Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1945, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1945, Blaðsíða 8
LESBOK MORGUNBLAÐSINS (398 Sumir af óvinum Skúla gerðu all mikið úr því, hve drykkfeldur hann væri. En trúverðugar heimildir tjá, ;ið hann hafi að vísu á yngri ár- um neytt víns, en þó sjaldan fyr ,en að afloknu dagsverki. Enda seg- ir sig sjálft, að uiaður, sem legið hefði í óreglu, hefði ekki megnað að afkasta þvílíku feiknar æfi- start'i, sem Skúli íögeti gerði. Enda kemur sönnunin fyrir því pð Skúli hafi ekki drukkið sjer til A ansa, úr ólikustu átt, nefnilega úr hinu óhugnanlega níðkvæði um hann: „Veðurvita". Þar segir: „Því mun hann vorðinn, þig ég spur, þakinn skuldum bláfátækur? Vínsvelgjari þó engi er, útarmast kunni ei þar fyrer“. — — Mætti það virðast næg sönnun. Árið 1770, varð Norðmaiminum Lauritz A. Thodal, stiftamtmaður, og hinn fyrsti í því embætti, sem búsetu hafði hjer á landi. Var hann hinn mætasti maður og besta yfir- vald, enda var hann talinn, við- mótsþýður, ljúfur og lítillátur í aliri umgengni. Ekki báru þeir Skúli þó gæfu til þess, að eiga skap saman. Er lítill vafi á því, að jþar hefir Skúli átt sökina. Raunar segir Magnús Ketilsson, að þeir Ól. Steph. og Björn lögmaður Markús- son, hafi spillt á milli þeirra. Ilvort hæft er í því eða ekki, með Ólaf, skal ósagt látið hjer. En litlar lík- ur eru fyrir því með Björn lögm. Ilann var einn af fyrstu stuðnings- mönnum Skúla, við að koma „Inn- rjettingunum“ á laggirnar, og gisti vinátta var með þeim, eins og sjá má af eftirfarandi sögu: „Eitt sinn gengu, þeir Skúli og Björn lögm. af skipi í Viðey, og leiddust upp sjáfargötuna, en hún er all-brött. Er þeir komu upp á túnið, þraut lögmann gönguna, því að hann var feitlaginn og mikið klæddur, staldr aði hann við og bljes mæðinni. Þá jnælti Skúli: „Skrattans góður smali værir þú!“ En hinn svaraði pðar: ,,Það væri jeg — ef jeg hefði þig fyrir hund“. — Ber frásögnin jneð sjer, að þetta hefir verið á 'pfri árum þeirra, var Björn lögm. þó, nokkru yngri en Skúli. En vísfc pr um það, að vinátta hefir verið Framh. af bls. 1393 armaður llannesar biskups Finns- sonai-, bent honum á fundarstaðinn. Telur Sveinn líklegt að þessi jurt þafi verið gróðursett þarna í ka- þólskum sið. Sönnur eru fyrir því, að Sveinn hefir greint þessa jurt rjett, eins úg hans var von og vísa, því að sænski grasaíræðingui-inn Solander, einn af duglegustu lærisveinum Linnés, sem ferðaðist hjer með Banks og von Troil 1772, getur þess að hann hafi sjeð A. vulgaris í grasasaíni Svei'ns. Þess má geta, að' Jón lærði telur malurtina til ís- lenskra jurta og er ekki loku fyrir Jiað skotið, að hann hafi sjeð hana einmitt nálægt Skálholti. Engin á- stæða er til að efa, að Artemisia hafi getað vaxið við bæi í Þjórs- árdal á landnámsöld. Ekki þótti malurtaröl betra en porsölið upp á timburniennina til að gera og sama er að segja um öl ]>að, sem bruggað var með vall- Immal (Achillea millefolium), sem krydd. Mikið af vallhumalsfrjói (mynd 6) fannst við Skallukot, en auðvitað er ekki þar með sagt, að sú jurt hafi verið notuð þar til öl- gerðar, því að vallhumall vex í kring um flesta íslenska sveitabæi. Nafnið A'allhumall bendir þó ótví- rætt til þess að jurtin hafi einhvern tíma verið notuð í humalsstað hjer pins og annarsstaðar á Norðurlönd- um. f Svíþjóð var hún notuð til öl- jnilli þeirra er J>etta var. Því að Skúli var ekki þannig skapi far- inn, að hann hefði farið að „leiða“ jnann, sem hann var í óvingan við. <— Allt fór þó skaplega milli Skúla io g Thodal, þau 15 ár, sem hann var stiftamtmaður hjer á landi. Framhald. gerðar ennþá seint á 18. öld. Linué skrifar, að vallhumalsöl hleypi æs- ingi í blóðið og rugli menn mjög í kollinum. Margur hefir því göróttur drykkurinn „verið bruggaður í þessu landi fyyiir daga llöskuldar“ Og „Svarta dauða“ og iná ineð sanni segja, að hin seinni af hinum alkunnu ljóðlínum sálmaskáldsins; Margt er manna bölið misjafnt drukkið ölið eigi við góð rök að styðjast ekki síður en sú fyrri. Margt mætti enn segja um þctta moldarsýnishorn frá Skallakoti, en hjer skal staðar numið. Það sem pegar hefir verið frá greint ætti þ'ó að nægja til að sýna, að margt má finna markvert í lítilli moldarörðu, ef vel er að gáð. Rannsókn gróður- sögu íslands, með hjálp frjógrein- ingar, er eitt þeirra glæsilegu verk- efna, sem bíða íslenskra náttúru- fræðinga. En fær nokkur Jieirra nokkurn tíma tóm og. tækifæri til að sinna }>ví? Sigurður Þórarinsson. m Það kannast allir við Eiffel-turninn í París. Hann var reistur á árunum 1837—'89. Hann dregur nafn sitt af manninum, sem reisti hann, franska verkfræðingnum Gustave Alexandre Eiffel. Eiffel var fæddur árið 1832 og dó í hárri elli 1923. Það var hann, sem reisti „Frelsisstyttuna“ í mynni New York-hafnarinnar. — Margt geymir moldin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.