Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 8
248 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fremst gegn konungi og ríkis- stjórn, urðu íbúar Nyborgsund þeirri stundu fegnastir, er allir þessir gestir færu þaðan. Nú var náð í alskonar vagna og farkosti handa okkur, og hald- ið sem skjótast af stað. Konung- ur skaut á ríkisráðsfundi hjá ljensmanni einum í nágrenninu. En síðan var ekið norður á bóg- inn alla næstu nótt. Sönnunin. Síðar í apríl var eitt sinn skot- in niður þýsk flugvjel í nánd við Aalesund. I treyjuvasa hins látna flugmanns fanst vasabók. Sú bók er í vörslum norsku stjórnarinn- ar. Þar hafði flugmaður þessi skrifað, að hann hefði verið einn af þeim, er árásina gerðu á Ny- bergsund hinn umrædda dag. Þar standa þessi orð: „Angriff auf Nybergsund. König. Oslo- Regierung. Alles vernichtet". Hjer var fengin full sönnun fyrir því, að Þjóðverjar vissu hvar konungur og ráðherrarnir voru þennan dag, og tilgangur- inn með árásinni á Nybergsund var sá, að ráða allt þetta fólk af dögum. En sú skýring er á þessari skoð- un hins látna flugmanns, að hann hafi flogið yfir skóginn við Ny- borgsund eftir að skothríðin hætti og þá hafi hann orðið þess var, að þar hreyfði enginn legg eða lið af þeim mörgu, er í fönn- inni lágu. Síðar varð konungur og ráð- herrar fyrir hverri loftárás af annari, bæði í Austurdal, Guð- brandsdal, í Molde og í Norður- Noregi. En aldrei bilaði kjarkur Hákonar konungs. Aldrei var hann neitt augnablik í efa um, að hapn valdi rjetta leið, er hann tók þá stefnu, að norska þjóðin skyldi verjast. Þegar það stóð fyrir dyrum að hætta að berjast í Noregi, var engin önnur leið en sú, að halda baráttunni áfram utan landa- mæra Noregs. Þegar konungur og ríkisstjórn yfirgáfu Noreg, eftir ákvarðanir þær, er teknar voru í Tromsö 7. júní, voru þeir menn til í Suður-Noregi, sem álitu, að þar væri konungur að flýja frá skyld um sínum og ábyrgð. En þeir menn höfðu ekki haft tækifæri til þess þá, að fá nægilegan kunn- leik á málunum, og sáu ekki, að gerðir Hákonar konungs voru einmitt runnar frá hinni stefku ábyrgðartilfinningu hans. Honum var óljúft að yfirgefa Noreg. En skyldan bauð honum að gera það, og ekkert annað. Norska þjóðin gleðst yfir því í dag, að konungur hennar situr ekki sem fangi í höllinni í Oslo, heldur er æðsti fulltrúi hinna frjálsu Norðmanna, sem berjast fyrir framtíð þjóðarinnar. Hákon VII. Frh. af bls. 243. ungur og ríkisstjórn stóðu órjúf- anlega saman á grundvelli laga, sem Stórþingið hafði gefið þeim með umboði sínu í Elverum. Hvílíkar hættur, hrakninga og áhyggjur varð hann ekki nú að þola, 68 ára gamall. Hann var í sprengjuhríðinni í Nyborgsund, eltur af þýskum flugvjelum á ferð sinni um Dali, var stöðv- aður af fallhlífarhermönnum, varð að fara frá Molde í björtu báli á enskt herskip og jafnvel flýja Noreg hinn 7. júní. Það var þungbær ákvörðun, og kon- ungur og stjórn voru grátklökkir, en þeir sáu enga aðra leið til frelsis Noregi. Og þar gerðu þeir aftur það, sem rjett var. Hinn 10. júní komu konungur og ríkisstjórn til Lundúna, en örfáum dögum síðar gerðu Þjóð- verjar þá kröfu til Stórþingsins, að það vjeki konungi frá völdum og leysti stjórnina frá störfum. Það var afdrifarík skyssa af hálfn Þjóðverja. Þeir meiddu sjálfa frumhugsun þjóðarinnar, að með lögum skal land byggja, þeir vöktu þjóðina til umhugsunar og komu af stað þeirri hreyfingu, sem síðar varð að „heimavíg- stöðvunum". Og nú varð Hákon VII. söguhetja. Ástsæld hans hafði aukst með þjóðinni síðan ófriðurinn hófst. Hún dáði hug- rekki hans og staðfestu, tign hans og skarpskygni. En nú, þegar Þjóðverjar beindu árásum sínum að hinum krýnda konungi, varð hann ímynd frelsisfns og stjórn- skipunarinnar. Hænn varð Noreg- ur. Því verður ekki lýst, hvað kon- ungurinn er heimaþjóðinni nú í dag. Allir bera ást til hans, allir treysta honum. Heimkoma kon- ungs er ímynd sigursins. Nafn hans er ritað í snjóinn, á klett- ana, húsin, byrgðu gluggana, als- staðar . sjer fyrir augu lifi kon- ungurinn! Menn, sem flýja yfir Norðursjó, flytja honum oft gjaf- ir: nýstrokkað seljasmjör, reykt- an lax eða fyrsta bjarkarlauf á vojin. Þeim, sem úti berjast, vekur hann eins sámhug og eldmóð. Ungur í anda og ljettur í skapi •og með óbifandi trú á sigur. Það ei óblandin ánægja að hitta kon- ung og hlusta á viturlegar skoð- anir hans, og altaf fara menn Ijettari í huga af fundi hans. Hann er lítillátur og því ótt- ast hann tilbeiðslu. Hann gerir ekkert til þess að neyta hinnav afarsterku aðstöðu sinnar til efl- ingar konungsvaldinu. Hann er vörður stjórnskipunarinnar og gætir hennar stranglega. „Jeg get ekki verið einvaldsherra, jeg sem berst gegn einræðinu", segir hann. Innilegar þakkir berast honum frá einhuga þjóð á sjötugsafmælí hans. Þær eru sprottnar af sömu tilfinningum, sem Eyvindur skáldaspillir lýsir í Hákonarmál- um: Góðu dægri verðr sá gramr borinn, er sjer getr slíkan sefa. Hans aldar mun æ vesa at góðu getit. Vjer óskum þess allir heitt og innilega, að vjer fáum lengi að halda honum. Hafi hann samein- að oss í ófriði, mun honum auðið að vinna enn meira einingarstarf í friði. Enginn mun sem hann vera fær um að brúa bilið frá því gamla til hins nýja og sameina allar hendur að endurreisnar- starfinu. Jacob S. Worm-Miiller.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.