Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 349 Sprengigígur við Trölladyngjuskarð. Vatnsfell (Wattsfell) til vinstri. útsýni til fjalla og jökla heillandi, og þaðan, er þægilegt að skoða Kollóttu-Dyngju, Eggert og ná- grenni, en vatnsskorturinn iitilok- ar lengri dvöl á Hrútsröndinni. Næsta morgun eru vatnsbyrgðir okkar þrotnar og pollarnir á hraunhellunum þornaðir. Þegar líður á sumar er landið umhverfis Kollóttu-Dyngju alger- lega vatnslaust, hjarnfannir leyn- ast þó lengi í gjótum og gígum í hrauninu eða þá upp undir toppi dyngjunnar. Svo er líka vatnsgeymi, sem ef til vill þrýtur aldrei, suvaustan í dængjunni. Það er gjóta, 7—8 m víð og 6—7 m. djúp. Við fundum hana 1938, þá voru aðeins 2 m neður að vatns borðinu í ágústbyrjun, 1940, á sama tíma, stóð vatnsyfirborðið í gjbtunni heldur lægra, en níi er það með langlægsta móti, um 6 m neður að vatni, hvort sem því veldur lítil úrkoma síðastl vetur eðá grjytveggirnir eru orðn ir óþjettir. Þarna byrgjum við okkur sem best af ísköldu vatni, sem verður að nægja okkur suður í Dyngjufjöll. í hrauninu, við suðausturræt- ur Kollóttudyngju, er bunga mjög flöt og sljett en nokkuð víðáttumikil. Efst á þessari bungu er ákaflega mikill gígur. Sums- staðar er sljett fram á brúnir þessa gígs, en annarsstaðar er brúnin mörkuð af háum grjót- hryggjum. í áðurnefndri grein í Lesbókinni 1939, hefi jeg giskað á, að vídd þessa gígs væri 300 til 400 m. Við nánari athugun hefi jeg komist að þeirri niðurstöðu, að víddin væri 600—800 m. — Jarðföll suðaustan í Kollóttudyngju. Norður- horn Dyngjufjalla í baksýn til vinstri. sjer grein fyrir þeim, eða skipa þeim efti,r nokkurri (ákveðinni reglu. Góðan spöl austur í hrauninu, skamt norður af Öskjuopi er all- mikil, mjög dökkleit hraunbunga. Þetta er dyngja og er mjer ekki kunnugt um, að aðrir hafi skoðað hana en Þjóðverjinn dr. Spelh- mann 1910. Við leggjum krók á leið okkar til að skoða þessa dyngju, sem Spelhmann nefndi Svörtudyngju. Hæð dyngjunnar yfir hraunsljettuna er um 90 m. Hallinn, að norðvestan, 4° neðan- til en 6—7° efst. Dyngjan er öll* þakin dökku, ósljettu og lítið veðruðu helluhrauni. Ofantil er hraunið mikið brotið, einkum að norðvestan, en þar liggja stór hraunræsi niður frá toppinum. Innbi;ot eru tvö í toppi dyngj- unnar. Annað er sunnan á topp- inum, hringmyndað um 100—150 m í þvermál Það nvrðra er miklu meira, um 400—500 m í þvermál, nokkuð óreglulegt. Það er aðskilið frá syðra innbrotinu af mjóum klettahrygg, en meðfram honum liggur gjá, eða sprunga, frá SV- NA. Vestarlega í stóra innbrotinu er klettahringur, hæð hans að utan er um 20 m, en 5—6 m að innan, vídd um 40 m. Klettarnir í hring þessum eru mjög sljettir að innan og hvelfast víða inn yfir sig, en virðast annars gerðir úr mjög þunnum hraunlögum, sem hallast mjög mikið út frá hringn- um. í miðjum hringnum eru loks 2 hraunstapar úr ólagskiftu hrauni. Meira. Bunga þessi verður að teljast dyngja, þótt lágvaxin sje. í hálf- hring umhverfis hana eru ýmsar einkennilegar hraunmyndanir, gígir, jarðföll og hraunstrýtur. Milli Kollóttudyngju og Dyngju fjalla er um 10 km. breitt hlið. í hliði þessu eru nokkrir einstakir móbergshnjúkar. Allir eru þeir mjög brattir, en sumir standa upp úr hrauninu með þver hníptum hlíðum eins og stapar. Vestustu hnjúkarnir heita Fjárhól ar, en austast gengur nokkuð langur ás, eða móbergshryggur, norður frá Dyngjufjöllunum, sem er tengdur við þau með lágum hraunþöktum hálsi. Skamt norður af þessum hrygg er dálítill kúlu- myndaður hnjúkur, hlaðinn upp úr gjalli. Vestan í honum eru nokkrir reglulegir smágígir og þaðan liggur svo gígaröð suður gegnum móbergshrygginn og gegn um Dyngjufjöllin norðan við Öskjuopið. Á gossprungu þessari eru margir hraungígir, sumir á- kaflega brattir, þó einkum einn á hálsinum, sem tengir móbergs- hrygginn við Dyngjufjöllin. Hann er svo brattur, bæði utan og jnn- an, að hann má teljast ókleifur. Nokkurt hraun hefir runnið iir þessum eldvörpum, bæði austan og vestan við móbergsásinn, en um aldur þeirra er ógerlegt að dæma. Norður af fjöllunum, dálítið vest- ar, er lítil dyngja. Á henni eru nokkrir hraungígir, líkir þessum að gerð og aldri, en þar virðist stefna gossprungunnar vera frá V-A. Annars er í Dyngjufjöllum og nágrenni þeirra svo mikið af eldvörpum, að örðugt er að gera

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.