Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 8
550 LESBÓK MOIiGUNBLAÐSlNS Irjá blasir Kollafjörðurinn við og tveir bæir fyrir botni hans, Stóra- Fjarðarhorn að sunnan, en Litla- Fjarðarhorn að vestan. Tveir dalir ganga inn af Kolla- firði, Steinadalur og Mókollsdalur. Hann er sunnar. Er talið að hann sjé kendur við Koll þann, er þarna nam land., Fram í dalnum er hóll mikill, og snarbrattur. sem heitir Mókollshaugur. Er talið að þár i hafi Kollur verið grafinn með öllu fje sínu, og hafi mælt svo fyrir, að sig skyldi hevgja þar sem hvorki klukknahljómur raskaði ró sinni, nje heldur sól fengi skinið á haug- inn. Þetta hefir tekist að mestu, en þó ekki alveg, því að sól nær að skína á hauginn nokkurn hluta sumars. Einu sinni fóru þrír bræð- iir að grafa í hauginn eftir fje Mókolls. Konm þeir þá niður á kistu eina stóra og þunga. Höfðu þeir komið henni á loft og sagði þá einn: ,,Nú tekst ef guð vill“. Þá sva’raði annar: „Nú tekst hvort sem guð vill eða ekki“. En um leið~ og hann slepti orðinu fell kistan úr höndum þeirra ofan í gröfin'a. Varð þeim þá litið upp og sýndist Fjarðarhorn standa í björtu báli. Tóku þeir þá til fót- anna og hlupu þangáð, en þetta hafði ekki vAúð nema missýning. Og þegar þeir komu aftur á Mó- kolluhaug var gröfin full og sáust engin missmíði á hólnum. Gáfust þejr þá upp v.ið fyrirtækið, en urðu mestu ólánsmenn upp frá þessu. Annars er Mókollshaugur fræg- ari fýrir, annað. Hann er sem s.je myndaður af mjúkum, Ijósum leir, sem menn nefna bleikju. Er leir- inn einna líkastur á litinn og gott smjör. Því var það einu sinni að maður nokkur skar þar upp skök- ur og borgaði með því lancfskuld, sem það væri smjör. En honum varð hált á því. Kollafjörður er um 10 kílometr- ar á lengd en fremur mjór. Þar gengur aldrei fiskur inn, því að skerjagarður lokar firðinum yst. Ekki tók þjóðtrúin það þó sem gildá skýringu, en fann sína eigin skýringu á þessu: Einu sinni bjó ekkja í Kollafirði og átti uppkom- inn son, sem Erlipgur hjet. Ilamt druknaði þar á firðinum og heitir þar síðan Erlingsboði. Lagði ekkj- an það á fjörðinn að þar skyldi aldrei fiskur fást og enginn maður drukna í honum frarnar. Þykir hvort tveggja hafa ræst. Hjer var og mikil trú á álfa forðunt. Jón lærði segir frá því í „Tidsfordiv“ að einu sinni hafi álfkona gifst bóndanum á Stóra- Fjarðarhorni og búið með honum mörg ár. Áttu þau 2 dætur. Var hún eins og annað fólk að öllu leyti nerna þvf, að hún gékk altaf úr kirkju áður en prestur blessaði yfir söfnuðinn. Einu sinni gerðu illkvitnir strákar það af hrekk, að þeir læstu kirkjunni svo að hún komst ekki út. En við blessunar- orðin brá henni svo, að hún hjaðn- aði niður og varð að froðu. Frá Kollafjarðarbotni, út með firðinum og inn með öllum Stein- grímsfirði er hinn ákjósanlegasti vegur og bráðskemtilegur. Liggur hann alls staðar meðfram sjónum og er sljettur og greiðfær, þegar hinar óbrúuðu ár eru ekki í vexti. En þær geta á skammri stundu orð- ið gjörsamlega ófærar. t Ut með Kollafirði er bærinn Hlíð og er bæjarstæðið mjög ein- kennilegt, á háu klifi og stórir steinar í túninu. Þaðan sjest á turn kirkjunnar í Kollafjarðarnesi. Skömmu áður en komið er út á nesið liggur vegurinn fram hjá háum og einkennilegum kletta- dröngum, sem standa þar einir sjer. Tveir þeirra eru þó einkennilegast ir og báðir með mannsmynd. Er annar allur meiri um sig að ofan, en mjórri að neðan. Hinn er upp- mjór og gildur niður. Þetta eru tröllkarl og tröllkerling, sem dag- aði þarna uppi. Er tiLþess sú saga, að einu sinni áttu þrjú nátttröll heima á þessum slóðum, karl og tvær kerlingar. Þau koniu sjer saman um það að þau skyldi moka sundur eiðið milli 1 Lúnaflóa og Breiðafjárðar og gera eyjar úr mokstrinum. Tvö fóru vestur yfir, en önnur kerlingin var eftir. Tóku þau nú til að moka. Og vegna’þess að þau voru tvö að vestan, gekk miklu meira undan þeim. Mokuðu þau upp allan Gilsfjörð og vegna þess hvað fjörðurinn var grunnur ‘úti fyrir, gátu þau gert þar mesta fjölda eyja. Voru þau önnum kaf- in við þetta fram undir morgun, , en æjluðu þá að flýta sjer norður í helli sinn í Steingrímsfirði. En þau urðu svo ilaúmt fyrir að þegar þau komu út undir Kollafjaroar- nes, rann dagur og þau urðu að steinum. Víkur nú sögunni til kerl- • ingarinnar, sem var norðan megin. Ilún hamaðist alla nóttirta við að moka, en vegna þess hve djúpt var úti fyrir tókst henni ekki að búa til nema nokkra smáhólma og sker. Varð hún því reið og tryltist, stökk norður yfir Steingrímsfjörð, þang- að sem Malarhorn heitir og sparn • stóru stykki úr því fram á fjörð- inn. Við það myndaðist Grímsey, en það var líka seinasta afrek tröll skessunnar, því að þá rann dagiír og hún varð að steini og stendur þar enn í dag. Segja menn að sama grjót sje í Grímsey og Malarhorni og á því sje auðsjeð að hún sje „af því bergi brotin“. Bærinn á Kollafjarðarnesi sjest ekki fyr en að honum er komið. Þetta er frægur bær. Þar bjó hinn mikli dugnaðarmaður og búhöldur Einar, faðir þeirra alþingismann- anna Torfa og Ásgeirs. Gegnt Kollafjarðarnesi, hinum megin f jarðarins, er Broddanes, og er þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.