Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1945, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1945, Blaðsíða 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS r.n? Kvað það vera hið furðulegasta níð um Skúla, þótt eigi sje hann nafngreindur þar, er ekki um að villast við hvern er átt. Er honum |þar líkt við Lofca þann hinn leiða, er öllu spilti með Ásum. Aftan við meginmálið, er kvæði, 58, 8. mælt erindi og allvel kveðið, heitir kvæð- Ið „Veðurviti“. Er alveg ótrúlega mikilli rætni tildrað þar saman í pkki lengra máli. Jón próf. Aðils, telur líklegast að þetta furðulega rit, sje eftir annanhvorn þeirra, Svein lögm. Sölvason eða Magniis lögm. Olafs- son. Mjög litlar líkur mega þó telj- ast fyrir því að Magnús, hafi nokk- uð konuð nálægt þessum óþverra. Jlræðralag þeirra Svefneyjar- bræðra var svo mikið, og Eggert Ólafsson var mikill vinur Skúla og aðdáandi, en Bjarni Pálsson ferða- ifjelagi og trúnaðarvinur Eggerts, tengdasonur hans, svo fullvíst má telja, að Magnús lögm., sem var maður friðsamur og óáleitinn hafi ekki, alveg að ástæðulausu verið með níðingslegar ertingar við Skúla Allir þeir Svefneyjarbræður, en j.ó einkum Magnús og Eggert, voru á námsárum sínum í Kaupmanna- höfn handgengir vinir Skúla, er hann átti þar vetursetu. Og þó leið- ir skvldu síðar og Magnvis vildi koma sjer sem mest hjá málarekstri „Innrjettinganna“ var aldrei nein óvild milli þeirra. Aftur á móti áttust þeir Skúli og Sveinn lögm. fátt _ eitt við í góðu. Einnig var |3veinn ágætt skáld en Magnús held ur slakur á því sviði, þó nokkuð fengist hann við kveðskap, en greinilegt er að enginn viðvaning- ur hefur hveðið „Yeðurvita“. — Svo traustar líkur eru fyrir því að Magnús lögmaður á Meðalfelli, sje saklaus að þessum ósóma, að á- stæðulaust er að bendla nafni hans við þetta. Þess hefir áður verið getið, að Skúli var röggsamur embættismað- 'ur. Eru þó þjóðsagnir, skráðar af Gísla Konráðssyni, Ól. Davíðssyni og Hannesi Þorsteinssyni, er sýna að hann var síður en svo, strangur í dómum, og aðstoðaði jafnvel saka- menn við að strjúka, ef honum leyst þeir mannvænlegir, en ónytjungum var hann ómildur. Hugmynd um betrimarhús. Árið 1753, fór Skúli þess á leit, við stjórnina, að betrunarhúsi væri komið á fót hjer á landi, er tekið gæti á móti ungum og hraustum umrenningum og beiningamönnnum. Vildi hann að þetta yrði einskonar I vinnuhæli, þar sem þessum mönnum væri kend einhver handiðn, svo að J.eim gæfist kostur á að komast á rjettan kjöl í lífinu. Taldi hann því hentugast, að betrunarhúsið Vau-i í beinu sambandi við „Innrjett- íngar“. Iljelt hann því fram, að smáyfirsjónum, sem oft stöfuðu af vanþekkingu og skorti, bæri ekki oð refsa mjög harðlega. heldur reyna að manna hið afvegleidda fólk og kenna því iðjusemi og háttprýði. r— Var þetta nýr tónn, á þessum þýðinga og brennimerkinga tímum. En stjórnin var svifasein í þessu 'máli sem ýmsum öðrum. Urðu þeir $!kúli og Magnús amtmaður ásáttir um að Arnarhóll væri hentugasti staðurinn, og var betrunarhúsið (nú stjórnarráðshúsið) reist þar, eink- um fyrir frumkvæði Skúla fógeta. i— Ætlun hans var, að það vrði uppeldisstofnun og skóli í hagnýtri jþekkingu, fyrir það fólk sem vrði dæmt þangað, en ekki „hegninga- hús“ og síst af öllu sá kvalastaður, sem það varð undir forsjá þeirra fangavarðanna: Bruun og Valdbom, sem dr. Bj. Þórðarson, segir í riti sínu: „Refsivist á íslandi" að hafi lagt alúð við að hugsa upp refsi- áðferðir, sem ekki voru áður tíðk- áðar. — Kóm tíðarandinn og ó- heppilegir menn, þannig f veg fyr- jr, að þessi umbótaviðleitni Skúla fógeta, yrði að þeim notum, sem hann ætlaðist til. Enda heyrðu þessi mál ekki undir embættisfærslu hans að öðru’ en rekningsskilum. ’ Flestum öðrum fremur, var Skúli fógeti duglegur ferðamaður, bæði á landi og sjó. Kom það sjer líka betur, svo mjög sem hann þurfti löngum að eiga f ferðavolki. Átján voru utanlands-siglingar hans, og stundum óhægur byr og harðviðri. I sjóferðum þessum, lærði hann siglingafræði og allt það er að sjó- mennsku lýtur, og er talið að hann hafi tvisvar sinnum, með dirfsku og snarræði, bjargað skipi og á- höfn: „En Skúli stóð sjálfur við stýri á flev, pg stýrði því undan sjóum“. Eins og Grímur Thomsen, segir í þinu þróttmikla snilldarkvæði sínu: „Þrekvaxnar eltir um íslands haf öldurnar Góu stormur“. Og líklegt að flestir kannist við. Greinir hann þar frá einu slíku at- Viki, þó eigi sje ósennilegt að ein- hverjar „skálda ýkjur“ kunni að hafa slæðst þar með hjá honum. AUs dvaldi Skúli 23 eða 24 vetur í Kaupmannahöfn og tók eigi lít- inn þátt í fjelagslífi íslenskra stúd- enta þar, og vann einnig að rit- störfum. Svo annasamt átti hann, í sambandi við þessar utanfarir, að í Annálum, er þess getið, að eitt sinn átti hann ekki nema 3. daga; viðdvöl hjer á landi og í annað skifti tæpan hálfan mánuð. Kost- uðu ferðalög þessi og veturseta í Kaupmannahöfn æði mikið fje, en stundum fjekk hann kostnaðinn endurgreiddan úr konungssjóði. Eftir að Jón Eiríksson var sestur að í Kaupmannahöfn dvaldi Skúli jafnan á heimili hans í utanferð- um sínum. Árið 1785 andaðist Steinunn kona Skúla, var hann þá utanlands, en það mun hafa verið hin síðasta utanför hans, enda var hann þá jorðinn 74 ára gamalh

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.