Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.1942, Blaðsíða 6
246 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS áður. En með snarræði þeirra og hugprýði tókst þeim að bjarga yfirvöldum landsins. Foringi þýska liðsins var flug- málasjerfræðingur í þýsku sendisveitinni í Oslo, maður. er þóttist vera vinusr Noregs og norskra stjórnarvalda. Hann fjell í þessum bardaga. Kröfum Þjóðverja ekki sinnt. Þegar fundi Stórþingsins var lokið, var búist við að menn gætu lagt sig til hvíldar. En þá kom orðsending um, að við yrð- um að halda áfram. Hákon kon- ungur og ráðherrarnir ásamt allri fylgd þeirra, áttu nú að fara til smábæjar eins í Trysil, til Nybergsund, sem er eina 13 km. frá landamærum Svíþjóð- ar. Nú var farið þangað og gist þar um nóttina. Sendiherra Þjóðverja í Oslo, hafði borið fram þá ósk, að mega hafa tal af Hákoni kon- ungi að morgni þess 10. apríl. Sneri konungur því til baka frá Nybergsund morguninn eftir til að mæta Bráuer í Elverum á tilteknum tíma. Þjóðverjinn kom ekki til fundar við konung fyrri en síðdegis. Utanríkisráðherrann Halvdan Koht hafði orðið eftir í Elverum til þess að vera viðstaddur sam- tal þeirra Hákonar konungs og sendiherrans þýska. Er sendiherrann kom seint og síðar meir til fundar við kon- ung, neitaði hann því, að ráð- herrann yrði viðstaddur er hann ræddi við konung. Kom sendi- herrann nú fram með aðrár og enn þá meiri kröfur en hann hafði borið fram við utanríkis- málaráðherrann aðfaranótt þess 9., eða um morguninn kl. 4—5, fimm klukkustundum eftir að árás Þjóðverja byrjaði. En er sendiherrann komst að raun um, að Hákon konungur ljet ekki undan kröfum hans í neinu, fekk utanríkismálaráð- herrann að vera viðstaddur safti talið. Ein af kröfum Þjóðverjans Hákon konungur og Ruge hers- höfðingi í Norður-Noregi. var sú, að konungur viðurkendi stjórn Vidkum Quislings, sem löglega stjórn norsku þjóðar- innar. Konungur tók þessu víðs fjarri, þareð hann fullyrti, 0 að hann myndi aldrei viður- kenna neina aðra stjórn í Nor- Loffárásin á egi, en þá, sem hefði traust þjóð- arinnar að baki sjer. En hann svaraði sendiherra Þjóðverja með þeim fyrirvara, að endanlegt svar fengju þeir ekki fyrri en hann hefði ráð- fært sig við ráðherrana. Svarið fekk Þjóðverjinn svo í símtali seinna sama dfag, þess efnis, að norska þjóðin myndi berjast gegn hinum þýska inn- rásarher uns yfir lyki. Samtímis, sem þetta var gef- ið, gaf ríkisstjórnin út ávarp til þjóðarinnar. Eftir fund Hákonar konungs við þýska sendiherrann Bráu- er, höfðu Þjóðverjar hugboð um hvar konungur hafðist við. Á þriðjudaginn, sama dag, sem konungsfjölskyldan, ráðherrar og fylgdarlið kom til Nyberg- sund höfðu þar verið gefin loft- varnarmerki, án þess, að til ár- ása kæmi. Nyborgsund Konungsfegðar og aðrir flýja Á fimtudag kl. 11 f. h. kom norskur sendimaður til Hákonar konungs, Irgens að nafni. Hafði hann verið skipherra á Stavang- erfjord og gekk síðar í Quisl- ingstjórnina. Kvaðst hann kom- inn til þess að reyna enn að koma sættum á milli Hákonar konungs og Quisling. En kon- út í skóginn við Nybergsund. ungur neitaði alveg að víkja í nokkru frá fyrri afstöðu sinni gagnvart þeim Quislingum. Irgens fór við svo búið. Kl. 5 e. h. hófust loftárásirn- ar á Nybergsund, er beint var til að ráða konung og ríkis- stjórn af dögum. Nybergsund er þorp með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.