Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 351 Nærgætinn eiginmaður Smásaga eftir JOHN PAYNE. Katrín María gekk niður stig- ann með litla spánýja ferða- tösku í annarri hendinni, en inn- siglað umslag í hinni. Við hlið- ina á litla bo'rðinu í ganginum lagði hún frá sjer töskuna, en brjefið lagði hún á borðið, og ljet, það standa upp við vegg- inn, svo að nafnið sem skrifað var utan á það sást greinilega langt að. Hr. Gideon Hews stóð utan á því. Rithönd hennar var utan á því, en torkennileg þó, vegna þess að Katrín María ætlaði að fara að bjóða ieiginmanni sínum byrginn, og taldi það því skyldu sína að skrifa nafn hans stærra og klunna legar utan á brjefið en venja hennar var. Hún horfði um stund skelfd á brjefið. í því var krafa hennar um skilnað frá Gideon Áldrei framar myndi hún hafa tækifæri til að trúa Gildeon fyrir áhyggju- efnum sínum. Það flögraði snöggv ast að henni að rífa brjefið í tætl- ur. Katrín María beit á jaxlinn. Nú varð annað hvort að duga eða drepast. Hún kerti hnakkann. Gideon átti sannarlega fyrir því að hún yfirgæfi hann. Þannig var mál með vexti, að Gideon og hún vofu búin að vera gift í hjer um bil þrjú ár, en hann hafði alltaf þverskallast við að líta á hana sem ráðsetta og fullorðna konu. Það hafði ekki komið að sök fyrsta árið, þegar hún var aðeins tuttugu ára göm- ul og hafði öðlast aðeins litla, sem enga lífsreynslu. En það var öðru máli að gegna nú, fannst Katrínu Maríu, og hún ætlaði ekki að sætta sig við það einum degi leng- ur. Lew Bishop hafði fundið að hún var ekki neitt barn lengur. Honum hafði vissulega fundist hún vera fullorðin og skynsöm kona. Þess vegna ætlaði líka Kat- rín María að yfirgefa Gideon til þess að taka saman við Lew Bishop. Svona voru nú tilfinningar og hugrenningar Katrínar Maríu Hún hrökk við, þegar hún heyrði bifreið ekið upp að aðal- dyrunum. Lew var kominn, Hún hljóp út á tröppurnar. Lew Bishop kom hlaupandi upp á tröppurnar til hennar, einbeitt- ari á svipinn en nokkru sinni áð- ur, og hárið á honum og fötin óaðfinnanlegri en nokkru sinni áður. Hann tók utan um hana. — Ástin mín, sagði hann. — Við skulum flýta okkur hjeðan sem allra fyrst. Hvar er farangur- inn þinn, Katrín María brosti ástúfilega framan í hann. — Okkur liggur ekkert á. Hann kemur ekki heim fyrr en eftir tvær til þrjár klukkustundir. Það myndi heldur ekki þýða neitt fyrir hann að reyna að hafa áhrif á mig. — Hann, ætti bara að reyna það, sagði Bishop, með áherslu. Það myndi ekki borga sig fyrir hann Ertu búin að ganga frá farangrin um þínum? — Já. Hann er ekki svo mikill. Mjer dettur ekki í hug að fara með neitt af því sem Gideon hefir gefið mjer. Bishop var hneykslaður á svip- inn. — En hvað þú getur verið gamaldags Katrín María. Þú hlýt- ur þó að taka skartgripina þína með þjer. Katrín María rjetti fram báð- ar hendurnar. Aðeins einn lítill steinhringur prýddi þær. — Sama máli að gegna með þá. Gideon gaf mjer þá alla, nema þennan litla hring. Stríðnisbros færðist yfir andlit hennar. — Það skyldi þó aldrei vera að þú elskir mig vegna skart- gripanna minna, — Þú veist vel, að jeg elska þig, vegna sjálfrar þín, Katrín María, sagði hann gramur — En við megum ekki eyða öllum deginum í það að standa hjerna. Þau gengu inn í ganginn og Lew tók upp litlu ferðatöskuna hennar. — Er þetta altt og sumt? spurði hann — Já, svaraði hún. — Að und- anteknu þessu brjefi sem jeg ætla að skilja eftir handa Gideon. Hann getur átt það til minningar um piig. Lew Bishop leit kæruleysislega á brjefið. Síðan gekk hann að borðinu. Hann tók upp tuttugu dollara seðil sem lá þar. — Átt þú þennan? spurði hann. Hún rjetti fram hendina. — Þarna er honum Gideon lifandi lýst. Hann skilur alltaf pening- ana sína eftir út um alt. Jeg læt hann inn á skrifborðið hans. — Nei, það gerirðu einmitt alls ekki, sagði 'Lew um leið og hann lagði seðilinn aftur á borðið. Jeg held að það sje óþarfi að þú sjert að stjana við hann núna. Hann getur fengið sjer einhverja til þess. — Ó, Lew, sagði Katrín María. — Heldurðu að hann fái sjer aðra til að líta eftir sjer? Lew hló. — Hvað kemur það þjer við ástin mín? Þú hefir mig til að líta eftir. Lew stóð og sveiflaði ferðatösk- unni hennar kæruleysislega í kringum sig. — Jeg held, að það sje rjettara að þú komir brjefinu til Gideons fyrir einhversstaðar á betri stað en hjer niðri í gangi. — Þú segir nokkuð, sagði hún. Jeg ætla að fara upp með það. ★ Þegar hún kom niður aftur, sá hún Lew standa í sömu sporun- um og þegar hún fór upp, enn sveiflandi ferðatöskunni. — Nú getum við lagt af stað, sagði hann. Katrín María leit út undan sjer á tómt borðið. — Hvað hefurðu gert af seðlinum, sagði hún. — Seðlinum? sagði Lew Bis- hop kæruleysislega um leið og hann leit á borðið. Jeg veit svei mjer ekki. Hann hlýtur að hafa dottið á gólfið. Jeg skil ekki að þjer komi það við lengur, hve

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.