Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1945, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS » G93 Mynd 3 er af frjókorni jurtar,, sem heitir skurfa (Spergula al'ven- sis). Þessi jurt er í Skandínaviu al- geng sem illgresi í ökrum, en finnst hjer m. a. sem slæðingur kring- um bæi. Mun lítill efi á því, að hun hafi borist hingað til lands með landnámsmönnuni í sambandi við kornyrkjuna Ilún er því ekki ung sem slæðingur hjer, en hefir fundistí síðan á landnámsöld. Það er hugs- anlegt, að hún hafi með vilja verið innflutt af landnámsmönnum, því að vitað er, að hún var til forna ræktuð í Skandínavíu, sem fóður- jurt. Mynd 4 er af næsta merkilegu frjói, en það er frjó jurtar þeirrar er nefnist pors (Myrica gale). Pors er lítill runmi, skyldur birki, enda er frjóið mjög líkt birkifrjói að út- liti. Pors vex í mýrum um alla Skaudínavíu (bærinn Porsgrunn í Noregi dregur nafn af því), en hef- ir ekki fundist hjer á landi. Þessi jurt (kvenreklarnir) var fyrrum mjög notað til ölgerðar í stað hum- als. Leyfar porsöls hafa fundist í dönsku keri frá eldri bronsöld. 1 norskum ritum er porsmungát nefnt í fyrsta skifti í rjettarbót Magnúsar konungs Uákonarsonar, sem fyrirskipar: „at ollkonur seili bolla mumgatss aff possmumgate heima meltlio fir halff ærthog“. Pors er og nefnt í sænskum og dönskum miðaldalagabókum. I ís- lenskum ritum er það nefnt í fyrsta skifti í lækningabók frá síðari liluta 13. aldar, Þar stendur: „Pors grænn, stappaðr vel og blandaðr við súrt vín — þat er gott at þvá höfuð við“. Sýna þessi orð, að trú var á porsi til lækninga, en ekki gefa þau neina upplýsingu um að pors hafi verið notað á þennan hátt h.jer á landi. því að þessi klausa er eílaust tekin úr erlend- um lækningabókum, líklegast úr „jurtabókum“ Danans Hinriks' llörpustrengs. Spurningin er nú hvernig pors- frjó hefir komist í jarðveginn kringum Skallakot, Mjer þykir lík- legast, að það sje í sambandi við ölgerð. Við vitum, að öl var brugg- að á íslandi til forna og í Skalla- koti hefir fundist nóg af heima- ræktuðu byggi til maltgerðar. Ekki þykir mjer ólíklegt, að þar hafi blátt áfram verið ræktað pors til ölgerðar. Annar möguleiki er sá, að þurkaðar porsgreinar hafi verið fluttar inn frá Noregi í sama til- gangi. Þriðji möguleikinn, en sá ólíklegasti er, að porsfrjóið stafi frá innfluttu porsöli. Svo mikið er þægt að segja með vissu, að porsöl nefir verið drukkið í Skallakoti eða pors verið notað þar á einhvern annan hátt á landnámsöld eða snemma á söguöld. Pors gerði öl m.jög áfengt, en eft- irköstin eftir porsöldrykkju þóttu ekki góð. Linné skrifar í sinni frægu bók: SkánSka Resa: „Pors gerði ölið beiskt og rammt og olli, miklum höfuðverk'‘. Norsk lækn- ingabók frá 18. öld segir, að ]iors- ölið valdi: uppköstum, höfuðringli og hjartakvölum. Það skyldi þó aldrei vera, að einhver af þeim víg- um, sem höfundar íslendingasagn- anna gerðu að yrkisefni, eigi sína orsök í skapillsku út af timbur- mönnum eftir porsölþjór? Frjóið á mynd 5 telst til jurta- ættar sem heitir Artemisia og til- heyrir körfublómunum. Tvær teg- undir koma h.jer til greina: A. abs- inthium (malurt) og A. vulgaris. Báðar voru til forna notaðar til öl- gerðar og auk þess var mikil trú á þeim, sjerstaklega A. absinthium, til lækninga. I riti sínu: Um nokkrar grasa náttúrur, sein skrifað er í kring um 1640, segir Jón Guð- mundsson „lærði“ uni malurtina: „llun i sæng lögð, er vid svefnleise, hun lögd vid þrvtin Eistu, bæter jþaug. Eyrna singet bæter hun med vxagalli. Vid flóm og flugumm smir med henne og Edike“. Ilefir hún því þótt til margra hluta nytsam- leg. Engin Artemisiateguml vex nú hjer á landi. En Sveinn Pálsson get- Ur þess í ,,Anniversaria“ 1797, að hann hafi fundið topp af A. vulgar- is nál. Brúará, ekki langt frá Skálh. llafði Steingrímur Jónsson, aðstoð- Framh. á bls. 698 Frá útgreítrinum í Skallakoti sumarið 1939. Dökku rendurnar í jarðvegs- stöplunum fremst í tóftinni eru öskulög úr Heklu. (Ljósm. S. Þórarinsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.