Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 10
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS veturinn reri Grímur svo að sveinn inn var í landi; þá týndust þeir allir. en spá marmennils ra'ttist. I Grímsey hefir ekki bygð veriðf en hún er kostaland. Þar er æðarvarp, heyskapur og þrýtur aldrei beit fyrir útigangspening. Þar er og sjálfgert húsaskjól, hellir, sem tek- ur 40—50 fjár. Mjótt sund er milli Grímseyjar og norðurlandsins. Heit ir þar Reyjcjanes, og dregur nafn af jarðhita. Er jarðhiti víða hjer um slóðir, svo sem milli Steinadals og Ljúfustaða og hjá Litla-Fjarð- arhorni í Kollafirði, í Hveravík á Reykjanesi og í Bjarnarfirði Degi er farið að halla og sól í norð-vestri yfir fjarðarbotninum. Speglast allur fjörðurinn í skini hennar. Yfir dökkleiít nesið að norðanverðu rísa hvít-bláir tindar fjallanna við Reykjarfjörð. Mikill snjór er í þeim enn. Meðfram ströndinni glampar víða á hvítleit hús og inst við fjörðinn sjest húsa þyrpingin á Hólmavík. Hjer er mik ill gróður undir fjöllunum og í dölunum. Grasið er hjer miklu dökkgrænna heldur en í sveitun- um fyrir sunnan. Það er kjarnbetra en víða annars staðar^ enda verður Eggert Ólafssyni tíðrætt um það. Hann segir að á einum kotbæ þar hafi 8 manns lifað af tveimur kúm, því að þeir náðu ekki til sjávar að afla fiska, en gátu þó safnað smjöri, skyri og sýru til vetrarins. Kýr mjólka hjer ágætlega og mjólkin úr þeim er svo feit, að hún gefur ekki eftir rjómanum, sem seldur er í Reykjavík. Á fjörunum má víða sjá rekavið og þó er ekki jafn mikill reki hjer og norðar í sýslunni. Menn sögðu að aldrei í manna minnum hefði rekið jafn mikið og í vetur og vor. Hafa margir bændur haft drjúgan skilding upp úr trjáviðarsölu. Yið fórum fram hjá Húsavík. Þar er mikil bygging, stórt hús og mikil nýrækt. í gili upp af Húsa- vík hafa • fundist fallegir jurta- steingjörvingar. Yfirleitt eru mikl ar byggingar á flestum jörðum hjer, og er mikill munur á húsa- kosti hjer og víða í Hvámmssvéit og á Meðalfellsströnd. Svo opna^t Tungudalur. Þar frammi í dalnum er Tröllatunga. Það er landnámsjörð. Þar bjó Stein grímur sá, seiu fjörðurinn er við kendur. Þar er kirkjustaður. Jeg get ekki stilt mig. um að taha hjer upp kafla úr sóknarlýsingu eftir prest, sem bjó þar. Ilann er að tala um Tröllatungu: j.Einn helsti ókostur þeirrar jarðar er, að áin rennur þeim meg- in bæjarins sem beitin vetur og sumar, er kostabetri og skemmra til hennar. Sækja því skepnur yfir ána, sem oft haust og vor getur orðið lítt fær, og því mun að sögn hjer vera einhver lakasti stöðull eða kvíabólsvegur á Islandi. Bæði er hann langur og liggur yfir ána á brú, sem hún þó oft af tekur, ef ei er vel athugað, og ge'ngið upp og ofan klettasniðgötu og þar upp af grasbrekku^ sem sleip verður í vot viðrum og á haustin“. Nú eru allir hættir að færa frá hjer og mæðiveikip drepur niður fjeð. Varnargirðingin, sem gerð var á milli Steingrímsfjarðar og Þorska fjarðar, er fyrir innan Hólmavík. Einn(bóndi, sem er þarna utan girð ingar, kvaðst hafa mist þriðjung fjár síns. Vegurinn liggur nú fram hjá bæjunum Tungugröf, Ilrófá, Víði- dalsá og Skeljavík. Þar þrengist f.jörðúrinn um helming og mynd- ast eins og .stallur á hann. Beygir vegurinn þar út með víkinni til Hólmavíkur. Þar er stutt yfir fjörð inn. Ilinum megin við hann heitfr Selströnd og þar sjást bæirnir Kleifar, Ilella, Sandnes og Bassa- 0 staðir. Við þann bæ var Jón Strand fjeld barnakennari oft kendur og kallaður Jón bassi Ilann var auðnu lítill maður, en einkennilega greind úr og skáldmæltur Var hann oft að flækjast með strandferðaskipum, og átti þá ekki ætið fyrir fargjaldi. Þeása vísu kvað hann um Guðmund Kristjánsson skipstjóra á f,Vestra“ einu sinni: llefirðu ei þann heldra sið, með hrokans eldibröndum stjaka einatt aumum við en auðmenn bera á höndum. Til Hólmavíkur er komið einni stund fyrir miðnætti. - Molar - Kórea-skagi var innlimaður í Japan árið 1910. Ætisveppur inniheldur 90% vatn. — — # Magellan varð fyrstur til þess að sigla suður fyrir Ameríku svo að vitað sje. Gerði hann það árið 1520. Póllands er ekki minst í neinum sögusögnum fyrr en á 10, öld. Rómverjar tóku það upp eftir Grikkjum, að nota grímur við sjón leiki. Saga Jerusálem nær aftur í stein öld, eða eitthvað um 2500 f. Kr. Ilonshu er stærst Jaþanseyja. Síðan 1696 hefir 21 jarðskjálfti orðið í Japan, og hafa í þeim hverj uim um sig yfir 1000 manns látið lífið. Árið 1943 dóu helmingi færri menn sakir of mikils kulda en of mikils hita.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.