Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 16
558 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — Sigurjón Ólafsson bíeði með góðu og illu, að koma vitinu fyrir Drese, er brást hinn versti við og þóttist ekki þurfa að taka áminningum frá honum. Sat svo við þetta sama um hríð, en ár- ið 1749, var sukkið orðið svo mikið hjá Drese, að hann var orðinn stórskuklugur í öllum áttum, og kominn í æði mikla sjóðþurð við konungssjóðinn. ’Segir Magn. Steph. í „Eftirmælum 18. aldar“ : „Vegna ráðaleysu hans bg reikninga rugls, var hann settur frá embætti árið 1749, af amtmanni Pingel, en sýslu- maður í Gullbringusýslu, Guðni Sig urðsson, settur landfógeti“. Var hann þannig fyrstur íslenskra manna í því embætti þó aðeins væri það til bráðabirgða. .Tón Esphólín segir: „Skúli mælt- ist til þess, að sjer yrði fengin land fógetasýsla, eða veik að því að fást myndi íslenskur maður, en enginn hafði verið sá áður; það er og al- sagt, að hann muni sókt hafa“. — Það er áreiðanlegt að Skúli var svo' þjóðhollur maður, að hann hefur talið heppilegast, að allir embætt- ismenn hjer á landi væru íslenskir, en mjög er ólíklegt að hann hafi haft augastað á fógetaembættinu fyrir s.jálfan sig. Því eins og áður er sagt, undi hann svo vel hag sín- um í Skagafirði, að ekki er senni- legt að hann hafi haft f hyggju að flyt.jast þaðan. Enda lætur nærri, að talist geti fullkomin sönnun fyr- ir því að svo var ekki, að eigin- handar umsókn um fógetaembættið skyldi ekki berast frá honum. — Skúli var svo mikill fyrirhygg.jti- maður að hann hefði áreiðanlega gert ráðstafanir í tæka tíð, ef hon- um hefði verið hugleikið að breyta til. Ekki stóð á því að menn hefðu augastað á landfógetaembættinu, er Drese var oltinn úr sessi. Var þó einkum einn danskur maður Tofte að nafni, er verið hafði ,lærisveinn‘ og aðstoðarmaður hjá Drese, er Framh. af bls. 547. myndum hans er mjög 5,abstrakt“ sem kallað er, þar sem hann víkur mjög frá eftirmyndun, til Jiess að gera listaáformum sínum sem best skil. En hann bindur sig ekki við þetta myndform, eins og sjá má m. a. af sutnum mannamyndum hans. Myndir þær, sem reistar verða eftir hann á ráðhústorginu í Ve.jle. eru úr granit. þær eru táknmyndir af. helstu atvinnugreinum Dana. í forystugrein í „Ekstrabladet“ í Höfn, sem kom út um það leyti, lagði stund á að hreppa embættið, en stjórninni hefir líklega ekki þótt það fullnægjandi undirbúning- ur hjá Tpfte, og fór sjer að engu óðslega með veitinguna. Frá því að Skúli varð sýslumað- ur hafði hann haft þann sið, að rita stjórninni við og við, og benda á margt sem betur mætti fara, svo var og þetta haust. Mun ITeltzen. ráðg.jafa, hafa getist vel að þessum skrifum Skúla, og hafði orð á því við Lassen Hofsós-kaupmann, að slæmt væri að ekki skyldi hafa borist umsókn frá Skúla, um land- fógetaembættið, því líklegt væri að honum yrði veitt það ef umsókn bærist frá honum. Þeir Lassen kaup maður og Skúli voru vildar vinir, og sýnir það, að Skúli fjandsam- aðist ekki við kaupmenn í heild, eða lágði þá í einelti, heldur ein- ungis þá þeirrá, sem ójöfnuði beittu eða hegðuðu sjer ósæmilega. Ljet Lassen ekki á sjer standa, og rit- aði stjórninni umsókn í nafni Skúla og var honum veitt landfógetaem- bættið 9. des. 1794. Framhald. N. B. 1 GRETNTNNT um Skúla fógeta, er Vejlebúar voru í efa um lista- gildi myndanna, er því spáðt að; þær muni í framtíðinni verða til þess að leiða gesti til bæjarins, ekki síður en „Ýmisbrunnur“ eftir Kaj Nielsen í Faaborg, er menn voru lengi að átta sig á og þykir nú mesta bæjarprýði. Það þykir líka kostur við lista- verk þessi, að þau geta lengi lofað meistara sinn, því granítsteinninn lætur ekki á s.jer s.já, þó hann standi á torginu í 1000 ár. V. St. í 43. tbl. Lesbókar, hafa orðið nokkrar prentvillur, og þó einkum tvær bagalegar. 5. lína í 3. dálki á fyrstu síðu, hefur fallið burt, þar á að vera:-------mannval sitt, með nokkrum sjálfsþótta: „Af þeirra snild hinar eftri aldir“. 0. s. frv. Efsta lína í fyrsta dálki á bls. 532, hefir brugðið s.jer yfir á næstu síðu, og er 3. lína í fyrsta dálki á síðu 533. Smælki „Biðurðu altaf bænirnar þínar á hverju kvöldi áður en þú ferð að sofa?“, spurði prestur lítinn dreng. „Já, herra“, svaraði drengurinn. „Og biðurðu altaf á morgnana líka?“t spurði prestur. „Nei“, svaraði drengurinn á- kveðið, „jeg er aldrei neitt hrædd- ur á morgnana".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.