Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 2
346 LE9BÓK MORGUNBLAÐSINS tími til kominn, að hann færi að halda hljómleika og fór með hann í hljómleikaferð til Mið- og Norð- ur-ítaliu. Nieolo vakti feikna hrifningu hvar sem hann kom, og faðir hans fjekk fullar hendur fjár. Árið 1798 losnaði Nicolo úr viðjum fjölskyldunnar. Faðir hans var því i fyrstu mótfallinn að sleppa af' honum hendinni, en fjellst þó á það að lokum, að drengurinn færi einn til Lucca til þess að leika á St. Marteins- hátíðinni þar. Hann vakti feikna hrifningu í Lucca og síðan varð hann frægur um alla Ítalíu, og honum opnuð- ust nú dyr frægðar og fjár. Upp á eigin spýtur fór hann hljómleikaferð til borganna í Toseana og Romagna. I þrjú ár var hann í þessari ferð, og vann þá mikið, en dálítið slitrótt vegna veikinda, fjárhættuspila og annars ólifnaðar. ★ Það var ekki að furða, þótt þess um sextán ára gamla ungling stigi til höfuðs að hafa fengið frjáls- ræði og fara alls staðar sigurför og hafa miklu úr að spila. Paganini var eirðarlaus og ó- rólegur að eðlisfari. Það eðli hans hafði verið bælt niður, en ekki verið beitt aga eða tamið. Harin hafði lítið sem ekkert notið menntunar í öðru en hljóm- list og ekki hlotið þá siðgæðistil- finningu, sem hann gæti byggt á skapgerð sína. Þess vegna var hann stefnulaus og reikull og sið- ferðislega sljór. Ástríða hans til fjárhættuspila var einn versti þátturinn í fari hans á þessum árum. í fjárhættu- spil eyddi hann öllu fje sínu, að því undanteknu, sem hann sendi heim og því litla, sem hann fór að spara og fól í hendur Germi lögfræðings, sem var fjárhalds- maður hans, meðan honum entist líf. Loks kom dálítið fyrir hann, sem losaði hann við fjárhættuspils ástríðuna. Hann hafði auglýst hljómleika í borg einni, veðsett fiðluna sína og eytt öllum pen- ingum sínum að 100 frönkum und- anteknum. Þessum peningum tap- aði hann öllum, nema 3 frönkum, í fjárhættuspili. Hann var alveg örvinglaður: engir peningar, eng- in fiðla, engir hljómleikar. Yeikur af ótta fór hann að spila um þessa 3 franka. Hann vann aft ur og aftur, þangað til hann hafði grætt 100 franka, en það var nóg til þess, að hann gæti leyst út fiðluna. Þetta atvik kendi honum að fára með peninga, og síðar sögðu menn, að sparsemi hans væri komin út í öfgar. ★ Fiðluna, sem hann hafði,næst- um því glatað vegna fjárhættu- spilanna, hafði hann fengið með lítilli fyrirhöfn. Signor Pasini í Parma var snjall fiðluleikari, en ekki hafði hann fiðluleik að at- vinnu sinni. Hann langaði til þes3 að heyra, hvað í Nicolo byggi. Hann samdi lag fyrir fiðlu. Þetta lag var mjög einkennilegt, og þurfti gríðarmikla tækni til þess að spila það. Nú skoraði hann á Paganini að spila þetta lag í sinni áheyrn. Ef hann gerði það vel, þá skyldi hann fá að launum afburða góða Stradivariusfiðlu, sem hann átti. Paganini leit á lagið, brosti og sagði: „Þú ert búinn að tapa fiðl- unni þinni, vinur minn“. Síðan spilaði hann lagið af eldmóði og aðdáanlegri leikni. Pasini stóð eins og steini lostinn. Hann kunni að tapa. ★ En mest hjelt Paganini upp á Guarneri-del-Gesu-fiðlu, sem smíð- uð var árið 1725. í erfðaskrá sinni ánafnaði hann G'enua-bæ þá fiðlu. Þessa fiðlu hafði aðdáandi hans einnig gefið honum. Hann fór einu sinni til Leghorn til þess að njóta þar hvíldar í nokkra daga og hafði ekkert hljóðfæri með- ferðis. Hann var mjög þektur í Leghorn vegna hljómleika, sem hann hafði haldið þar, og nokkr- ir menn þar undirbjuggu hljóm- leika fyrir Paganini, og auðugur Frakki, Livron að nafni, lánaði honum þessa Guarneri-fiðlu til þess að spila á við þetta tæki- færi. Paganini spilaði betur en hann hafði nokkurn tíma gert áður, því að fiðlan var frábært verk- færi. Og þegar hann ætlaði að skila Livron henni aftur eftir hljómleikana, sagði Livron: „Nei þú skalt eiga hana. Jeg vil aldrei saurga þá strengi, sem þú hefir snert“. ★ Það kann að vera, að þessi fiðla hafi valdið dálitlu um það, að sá kvittur kom upp, að Paganini væri á valdi djöfulsins, því að annars gæti hann ekki náð valdi yfir fólki með leik sínum. Það var sagt, að hann hefði ver- ið í fangelsi um margra ára skeið fyrir að hafa drepið keppinaut sinn í ástamálum og reynt að drepa konuna, sem þeir elskuðu báðir. Það væri því ekki að undra, að hann hefði náð mikilli leikni í fiðluleik, af því að hann hefði ekki haft neitt annað að gera í fangels inu allan þann langa tíma, sem hann hefði dvalist þar, en að æfa sig að spila á fiðluna sína. Og hvað viðviki því, að hann gæti spilað heil lög án þess að nota fleiri en einn eða tvo strengi, þá væri skýringin sú, að hann hefði ekki haft peninga til þess að kaupa nýja strengi í staðinn fyrir þá, sem biluðu, meðan hann var í fangelsinu. En kjaftasögur þessar gátu ekki skýrt list Paganinis til hlít- ar. Samt sem áður breiddust þær út, jukust og margfölduðust, og loks var það orðið mál manna, að Paganini væri á valdi djöfuls- ins. Menn virtust samt ekki ganga svo langt að halda því blákalt fram, að hann hefði selt djöflin- um sál sína, en til voru þó menn, sem sögðust hafa sjeð djöfulinn í öllum herklæðum standa við hlið Paganinis á hljómleikum og stýra hendi hans, er hann ljet bogann renna yfir strengina. ★ Fyrst í stað kærði Paganini sig kollóttan um allar kjaftasögur, en þar kom þó, að hann varð að biðja blöðin að kveða niður róg- inn og mælast til þess við kjafta- kindurnar, að þær sæu hann í friði. Eitt af uppáhalslögum Pagan-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.