stóra-Núpi. Alla tíð var sr. Valdimar ákaflega hjálpsamur maður og var kona hans honum samhent í því, sem öðru. — Hann neitaði aldrei nokkrum manni um nokkra hjálp, ef hann gat orðið mönnum til styrktar. Eitt sinn man jeg eftir því, að fátækur bóndi í sókn- inni kom til hans og tjáði honum, að hann þyrfti á hundrað króna láni að halda til þess að fá nauðsynlegar vör- ur úr kaupstaðnum. Sr. Valdimar átti ekki peningana til, en skrifaði frænda sínum, Eiríki Briem, og bað hann að lána sjer krónurnar handa bóndanum til hausts. En þegar haust- ið kom, átti bóndi ekki neitt til að borga með skuldina. Þá var innlegg bændanna ekki mikið, þegar dilkur- inn fór á þetta 4—5 krónur. Fljótlega eftir að sr. Valdimar kom austur, var hann kosinn í hreppsnefnd og von bráðar var hann oddviti hrepps ins. Hreppsnefndar- og oddvitastörf- um gengdi hann í 33 ár. Leysti hann öll störf af hendi með stakri ná- kvæmni og skyldurækni. Fljótt bar á því, eftir að sr. Valdi- mar var kominn í hreppsnefnd, að sveitarómagar áttu talsmann til hins betra þar sem hann var. Áður var það venja, að ómagarnir voru látnir flækjast bæ frá bæ til þess að jeta út útsvör bænda. Þetta aftók sr. Valdi- mar með öllu, nema þá styrkþegarnir kysu það, heldur en vera á einum og sama bæ um kyrrt. Vandlátur var hann um heimili handa börnum, er alin voru upp á sveit og ekki mátti hann heyra nefnt að bjóða upp ómaga á fundum, eins og siður hafði verið til þess að lækka meðgjöfira, eða tvístra heimilum. Þessar gömlu ó- mannúðlegu venjur voru að vísu farnar að dofna þegar hann kom þangað. Átti Einar Gestsson bóndi á Hæli sinn mikla þátt í þvi. Annars voru það samgöngumálin og barnafræðslan, sem hann bar mest fyrir brjósti, sem hreppsnefndarodd- viti. Hann vildi auka framlög manna til vegagerðar innan hreppsins, en framan af voru bændur tregir að fylgja honum þar að málum. Sótti hann það alltaf fast, að lagfærðar yrðu ófærur, brúaðar keldur og þess háttar, svo að nokkurn veginn yrði greiðfært um sóknir hans. — Þegar það kom fyrir á hreppsfundum, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.