Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1945, Blaðsíða 2
LESBOK MORGUNBLAÐSINS Uppdráttur af bæjarrústunum í Skallakoti, eftir dr. Aage Roussell. 0)92 s. brennt birkikjarrið, í því skyni að auka og bæta graslendið. Til þess að reyna að fá frekari sannanir fyrir því að kolalagið stæði í sambandi við landnámið tók jeg sýnishorn til frjógreiningar úr jarðvegnum, ofan og neðan við þetta lag í ]»ví skyní að athuga, hvort nokkrar lirfeytingar hefðu orðið á gróðurfarinu í sambandi við mvndun þess. Það sýndi sig )>á m. a., að í sýnishornunum næstu undir kolalaginu var mörgum sinn- um meira af birkifrjói í hlutfalli við grasafrjó, en í þeim sýnishorn- um, sem tekin voru næst ofan við lagið og var það eitt næg sönnun þess, að h.jer hafði orðið gróður- farsbrevting, með svo snöggum hætti, að hún hlaut að vera nf mannavöldum og þá eðlilegast í sambandi við landnámið og evð- ingu skógargróðursins næst bæjun- um. En frjógreining jarðvegssýnis- hornanna frá Skallakoti gaf ýmsar merkilegar upplýsingar, sem mig hafði ekki órað fyrir. Hjer skal að- eins fjallað um árangurinn af rann- sókn eins sýnishorns, er tekið var 2 cm. fyrir ofan kolalagið, í sniði, sem grafið var rjett neðan við hlað ið á Skallakoti. Þetta sýnishorn hef ir myndast skömmu eftir að byggð íiófst í Skallakoti. .Tarðvegurinn í því er, eins og annarsstaðar þarna í kring. lösskend mold, þ. e. mold blandin fínum foksandi og fokösku. Með þetta sýnishorn var farið eins hg önnur er frjógreind voru. Nokk- ur grömm jarðvegs voru tekin og soðin í flússýru, sem leysir upp steinefnin og eyðir sandkornunum. Síðan var flússýran skilin frá og sýnishornið hrært út í blöndu af ísediksýru og óblandaðri saltsýru og eftir að þcssar sýrur höfðu ver- ið fráskildar og sýnishornið skol- að í acetóni, var það hrært út í blöndu af edikssýruanhýdríði og óbbiudaðri brennisteinssýru. Þessi íirottalega meðferð eyðir þeim jurta vefjum, sem finnast í moldinni, en eftir verða frjqkornin, sem fátt virðist bíta á. Þau eru síðan. skilin frá, hrærð út í glýceríni og dropi af því skoðaður undir smásjánni. Þær myndir sem hjer birtast eru ljósmyndir af nokkrum þeirra frjó- tegunda er fundust í þessu sýnis- horni. Stækkunin er 570-föld. Það er mjög erfitt að ná góðum mynd- um af frjókornum, en jeg uaut við myndatökuna ágætrar aðstoðar sænskrar stúlku, sem heitir M. Troili. ITún veitti mjer þessa að- stoð með glöðu geði, þegar hún heyrði að jeg var íslendingur. ITún á ætt að rekja til Uno von Troils erkibiskups, sem ferðaðist hjer á Islandi árið 1772 og reit merka bók um sína ferð. Ilefir áhugi fyrir Is- landi lifað með ætt hans fram á þennan dag og naut jeg góðs af því. . Mynd 1 er hafrafrjói (Avena). •Teg var svo heppinn, að einmitt um þær mundir er jeg var að athuga sýnishornin úr Þjórsárdal tókst sænskum grasafræðingi, Gunnari Erdtman, að sýna fram á að hægt er að greina hafrafrjóið frá frjó- um annarra korntegunda og með að stoð hans fann jeg hafrafrjó í ■nokkrum sýnishorna minna. Þar með er fengin sönnun fyrir því, að forfeður okkar, landnámsmennirn-. ir, hafa borið við að rækta hafra á ökrum sínum. Þetta kemur vel heim við það, að norskir fræði- menn telja nú sannað, að á víkinga öld hafi hafrar verið aðalkornteg- undin, næst byggi, í vesturhjeruð- um Noregs. I Þjórsárdal hefir og byggið verið aðalkorntegundin. Var miklu meira af byggfr.jói en hafrafrjói’í sýnishornunum. Hafra- frjóin fundust aðeins í þeim sýnis- hornum, sem næst voru viðarkola- laginu og bendir það til þess, að- hafrarækt hafi fljótt lagst niður með öllu. Mynd 2 er af frjói einhverrar punt- eða sveifgrastegundar og sýn ir að mikill stærðarmunur er á frjóum korntegundanna og flestra „viltra“ grasategunda.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.