Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 4
348 LESBÓK MORG UNBLAÐSINS Ólafur Jónsson: ÚR GRAFARLÖNDUM TIL GÆSAVATNA I Grafarlöndum og Herðubreiða lindum eru fremstu fjárleit- ir Mývetninga með Jökulsá á Fjöllum, en við Gæsavatn og Rjúpnabrekkur í Vonarskarði eru fremstu hagablettir með Skjálf- andafljóti, en þá lætur líka nærri, að komið sje á vatnaskil milli Norður- og Suðurlands. Loftlínan milli Grafarlanda og Gæsavatna er 85 km, en sje tekið tillit til óhjákvæmilegra króka og ónauðsynlegra útúrdúra, sem for- vitinn ferðalangur leggur á leið sína, er auðvelt að tvöfalda þessa vegalengd. Oll leiðin liggur um gróðurlitlar auðnir, hraun, sanda og eldborin fjöll. Alt er svæðið merkt jarðeldum og þakið eld- vörpum af ýmsri gerð og aldri. Sumir kunna að halda, að það, sem fyrir augað ber, á þessari leið, sje of einhæft og þreytandi, en því fer fjarri að svo sje. Þar sem náttúran ræður er sjaldan mikið um þreytandi endurtekningar og síst þar, sem höfuðskepnurnar hafa jafn greinilega harslað sjer leikvöll Og í Ódáðahrauni. Hitt má vel vera, að oss dauðlega menn skorti orðaforða og mynd- auðgi til að lýsa þeirri fjölbreytni, sem fyrir augun ber, svo ræða vor verði þur og fátækleg, saman- borið við sjón og raun. Jeg ætla nú að hætta mjer út á þann hála ís, að reyna að lýsa ýmsu, sem fyidr augun ber, á þess ari leið, en jeg fór gangandi, á- samt Stefáni Gunnbirni Egilssyni, heimarvistarstjóra, úr Grafarlönd- um suður í Vonarskarð og svo þaðan niður í Bárðardal í júlímán- uði síðastliðnum. Þetta á eigin- lega ekki að vera nein ferðasaga, heldur dálítil frásögn um nokk- ura sjerkennilega en lítt kunna staði, sem urðu á leið okkar. KOLLÓTTADYNGJA OG SVARTADYNGJA. Það er eðlilegt að kenna fyrsta þátt fararinnar við við mestu og fegurstu dyngjuna í norðanverðu Ódáðahrauni, en dyngjur nefnast regluleg bungrimynduð eldfjöll, sem hlaðist hafa upp úr þessum hraunlögum, sem runnið hafa frá gígum í toppum dyngjanna. — Dyngjugígirnir eru venjulega ekki lengur finnanlegir í sinni upprunalegu mynd, en í þeirra stað eru nú í toppum dyngjanna, þar sem gígirnir hafa verið, stórar sk/ilmyndaðar lægðir með bröttum hliðum, sem eru myndaðar við það, Kollóttadyng'ja, sjeð frá suðaustri. Bræðrafell til viífstri. að toppar dyngjanna liafa fallið saman og sigið umhverfis hina upprunalegu gígi. Af dyngjum þeim, sem myndaðar eru eftir ís- öld, er Trölladyngja í sunnan- verðu Ódáðahrauni mest en Skjaldbreið, í norður frá Þing- völlum, nafnkunnust. Kollótta dyngja getur hvorki kept við þessar (Jyngjur um stærð eða frægð, er stendur þeim þó að ýmsu leyti langtum framar. Til dæmis á gígurinn í toppi Kollóttu dyngju, varla sinn líka. Fyrst er geysimikil hringmynduð skál og standa margar hraunnibbur á börmum hennar, en neðan úr botni skálarinnar gengur þverhnípt gím ald, um 200 m vítt og 60—80 m djúpt. Margt fleira níætti nefna Kollóttudyngju til ágætis, en þar sem jeg hefi drepið nokkuð á þetta í grein í Lesbókinni 1939;, bls. 45, skal það ekki endurtekið hjer. Að norðaUstan, liggja rætur dyngjunnar, upp að miklu mó- bergsfjalli, sem Eggert heitir. í vikinu, sem myndast milli fjalls- ins og dyngjunnar, hefir leysing- arvatnið á vorin, borið fram sand og léir í lægðirnar milli hraunald- anna, hafa myndast þarna dálitlir gróðrargeirar, sem nefnast Hrúts- rönd, eða Hrútsrandir, Syðst á Hrútsröndinni veljum við okkirr fyrsta tjaldstaðinn á ferðinni, laug ardagskvöldið 18. júlí. Gróðrar- svæðið þarna er allstórt en gróð- urinn fátæklegur og einhæfur, mest víðir og smjörlauf. Vatns- laust er þarna með öllu, eftir að vorleysing er um garð gengin, en vegna nýafstaðinna rigninga eru þarna smá pollar hjer og þar á hraunhellunni, sem gefa okkur nægilegt neysluvatn. Tjaldstaður hjer á Hrútsrönd- inni' væri ákjósanlegur, ef ekki skorti vatn. í grænum vikum og bollum, inn á milli hraunaldanna, er gott skjól og góð tjaldfesta,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.