Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1948, Blaðsíða 4
128 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS í Watertown skarr.mt frá Boston, tal- aði hann lengi við sextán ára pilt, sem var blindur, mállaus og heymarlaus. Pilturinn ,.heyrði“ hvað Brandur sagði, með því að styðja þumalfingri á barkakýli hans og vísifingri á var- irnar. Þriggja ára gamall hafði hann misst heym og sjón. Þvi yngri, þvi betra Brandur leggur áherslu á nauðsyn þess, að mállaus börn fái sem fyrst að njóta tilsagnar þjálfaðra manna. Hann bendir í þessu sambandi á það, að venjulega sýna foreldrar heyrnar- og mállausum börnum meiri um- hyggju og eru þeim eftirlátari en öðr- um börnum sínum, vegna mál- og heymarleysis þeirra og torvelda með því uppeldi þeirra, einkum ef börnin koma stálpuð í skóla. Þau ættu að komast sem allra fyrst undir hand- leiðslu málleysingjakennara, segir Brandur, og þau koma nú í skólann fjögra til fimm ára og eru þar að minnsta kosti til sextán ára aldurs. Starfsemi Málleysingjaskólans er raunar ekki einskorðuð við það eitt að hjálpa börnunum til að vinna aftur eitthvert brot af skilningarvitunum, sem þau voru svift við fæðingu eða í æsku. Það er ekki hvað síst lögð áhersla á að kenna þessum óheppnu litlu ís- lendingum að umgangast talandi fólk og sigrast á þeim erfiðleikum, sem heyrnar- og málleysið veldur þeim í daglegu starfi og umgengni. Og þetta tekst oftast að einhverju leyti og stundum furðu vel. Þá hefur ekki til einkis verið unnið. En skólinn í Stakkholti 4 gerir raunar fleira. Hann kennir börnunum skrift og lestur og reikning, og á ellefta ári byrja þau að fást við allar aðrar venjulegar námsgreinar. Hann reynir að þjálfa og skerpa skilningarvitin, einkum heyrnina, ef leyfar af henni eru eftir. Hann gætir heilsufars nemendanna, sendir þau í Sundhöllina og hvetur þau til leika og íþrótta. Og loks hjálpa börnin svo hvert öðru, því þau eru undarlega fljót til að skilja hvert annað, og þótt örlitlir krepptir hnefar verði stund- um að leysa deilumálin, þar sem tal- andi börn hefðu getað gripið til tung- unnar, er samkomulagið jafngott í heimavistinni í Málleysingjaskólanum og hægt er að vænta, þar sem nítján hraustir og fjörugir unglingar dvelja saman á einum stað. Brautryðjendur Við borð hvers nemar.da í kennslu- stofunum í sambyggðu húsunum í Stakkholti 4 eru heyrnartæki, sem börnunum eru ætluð. Tæki þessi, sem tengd eru við hljóðnema á borði kenn- arans, eru mikið notuð við kennsluna. Þau eru „það nýjasta", ef svo mætti orða það, spánýtt áhald í baráttunni gegn málleysinu. En sú barátta má segja að byrjað hafi fyrir alvöru, þegar sjera Páll Pálsson í Þingmúla í Skriðdal austur á Hjeraði, stofnaði málleysingjaskóla sinn 4. september 1867. Síðan hafa ýmir mætir menn komið við sögu, meðal annars sjera Ólafur Helgason á Stóra-Hrauni og frú Margrjet Rasmus, sem varið hef- ur miklum hluta æfi sinnar til að greiða götu málleysingjanna. Og þótt erfiðleikarnir hafi verið margir og verkið allt seinsótt, hefur árangurinn orðið áþreifanlegri með hverju ári. Ef einhver efast um það, að hjer hafi verið unnið merkilegt og þakkar- vert brautryðjendastarf —- brautryðj- endastarf, sem örfað hefur hamingju, lífsþrótt og sjálfstraust fjölda íslend- inga — þarf hann ekki annað en koma við í Málleysingjaskólanum andspæn- is Hampiðjunni og hitta þar strák- hnokka, sem alveg er að springa af monti. Sá litli er nýbúinn að læra að segja „r“ — og errrrr þrumar hann nú öllum stundum. «-------------------------------«> Barnahjal Lítill drengur hafði fengið litla skjaldböku í afmælisgjöf, og þótti honum afar vænt um hana og ljek sjér oft við hana á kvöldin. En einu sinni kom hann að skjald- bökunni þar sem hún hafði farið ofan í þvottafatið hans, fullt af vatni. Hoijum sýndist hún dauð og hljóp hágrátandi til pabba síns. „Vertu ekki að gráta“, sagði pabbi hans. „Við skulum leggja skjaldbökuna í vindlakassa og svo skulum við grafa hana hjerna úti í garðinum undir glugganum þín- um. Og við skulum skreyta gröf- ina með blómum og setja fallega girðingu í kring um leiðið. Og svo máttu bjóða öllum leiksystkinum þínum í erfisveislu, og þið skuluð fá ís og kökur“. Drengurinn hætti að gráta og þeir fóru að sækja skjaldbökuna. En þá var hún á sundi í þvotta- skálinni og var bráðlifandi. Drengurinn leit á pabba sinn og sagði: „Við skulum drepa hana“. ★ Mamma var vön að bjóða börn- unum góða nótt með kossi. Eitt kvöld var hún þreytt og sagði þeim að fara upp á loft og hátta. Svo sagði hún við það yngsta, dreng á fjórða ári: „Heldurðu að þú getir ekki afklætt þig sjálfur?" „Jú“, sagði hann stúrinn, „en jeg get ekki kysst sjálfan mig“. ★ Mamma hafði verið að lesa æv- intýr fyrir Önnu litlu. Þá sagði Anna: „Ó, jeg vildi að jeg ætti töfra- sprota, þá skyldi jeg breyta öllu í sælgæti og eta það allt saman sjálf “. „Heldurðu að þjer yrði ekki illt í maganum af að borða svo mikið?“ spurði mamma. „Nei, nei“, sagði Anna, „jeg skyldi breyta mjer í fíl fyrst“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.